Íslenski boltinn

Óli Jóh krækir í nafna sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur hefur styrkt FH-liðið með einum leikmanni.
Ólafur hefur styrkt FH-liðið með einum leikmanni. Vísir/Bára Dröfn

FH hefur samið við varnarmanninn Ólaf Guðmundsson en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. FH staðfesti félagaskiptin í kvöld.

Ólafur er fæddur árið 2002 en hann hefur leikið með Grindavík í sumar í Lengjudeildinni. Hefur hann leikið alla ellefu leiki liðsins til þessa.

Á síðustu leiktíð var Ólafur lánaður til Keflavíkur þar sem hann spilaði einnig þrjá leiki í Lengjudeildinni en hann á ekki leiki að baki í efstu deild karla.

Hann getur bæði leikið sem vinstri bakvörður og miðvörður en hann hefur skrifað undir samning út árið 2023.

Ólafur Jóhannesson og lærisveinar í FH eru nú staddir á Írlandi þar sem þeir spila við Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu á morgun.

Ólafur er ekki með liðinu þar enda ekki löglegur en gæti spilað sinn fyrsta leik með FH-liðinu á sunnudag er þeir mæta Fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×