Banna sundhettur fyrir hár svartra á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 16:40 Alice Dearing má ekki nota sundhettu á Ólympíuleikunum í Tókýó sem er sérhönnuð fyrir svart sundfólk. Getty/Clive Rose/ Það er ekki sama hvaða sundhettu þú mætir með á Ólympíuleikana í Tókýó. Alþjóðasundsambandið hefur bannað ákveðna gerð sundhetta sem var ætlað til að hjálpa sundfólki með þykkt og mikið hár. Rök Alþjóðasambandsins fyrir banni sínu eru meðal annars að þessar sérhönnuðu sundhettur fylgi ekki eðlilegu formi höfuðsins. Aðrir sjá þetta ekki sem neitt annað en kynþáttafordóma. Black swimmers "disappointed and heartbroken" by decision to ban swimming cap from Olympics that's made to cover their hair https://t.co/KuXrLCQEWf— BBC News (World) (@BBCWorld) July 2, 2021 Sundhetturnar eru hannaðar af Soul Cap sem er fyrirtæki í eigu blökkumanna og hannaðar með svart fólk í huga. Þær voru hannaðar til að ráða betur við hár svarta sem er oft þykkara og umfangsmeira en hjá öðru sundfólki. Sundhetturnar eru mun stærri til að geta rúmað þykkari og meira hár.Getty/Kristin Palitza Sundkonan Alice Dearing, sem verður fyrsta svarta sundkonan til að keppa fyrir Breta á Ólympíuleikum, var áður í samvinnu við Soul Cap fyrirtækið í hönnuninni á sundhettunni. Svart sundfólk hefur hingað til verið í miklum minnihluti á stórmótum og reglugerðir sem þessi hjálpa ekki til að breyta því. FINA sagði ekki aðeins að umræddar sundhettur fylgi ekki náttúrulegu formi höfuðsins heldur einnig að eftir þeirra bestu vitneskju þá þurfi sundfólk á alþjóðlegum mótum ekki að nota sundhettur af þessari stærð og gerð. Þau hafi ekki gert það hingað til. Swim caps for Afro hair banned unsuitable for Olympics as not following the natural form of the head Who deemed White head/hair the natural form? White Supremacy is defining everything by Whiteness to the exclusion of othersCan you believe the Caucacity? #ThisIsWhyIResist https://t.co/3PzB5O2ZHs— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) June 30, 2021 Þessi ákvörðun hefur strax skiljanlega kallað á hörð viðbrögð frá samtökum blökkumanna sem þykir enn eitt dæmið um misrétti í garð þeirra. Danielle Obe, stofnandi sundsambands svartra, segir þetta mál vera dæmi um misrétti í íþróttinni. „Við teljum að þetta sýni og sanni skort á fjölbreytni í sportinu. Sundsambandið þarf að geta betur,“ sagði Danielle Obe. Obe segir að hinar venjulegu sundhettur séu hannaðar fyrir hár hvítra en þær henti ekki afróhári sem vex upp og ögrar oft þyngdaraflinu. Thank you to all the swimmers who have given their thoughts and experiences when it comes to the barriers to swimming - it's time for change #SwimForAll https://t.co/bw9Ytyi0Hk— SOUL CAP (@soulcapofficial) July 2, 2021 Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira
Rök Alþjóðasambandsins fyrir banni sínu eru meðal annars að þessar sérhönnuðu sundhettur fylgi ekki eðlilegu formi höfuðsins. Aðrir sjá þetta ekki sem neitt annað en kynþáttafordóma. Black swimmers "disappointed and heartbroken" by decision to ban swimming cap from Olympics that's made to cover their hair https://t.co/KuXrLCQEWf— BBC News (World) (@BBCWorld) July 2, 2021 Sundhetturnar eru hannaðar af Soul Cap sem er fyrirtæki í eigu blökkumanna og hannaðar með svart fólk í huga. Þær voru hannaðar til að ráða betur við hár svarta sem er oft þykkara og umfangsmeira en hjá öðru sundfólki. Sundhetturnar eru mun stærri til að geta rúmað þykkari og meira hár.Getty/Kristin Palitza Sundkonan Alice Dearing, sem verður fyrsta svarta sundkonan til að keppa fyrir Breta á Ólympíuleikum, var áður í samvinnu við Soul Cap fyrirtækið í hönnuninni á sundhettunni. Svart sundfólk hefur hingað til verið í miklum minnihluti á stórmótum og reglugerðir sem þessi hjálpa ekki til að breyta því. FINA sagði ekki aðeins að umræddar sundhettur fylgi ekki náttúrulegu formi höfuðsins heldur einnig að eftir þeirra bestu vitneskju þá þurfi sundfólk á alþjóðlegum mótum ekki að nota sundhettur af þessari stærð og gerð. Þau hafi ekki gert það hingað til. Swim caps for Afro hair banned unsuitable for Olympics as not following the natural form of the head Who deemed White head/hair the natural form? White Supremacy is defining everything by Whiteness to the exclusion of othersCan you believe the Caucacity? #ThisIsWhyIResist https://t.co/3PzB5O2ZHs— Dr Shola Mos-Shogbamimu (@SholaMos1) June 30, 2021 Þessi ákvörðun hefur strax skiljanlega kallað á hörð viðbrögð frá samtökum blökkumanna sem þykir enn eitt dæmið um misrétti í garð þeirra. Danielle Obe, stofnandi sundsambands svartra, segir þetta mál vera dæmi um misrétti í íþróttinni. „Við teljum að þetta sýni og sanni skort á fjölbreytni í sportinu. Sundsambandið þarf að geta betur,“ sagði Danielle Obe. Obe segir að hinar venjulegu sundhettur séu hannaðar fyrir hár hvítra en þær henti ekki afróhári sem vex upp og ögrar oft þyngdaraflinu. Thank you to all the swimmers who have given their thoughts and experiences when it comes to the barriers to swimming - it's time for change #SwimForAll https://t.co/bw9Ytyi0Hk— SOUL CAP (@soulcapofficial) July 2, 2021
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira