Sér hvað listamenn sem hún vinnur með eru ástríðufullir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2021 14:30 Esther Þorvaldsdóttir hefur starfað á flestum sviðum tónlistarbransans. Hún rekur fyrirtæki sem sinnir allskonar verkefnum innan menningargeirans eins og t.d PR- & kynningarmál, almenna ráðgjöf, styrkjaumsóknir og tónleikahald svo eitthvað sé nefnt. Aðsend Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar. „Um leið og ég kaupi þetta fyrirtæki fæ ég símhringingu og mér er boðið starf hjá Senu. Á þessum tíma er Sena með tónlistarútgáfu, viðburði og margt fleira,“ segir Esther en hún hóf störf hjá Senu árið 2016. Esther er fyrrverandi kynningarstjóri Senu og Sena Live. Hún rekur einnig eigið fyrirtæki sem sinnir allskonar verkefnum innan menningargeirans eins og til dæmis PR- og kynningarmál, almenna ráðgjöf, styrkjaumsóknir og tónleikahald svo eitthvað sé nefnt. „En þarna er ég á sama tíma að vinna hjá South by SouthWest og er bara í viðburðahaldinu og ekki í kynningarmálunum,“ segir Esther. South by SouthWest er tónleikahátíð sem fram fer árlega í Austin, höfuðborg Texas, í Bandaríkjunum. Esther hefur komið að tónleikahaldi og markaðssetningu fyrir ýmsa heimsþekkta listamenn, þar á meðal Justin Bieber og Red Hot Chili Peppers. Hún segir frá því í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði hvað það sé áhugavert að sjá hvað listamenn eru misástríðufullir. „Maður finnur það oft með listamenn sem maður er að vinna með hverjir eru ástríðufullir og „hands on“ listamenn. Red Hot Chili Peppers eru það og það var mjög góður andi,“ segir Esther en hún sá um markaðssetningu tónleika þeirra hér á landi á samfélagsmiðlum sveitarinnar. „Listamenn geta spáð mikið í öllu sem við kemur því þú getur ekki bara verið að semja tónlist. Ef þú ætlar að lifa á því geturðu ekki bara samið og spilað tónlist. Þú verður að huga að markaðsmálum og kynningarmálum og bissnessinum í kring um þetta. Það eru þeir listamenn sem hugsa hvað mest um þetta sem heildarmynd sem gengur hvað best.“ Þáttinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Bransakjaftæði Tengdar fréttir „Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31 Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32 Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. 23. júní 2021 14:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Um leið og ég kaupi þetta fyrirtæki fæ ég símhringingu og mér er boðið starf hjá Senu. Á þessum tíma er Sena með tónlistarútgáfu, viðburði og margt fleira,“ segir Esther en hún hóf störf hjá Senu árið 2016. Esther er fyrrverandi kynningarstjóri Senu og Sena Live. Hún rekur einnig eigið fyrirtæki sem sinnir allskonar verkefnum innan menningargeirans eins og til dæmis PR- og kynningarmál, almenna ráðgjöf, styrkjaumsóknir og tónleikahald svo eitthvað sé nefnt. „En þarna er ég á sama tíma að vinna hjá South by SouthWest og er bara í viðburðahaldinu og ekki í kynningarmálunum,“ segir Esther. South by SouthWest er tónleikahátíð sem fram fer árlega í Austin, höfuðborg Texas, í Bandaríkjunum. Esther hefur komið að tónleikahaldi og markaðssetningu fyrir ýmsa heimsþekkta listamenn, þar á meðal Justin Bieber og Red Hot Chili Peppers. Hún segir frá því í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði hvað það sé áhugavert að sjá hvað listamenn eru misástríðufullir. „Maður finnur það oft með listamenn sem maður er að vinna með hverjir eru ástríðufullir og „hands on“ listamenn. Red Hot Chili Peppers eru það og það var mjög góður andi,“ segir Esther en hún sá um markaðssetningu tónleika þeirra hér á landi á samfélagsmiðlum sveitarinnar. „Listamenn geta spáð mikið í öllu sem við kemur því þú getur ekki bara verið að semja tónlist. Ef þú ætlar að lifa á því geturðu ekki bara samið og spilað tónlist. Þú verður að huga að markaðsmálum og kynningarmálum og bissnessinum í kring um þetta. Það eru þeir listamenn sem hugsa hvað mest um þetta sem heildarmynd sem gengur hvað best.“ Þáttinn má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði Tengdar fréttir „Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31 Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32 Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. 23. júní 2021 14:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31
Eins og að kaupa lottómiða Tónlistarkonan Hildur hefur sótt þónokkur lagasmíða „workshop“ erlendis þar sem hún vinnur með fólki frá öllum heimshornum að tónlistarsköpun. Hún segir að mörg af þessum lögum líti aldrei dagsins ljós. 30. júní 2021 13:32
Varð umboðsmaður Kaleo fyrir tilviljun Sindri Ástmarsson hafði starfað sem plötusnúður og útvarpsmaður í dágóðan tíma þegar hann vildi leita á ný mið. Áður en hann vissi af var hann orðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. 23. júní 2021 14:30