Óli Jóh hefur ekki unnið gamla lærisvein sinn í síðustu sjö leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 14:01 Ólafur Jóhannesson og Heimur Guðjónsson hafa mæst oft á síðustu árum. Samsett/Daníel/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson hefur tvisvar tekið við mjög góðu búi af Ólafi Jóhannessyni en það er líka langt síðan að Ólafur hefur unnið hann í deildarleik. Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson mætast í kvöld sem þjálfarar Vals og FH þegar liðin mætast í fyrsta leik elleftu umferðar Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þeir hafa áður mæst í innbyrðis leik þessara liða en þjálfuðu þá hitt liðið, Heimir lið FH og Ólafur lið Vals. Nú er Heimir með Valsliðið en Ólafur nýtekinn aftur við FH-liðinu. Það þarf að fara meira en sex ár aftur í tímann til að finna leik þar sem Ólafur Jóhannesson hafði síðast betur á móti Heimi Guðjónssyni í Pepsi Max deildinni. Það var í leik Vals og FH 17. maí 2015. Valur vann þá 2-0 sigur þökk sé tveimur mörkum Sigurðar Egils Lárussonar. Það var í fyrsta sinn sem Ólafur stýrði liði á móti FH síðan að hann hætti haustið 2007 eftir að hafa unnið fjóra fyrstu stóru titla félagsins. Heimir tók við af Ólafi og FH vann sex stóra titla til viðbótar undir hans stjórn. Ólafur tók við Val sumarið 2015 og undir hans stjórn vann Hlíðarendaliðið fjóra stóra titla á fyrstu fjórum tímabilunum. Ólafur hætti með Valsmenn eftir 2019 tímabilið og Heimir tók við. Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum á fyrsta ári alveg eins og hann hafði gert þegar hann tók við FH liðinu af Ólafi fyrir 2008 tímabilið. En frá þessum leik á Hlíðarenda í byrjun fyrsta tímabils Ólafs með Valsmenn þá hefur lítið gengið í leikjunum á móti hans gamla lærisveini. Þetta eru núna orðnir sjö deildarleikir í röð þar sem Ólafur hefur ekki náð að fagna sigri á móti Heimi og stigin eru 15-3, Heimi í vil í þessum sjö leikjum. Leikur Vals og FH hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 18.45 og eftir leikinn gerir Pepsi Max Stúkan hann upp á Stöð 2 Sport. Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7 Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson mætast í kvöld sem þjálfarar Vals og FH þegar liðin mætast í fyrsta leik elleftu umferðar Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Þeir hafa áður mæst í innbyrðis leik þessara liða en þjálfuðu þá hitt liðið, Heimir lið FH og Ólafur lið Vals. Nú er Heimir með Valsliðið en Ólafur nýtekinn aftur við FH-liðinu. Það þarf að fara meira en sex ár aftur í tímann til að finna leik þar sem Ólafur Jóhannesson hafði síðast betur á móti Heimi Guðjónssyni í Pepsi Max deildinni. Það var í leik Vals og FH 17. maí 2015. Valur vann þá 2-0 sigur þökk sé tveimur mörkum Sigurðar Egils Lárussonar. Það var í fyrsta sinn sem Ólafur stýrði liði á móti FH síðan að hann hætti haustið 2007 eftir að hafa unnið fjóra fyrstu stóru titla félagsins. Heimir tók við af Ólafi og FH vann sex stóra titla til viðbótar undir hans stjórn. Ólafur tók við Val sumarið 2015 og undir hans stjórn vann Hlíðarendaliðið fjóra stóra titla á fyrstu fjórum tímabilunum. Ólafur hætti með Valsmenn eftir 2019 tímabilið og Heimir tók við. Heimir gerði Val að Íslandsmeisturum á fyrsta ári alveg eins og hann hafði gert þegar hann tók við FH liðinu af Ólafi fyrir 2008 tímabilið. En frá þessum leik á Hlíðarenda í byrjun fyrsta tímabils Ólafs með Valsmenn þá hefur lítið gengið í leikjunum á móti hans gamla lærisveini. Þetta eru núna orðnir sjö deildarleikir í röð þar sem Ólafur hefur ekki náð að fagna sigri á móti Heimi og stigin eru 15-3, Heimi í vil í þessum sjö leikjum. Leikur Vals og FH hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 18.45 og eftir leikinn gerir Pepsi Max Stúkan hann upp á Stöð 2 Sport. Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7
Deildarleikir milli liða Heimis Guðjónssonar og Ólafs Jóhannessonar: 2020 - Ólafur með Stjörnuna, Heimir með Val 5-1 sigur Vals í Garðabænum (Heimir) 21. september 0-0 jafntefli á Hlíðarenda 13. júlí 2017 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) 8. ágúst 1-1 jafntefli á Hlíðarenda 15. maí 2016 - Ólafur með Val, Heimir með FH 1-1 jafntefli í Kaplakrika 18. september 1-0 sigur FH (Heimir) á Hlíðarenda 16. júni 2015 - Ólafur með Val, Heimir með FH 2-1 sigur FH (Heimir) í Kaplakika 5. ágúst 2-0 sigur Vals (Ólafur) á Hlíðarenda 17. maí Samtals tölfræðin Samtals Sigrar liða Heimis: 4 (15 stig) Jafntefli: 3 Sigrar liða Ólafs: 1 (6 stig) Mörk liða Heimis: 12 Mörk liða Ólafs: 7
Pepsi Max-deild karla Valur FH Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira