Hlýjasti júlímánuður aldarinnar á Norður- og Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 17:16 Veðrið hefur leikið við Akureyringa og nærsveitunga í júlí. Vísir Yfirstandandi júlímánuður er sá hlýjasti sem mælst hefur á Norður- og Austurlandi á þessari öld. Hið sama á við um Miðhálendið en óvenjuhlýtt hefur verið í landshlutunum að undanförnu. Aðra sögu er að segja í Reykjavík en aðeins hafa mælst 64,3 sólskinsstundir í borginni það sem af er þessum mánuði eða um 50 færri en í meðalári. Frá þessu greinir Trausti Jónsson veðurfræðingur í nýrri samantekt sinni. Fyrstu 20 daga júlímánaðar hefur meðalhiti á Akureyri mælst 14,4 stig sem er meira en einu stigi hærra en áður hefur sést. Er hiti nú 3,5 stigum fyrir ofan meðalhita síðustu tíu ára. Óvenjuþurrt í veðri Meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar í Reykjavík er 11,1 stig. Er það 0,2 stigum fyrir neðan meðalhita síðustu tíu ára og um að ræða fjórtánda hlýjasta júlímánuð á öldinni. Hlýjasta veðurstöð landsins er nú við Upptyppinga í Ódáðahrauni þar sem meðalhiti hefur verið 14,8 stig það sem af er júlímánuði. Að sögn Trausta er óvenjulegt að hlýjast sé á hálendinu. Þurrt hefur verið í veðri og úrkoma í Reykjavík mælist 7,9 mm í júlí. Það er aðeins fimmtungur af meðallagi og hefur aðeins tvisvar mælst jafnlítil eða minni úrkoma sömu daga á þessari öld. Ekki hefur þó verið jafnþurrt alls staðar suðvestan- og vestanlands og í Reykjavík. Úrkoma á Akureyri mælist 2,4 mm og hefur mjög sjaldan verið minni þessa sömu daga. Veður Tengdar fréttir Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. 20. júlí 2021 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Aðra sögu er að segja í Reykjavík en aðeins hafa mælst 64,3 sólskinsstundir í borginni það sem af er þessum mánuði eða um 50 færri en í meðalári. Frá þessu greinir Trausti Jónsson veðurfræðingur í nýrri samantekt sinni. Fyrstu 20 daga júlímánaðar hefur meðalhiti á Akureyri mælst 14,4 stig sem er meira en einu stigi hærra en áður hefur sést. Er hiti nú 3,5 stigum fyrir ofan meðalhita síðustu tíu ára. Óvenjuþurrt í veðri Meðalhiti fyrstu 20 daga júlímánaðar í Reykjavík er 11,1 stig. Er það 0,2 stigum fyrir neðan meðalhita síðustu tíu ára og um að ræða fjórtánda hlýjasta júlímánuð á öldinni. Hlýjasta veðurstöð landsins er nú við Upptyppinga í Ódáðahrauni þar sem meðalhiti hefur verið 14,8 stig það sem af er júlímánuði. Að sögn Trausta er óvenjulegt að hlýjast sé á hálendinu. Þurrt hefur verið í veðri og úrkoma í Reykjavík mælist 7,9 mm í júlí. Það er aðeins fimmtungur af meðallagi og hefur aðeins tvisvar mælst jafnlítil eða minni úrkoma sömu daga á þessari öld. Ekki hefur þó verið jafnþurrt alls staðar suðvestan- og vestanlands og í Reykjavík. Úrkoma á Akureyri mælist 2,4 mm og hefur mjög sjaldan verið minni þessa sömu daga.
Veður Tengdar fréttir Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. 20. júlí 2021 20:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. 20. júlí 2021 20:17