Lífið

Ein dýrasta steik í heimi: „Þið verðið að prufa þetta einu sinni yfir ævina“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Hin eini sanni BBQ kóngur sýnir hvernig framreiða á dýrindis forrétt úr einni dýrustu steik sem völ er á. Wagyu A5. 
Hin eini sanni BBQ kóngur sýnir hvernig framreiða á dýrindis forrétt úr einni dýrustu steik sem völ er á. Wagyu A5.  Skjáskot

„Þetta er er Wagyu A5 - Ein dýrasta steik í heimi. Ribeye sem kostar 39.900 kílóið. Ég hef einu sinni smakkað þetta áður og þetta gjörsamlega bráðnar upp í munninum á okkur. Þið verðið að prufa þetta einu sinni yfir ævina Þetta er mitt uppáhald!“

Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýnir áhorfendum hvernig hann útbýr einfaldan forrétt úr steikinni Wagyu A5.

Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.

Verði ykkur að góðu!

Klippa: BBQ kóngurinn - Wagyu ribeye

Einfaldur forréttur úr Wagyu AF

  • Wagyu ribeye A5:
    • Vorlaukur
    • Chili
    • Sesamfræ
  • Ponzu:
    • 50 ml soja
    • 50 ml sítrónusafi
    • 25 ml mirin

Aðferð: 

  1. Kyndið grillið í botn
  2. Blandið smana Ponzu sósu í skál
  3. Skerið vorlauk og chili í þunnar sneiðar
  4. Grillið kjötið í 30 sekúndur til mínútu á hverri hlið
  5. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og stráið Ponzu, vorlauk, chili og sesamfræum yfir

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.

Fyllt grísalund með döðlum og brie í beikonteppi

Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati

Úrbeinað og fyllt lambalæri



Tengdar fréttir

BBQ kóngurinn: Þríhyrningssteik með pico de gallo

„Ég er búinn að vera að vinna svolítið með ódýra vöðvar hérna heima og smakka þá alla. Rosalega gott kjöt ef maður sker það rétt. Þvert yfir vöðvaþræðina, þunnar sneiðar. Gott og bragðmikið!,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn á Stöð 2. 

Kjöthitamælirinn lykilatriði þegar kemur að grillmat

„Hún kom líka bara mikið betur út en ég þorði að vona. Þegar maður er með frábært teymi í kringum sig þá verða hlutirnir góðir,“ segir Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×