Lífið

Sony greiddi milljónir í sekt vegna hegðunar Quarashi í Tókýó

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Steinar Fjeldsted er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum. Hann rekur nú vefinn Albumm.is en fréttirnar birtast einnig hér á Vísi. 
Tónlistarmaðurinn Steinar Fjeldsted er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum. Hann rekur nú vefinn Albumm.is en fréttirnar birtast einnig hér á Vísi.  Vísir/Á rúntinum

„Ég hef verið í tónlist frá því ég var ellefu ára og gerði lag fyrir kvikmyndina Veggfóður þegar ég var fjórtán ára,“ segir Steinar Fjeldsted, sem margir þekkja best sem Steina úr Quarashi. Hann fékk tónlistaráhugann snemma og byrjaði níu ára að hlusta á rapp. 

Hljómsveitin Quarashi var um tíma sú allra vinsælasta hér á landi. Fóru þeir meðal annars á tónleikaferðalag um allan heim og komu líka fram með Guns N' Roses, Eminem og fleiri stórum nöfnum. Quarashi þýðir sinnep á japönsku en hljómsveitin komst ekki að því fyrr en þeir spiluðu í Japan í fyrsta skipti.

„Ég vissi það ekkert þegar ég fann upp á nafninu,“ segir Steini um tenginguna. „Þetta er rosaleg tilviljun.“

Steini er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Í þættinum segir hann frá raunverulegu ástæðunni á bak við nafnið Quarashi og tengist það matvörum á engan hátt. '

„Quarashi er eftirnafnið á Muhamed spámanni, hann var kallaður það, Muhamed Quarashi. Það þýðir sko yfirnáttúrulegt, sjúklega djúpt.“

Í viðtalinu talar Steini um Quarashi tímabilið og segir frá því þegar hljómsveitarmeðlimir komu sér í vandræði með því að drepa rándýra fiska á hóteli í Japan. Auðvitað kemur líka óvæntur leynigestur í heimsókn eins og venjulega. 

Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Á rúntinum - Steinar Fjeldsted

Tengdar fréttir

Erpur segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið

Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. Erpur hefur oft verið kallaður pabbi rappsins á Íslandi og hefur átt farsælan feril einn og með Rottweiler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×