Styrmir Snær fékk frí í beinni útsendingu í morgun til að skjótast til Hawaii Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 14:15 Styrmir Snær Þrastarson gefur ungum aðdáanda eiginhandarátritun eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Vísir/ÓskarÓ Þórsarinn Styrmir Snær Þrastarson var í lykilhlutverki þegar Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið á föstudaginn var. Næst á dagskrá er að ákveða með hvaða skóla hann ætlar að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum á næsta ári. Fjölmargir bandarískir skólar vilja fá unga Þórsarann til sín og næst á dagskrá er að fara í skoðunferð um þessa skóla sem eru víðs vegar um Bandaríkin. Styrmir sló í gegn í deildarkeppni Domino's deildarinnar í körfubolta í vetur og skilaði síðan enn meiru til Þórsliðsins í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði 15,5 stig, tók 6,3 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar í leik. Ekki slæmt fyrir strák sem fékk lítið sem ekkert að spila með liðinu í fyrra. „Ég hafði aldrei unnið neitt, hvorki í yngri flokkum né meistaraflokk þannig að þetta var svolítið sérstakt,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson í byrjun viðtalsins við Gunnlaug Helgason og Lilju Katrínu, í Bítinu á Bylgjunni. Tók vaxtarkipp í tíunda bekk „Ég spilaði alltaf í neðri deildum í yngri flokkum og var ekkert rosalega góður þegar ég var yngri. Svo tók ég vaxtarkipp þegar ég var í tíunda bekk og þá fóru hlutirnir að gerast,“ sagði Styrmir Snær. Þór vann fyrstu tvo leikina en tapaði síðan í þriðja leiknum í Keflavík. Það fór þó ekkert um leikmenn liðsins. „Nei, við vissum að við værum að fara heim og ég hafði fulla trú á því að við myndum klára þetta,“ sagði Styrmir og stemmningin í Þorlákshöfn eftir að titilinn vannst. „Hún var mögnuð og það er svolítið erfitt að ná sér niður. Sérstaklega eftir helgina af því það var partýstand í Þorlákshöfn alla helgina og er eflaust ennþá í gangi í dag,“ sagði Styrmir. Hann virkaði rólegur í viðtalinu en er þá búinn að ná sér niður á jörðina? „Ég myndi kannski segja að ég væri bara mjög þreyttur og ég held að það sé aðalástæðan. Þetta var mjög gaman,“ sagði Styrmir. Þórsarar eru eins og önnur lið búin að ganga í gegn ýmislegt á tímum kórónuveirunnar. Það hefur verið spilað þétt eftir áramót og Þórsliðið hefur spilað hátt í fjörtíu leiki síðan í janúar. Hefur vigtað ofan í sig matinn síðan í október „Ég held að hugarfarið sé það sem skiptir mestu máli og sérstaklega á svona tímabili. Ég er með frábæra liðsfélaga og þjálfara sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta. Varðandi mataræðið þá byrjaði ég hjá Inga Torfa (Sveinssyni) í ITS Macros og hann hjálpaði mér rosalega mikið að koma mér í stand. Það er aðallykillinn að velgengni minni í vetur,“ sagði Styrmir sem byrjaði að vigta ofan í sig matinn í október í fyrra. Styrmir er enn bara nítján ára gamall og honum finnst að fleiri ungir leikmenn ættu að spá meira í mataræðið sitt. „Það mættu fleiri gera það, sérstaklega íþróttamenn sem ætla sér langi, því þeir þurfa þá að fara að huga strax að þessu. Þetta er það mikilvægasta í íþróttum,“ sagði Styrmir sem viðurkennir að hann sé hjátrúarfullur. Tilboð frá Hawaii, Norður Karólínu og New York „Ég er alltaf á sama stað í klefanum og geri alltaf það sama á leikdögum. Af þú talaðir um snúð þá borðaði ég einu sinni snúð fyrir leik í vetur. Það komu alveg tíu leikir í röð þar sem ég borðaði snúð fimm klukkutímum fyrir leik. Þegar við töpuðum þá hætti ég að borða þennan snúð,“ sagði Styrmir hlæjandi. Hann mun vinna hjá Þorlákshafnarbæ í sumar en hvað með framhaldið? „Ég er búinn að fá alveg fullt af skólatilboðum og er að fara að huga að því hvað ég geri næst. Ég er búinn að fá tilboð frá Norður Karólínu og svo fékk ég líka tilboð frá Hawaii sem er mjög spennandi. Ég er líka búinn að fá tilboð frá New York, Connecticut og þar i kring,“ sagði Styrmir sem stefnir á það að fara að læra eitthvað íþróttatengt. Mamma og pabbi hafa mikinn áhuga Það koma margir skólar til greina og Styrmir er að fara til Bandaríkjanna til að skoða hvað er í boði á næstu dögum. „Ég býst við því að fara út til að skoða skóla í næstu viku eða þessari viku. Svo er ég með fullt af fagaðilum í Þorlákshöfn sem hjálpa mér og þá sérstaklega mömmu og pabba. Þau hafa mikinn áhuga á þessu og hjálpa mér mjög mikið í þessum málum,“ sagði Styrmir en fær hann frí í bæjarvinnunni til að fara í þetta ferðalag? „Svo er það önnur spurning. Ætli ég þurfi ekki að ræða það við Elliða,“ sagði Styrmir og Gulli Helga tók þá upp símann og hringdi í Elliða Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Gulli Helga hringdi í bæjarstjórann í Ölfusi Elliði svaraði en viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hlusta. „Við erum að hringja í þig til að biðja um frí fyrir Styrmi Snæ sem situr hérna hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur. Styrmir mun væntanlega fara til Hawaii í þessari ferð þar sem einn skóli þar vill fá hann. „Það er auðsótt. Ég horfði á Styrmi spila stórkostlegan leik og verða Íslandsmeistari á körfuboltavellinum. Ég fylgdist líka með honum til sex um morguninn og veit að hann þarf frí, sagði Elliði Vignisson léttur. Það má heyra þetta símtal og allt viðtalið við Styrmi hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Fjölmargir bandarískir skólar vilja fá unga Þórsarann til sín og næst á dagskrá er að fara í skoðunferð um þessa skóla sem eru víðs vegar um Bandaríkin. Styrmir sló í gegn í deildarkeppni Domino's deildarinnar í körfubolta í vetur og skilaði síðan enn meiru til Þórsliðsins í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði 15,5 stig, tók 6,3 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar í leik. Ekki slæmt fyrir strák sem fékk lítið sem ekkert að spila með liðinu í fyrra. „Ég hafði aldrei unnið neitt, hvorki í yngri flokkum né meistaraflokk þannig að þetta var svolítið sérstakt,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson í byrjun viðtalsins við Gunnlaug Helgason og Lilju Katrínu, í Bítinu á Bylgjunni. Tók vaxtarkipp í tíunda bekk „Ég spilaði alltaf í neðri deildum í yngri flokkum og var ekkert rosalega góður þegar ég var yngri. Svo tók ég vaxtarkipp þegar ég var í tíunda bekk og þá fóru hlutirnir að gerast,“ sagði Styrmir Snær. Þór vann fyrstu tvo leikina en tapaði síðan í þriðja leiknum í Keflavík. Það fór þó ekkert um leikmenn liðsins. „Nei, við vissum að við værum að fara heim og ég hafði fulla trú á því að við myndum klára þetta,“ sagði Styrmir og stemmningin í Þorlákshöfn eftir að titilinn vannst. „Hún var mögnuð og það er svolítið erfitt að ná sér niður. Sérstaklega eftir helgina af því það var partýstand í Þorlákshöfn alla helgina og er eflaust ennþá í gangi í dag,“ sagði Styrmir. Hann virkaði rólegur í viðtalinu en er þá búinn að ná sér niður á jörðina? „Ég myndi kannski segja að ég væri bara mjög þreyttur og ég held að það sé aðalástæðan. Þetta var mjög gaman,“ sagði Styrmir. Þórsarar eru eins og önnur lið búin að ganga í gegn ýmislegt á tímum kórónuveirunnar. Það hefur verið spilað þétt eftir áramót og Þórsliðið hefur spilað hátt í fjörtíu leiki síðan í janúar. Hefur vigtað ofan í sig matinn síðan í október „Ég held að hugarfarið sé það sem skiptir mestu máli og sérstaklega á svona tímabili. Ég er með frábæra liðsfélaga og þjálfara sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta. Varðandi mataræðið þá byrjaði ég hjá Inga Torfa (Sveinssyni) í ITS Macros og hann hjálpaði mér rosalega mikið að koma mér í stand. Það er aðallykillinn að velgengni minni í vetur,“ sagði Styrmir sem byrjaði að vigta ofan í sig matinn í október í fyrra. Styrmir er enn bara nítján ára gamall og honum finnst að fleiri ungir leikmenn ættu að spá meira í mataræðið sitt. „Það mættu fleiri gera það, sérstaklega íþróttamenn sem ætla sér langi, því þeir þurfa þá að fara að huga strax að þessu. Þetta er það mikilvægasta í íþróttum,“ sagði Styrmir sem viðurkennir að hann sé hjátrúarfullur. Tilboð frá Hawaii, Norður Karólínu og New York „Ég er alltaf á sama stað í klefanum og geri alltaf það sama á leikdögum. Af þú talaðir um snúð þá borðaði ég einu sinni snúð fyrir leik í vetur. Það komu alveg tíu leikir í röð þar sem ég borðaði snúð fimm klukkutímum fyrir leik. Þegar við töpuðum þá hætti ég að borða þennan snúð,“ sagði Styrmir hlæjandi. Hann mun vinna hjá Þorlákshafnarbæ í sumar en hvað með framhaldið? „Ég er búinn að fá alveg fullt af skólatilboðum og er að fara að huga að því hvað ég geri næst. Ég er búinn að fá tilboð frá Norður Karólínu og svo fékk ég líka tilboð frá Hawaii sem er mjög spennandi. Ég er líka búinn að fá tilboð frá New York, Connecticut og þar i kring,“ sagði Styrmir sem stefnir á það að fara að læra eitthvað íþróttatengt. Mamma og pabbi hafa mikinn áhuga Það koma margir skólar til greina og Styrmir er að fara til Bandaríkjanna til að skoða hvað er í boði á næstu dögum. „Ég býst við því að fara út til að skoða skóla í næstu viku eða þessari viku. Svo er ég með fullt af fagaðilum í Þorlákshöfn sem hjálpa mér og þá sérstaklega mömmu og pabba. Þau hafa mikinn áhuga á þessu og hjálpa mér mjög mikið í þessum málum,“ sagði Styrmir en fær hann frí í bæjarvinnunni til að fara í þetta ferðalag? „Svo er það önnur spurning. Ætli ég þurfi ekki að ræða það við Elliða,“ sagði Styrmir og Gulli Helga tók þá upp símann og hringdi í Elliða Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Gulli Helga hringdi í bæjarstjórann í Ölfusi Elliði svaraði en viðurkenndi að hann hafi ekki verið að hlusta. „Við erum að hringja í þig til að biðja um frí fyrir Styrmi Snæ sem situr hérna hjá okkur,“ sagði Gunnlaugur. Styrmir mun væntanlega fara til Hawaii í þessari ferð þar sem einn skóli þar vill fá hann. „Það er auðsótt. Ég horfði á Styrmi spila stórkostlegan leik og verða Íslandsmeistari á körfuboltavellinum. Ég fylgdist líka með honum til sex um morguninn og veit að hann þarf frí, sagði Elliði Vignisson léttur. Það má heyra þetta símtal og allt viðtalið við Styrmi hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira