Stefnubreyting hjá Volkswagen Group Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2021 07:01 Herbert Diess. Volkswagen kynnti á dögunum nýja stefnu fyrir Volkswagen samsteypuna. Volkswagen skilgreinir sig nú sem hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á vörumerkin sín og tækni grundvöll sem með samlegðaráhrifum eflir og opnar nýjar leiðir í átt að nýjum tekjustraumum. „Við settum okkur markmið um að verða leiðandi á heimsvísu í rafknúnum ökutækjum og við erum komin vel á veg,“ sagði Herbert Diess forstjóri Volkswagen Group við kynningu á stefnunni. Stefnan ber nafnið New Auto og á að vera leiðarljós fyrir Volkswagen til ársins 2030. „Næstu róttæku breytingar verða byggðar á hugbúnaði og munu stuðla að auknu öryggi, snjallari og að endingu sjálfkeyrandi bílum. Þetta hefur þá þýðingu fyrir okkur að tækni, hraði og skölun mun skipta meira máli en í dag. Framtíðin er björt fyrir bílaiðnaðinn!“ bætti Diess við. Markmið Volkswagen Group eru að auka rekstraravöxtun í sölu fyrir árið 2025 úr 7-8% í 8-9% sem er grunnurinn að nýjum markmiðum. Volkswagen hefur eyrnamerkt 73 milljarða evra (um 10.686 milljarða króna) til að þróa tæknilausnir framtíðarinnar frá 2021 til og með 2025. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun Volkswagen í framtíðinni. Vistvænir bílar Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
„Við settum okkur markmið um að verða leiðandi á heimsvísu í rafknúnum ökutækjum og við erum komin vel á veg,“ sagði Herbert Diess forstjóri Volkswagen Group við kynningu á stefnunni. Stefnan ber nafnið New Auto og á að vera leiðarljós fyrir Volkswagen til ársins 2030. „Næstu róttæku breytingar verða byggðar á hugbúnaði og munu stuðla að auknu öryggi, snjallari og að endingu sjálfkeyrandi bílum. Þetta hefur þá þýðingu fyrir okkur að tækni, hraði og skölun mun skipta meira máli en í dag. Framtíðin er björt fyrir bílaiðnaðinn!“ bætti Diess við. Markmið Volkswagen Group eru að auka rekstraravöxtun í sölu fyrir árið 2025 úr 7-8% í 8-9% sem er grunnurinn að nýjum markmiðum. Volkswagen hefur eyrnamerkt 73 milljarða evra (um 10.686 milljarða króna) til að þróa tæknilausnir framtíðarinnar frá 2021 til og með 2025. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun Volkswagen í framtíðinni.
Vistvænir bílar Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent