Körfubolti

Hilmar frá Valencia til Stjörnunnar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hilmar Smári Henningsson er kominn heim frá Spáni.
Hilmar Smári Henningsson er kominn heim frá Spáni. vísir/bára

Hilmar Smári Henningsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá spænska liðinu Valencia og mun leika með Garðbæingum í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur.

Hilmar Smári er uppalinn hjá Haukum en lék með Þór á Akureyri veturinn 2017-2018. Hann sneri heim í Hauka eftir það tímabil og var valinn besti ungi leikmaður Dominos-deildarinnar árið 2019. Hann fékk þá samning hjá spænska liðinu Valencia hvar hann hefur verið á mála síðan.

Hilmar hefur að mestu leikið með B-liði spænska stórliðsins en snýr nú aftur til Íslands. Hann er 196 sm að hæð og leikur sem skotbakvörður. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×