Áfram spáð auknum leysingum í hlýindum norðan- og austantil Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 07:08 Mikill flaumur er nú í mörgum ám á Norðurlandi. Vísir/Erla Björg Veðurspá gerir ráð fyrir að á vestanverðu landinu, þar sem sólin er á bak við ský, verði frekar svalt í veðri í dag og átta til þrettán gráðu hiti. Áfram verður þó sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. Reikna má með sunnan og suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en tíu til fimmtán við fjöll á norðan- og norðvestanverðu landinu í fyrstu. Þokusúld eða rigning með köflum vestanlands en léttskýjað austanlands. Áfram er spáð er auknum leysingum í hlýindum á norðan- og austanverðu landinu. Má því búast við auknu vatnsrennsli og hækkun vatnsborðs í ám og lækjum, sér í lagi þar sem hlýtt er í veðri og snjór til fjalla. Mikið rennsli er nú í ám sem renna í Eyjafjörðinn og Hörgá og Fnjóská flæðir yfir bakka sína. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að um helgina líti út fyrir að létti til vestanlands og verði sólríkt jafnvel þar. Má reikna með hita, fimmtán til 22 stigum þá, þó að líkur séu á stöku skúrum á víð og dreif. Líkur eru á þoku við sjávarsíðuna um allt landið á morgun og heldur svalara á austanverðu landinu. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 15 til 22 stig, en svalara við sjávarsíðuna. Á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokusúld við ströndina, einkum austantil. Líkur á stöku skúrum og áfram hlýtt í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokuloft við austurströndina og stöku skúrir á víð og dreif. Hiti víða 10 til 19 stig. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu og bjart með köflum, en líkur á þoku við svávarsíðuna. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Reikna má með sunnan og suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en tíu til fimmtán við fjöll á norðan- og norðvestanverðu landinu í fyrstu. Þokusúld eða rigning með köflum vestanlands en léttskýjað austanlands. Áfram er spáð er auknum leysingum í hlýindum á norðan- og austanverðu landinu. Má því búast við auknu vatnsrennsli og hækkun vatnsborðs í ám og lækjum, sér í lagi þar sem hlýtt er í veðri og snjór til fjalla. Mikið rennsli er nú í ám sem renna í Eyjafjörðinn og Hörgá og Fnjóská flæðir yfir bakka sína. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að um helgina líti út fyrir að létti til vestanlands og verði sólríkt jafnvel þar. Má reikna með hita, fimmtán til 22 stigum þá, þó að líkur séu á stöku skúrum á víð og dreif. Líkur eru á þoku við sjávarsíðuna um allt landið á morgun og heldur svalara á austanverðu landinu. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 15 til 22 stig, en svalara við sjávarsíðuna. Á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokusúld við ströndina, einkum austantil. Líkur á stöku skúrum og áfram hlýtt í veðri. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokuloft við austurströndina og stöku skúrir á víð og dreif. Hiti víða 10 til 19 stig. Á miðvikudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu og bjart með köflum, en líkur á þoku við svávarsíðuna. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira