Gamaldags þegar kemur að stefnumótum og trúir á ást við fyrstu sýn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. júní 2021 09:29 Pistlahöfundurinn Arna Pálsdóttir um ástina, stefnumótaheiminn, rómantíkina og þá eiginleika sem heilla hana upp úr Öskubuskuskónum. Gassi „Við höfum afskaplega litla stjórn þegar kemur að ástinni. Þú þvingar henni ekki upp á sambönd eða fólk og með sama skapi verður ekki við neitt ráðið þegar hún mætir á svæðið. Ástin kemur þegar hún á að koma.“ Þetta segir lögmaðurinn og pistlahöfundurinn Arna Pálsdóttir í viðtali við Makamál. Arna hefur hlotið mikla athygli fyrir skoðunarpistla skrif sín á Vísi þar sem hún hefur skrifað einlægt um ýmiskonar málefni, oftast þau sem standa hjartanu nær. Arna er lögmaður og pistlahöfundur. Hún á fjórar dætur og býr að eigin sögn í Paradís. Gassi Arna þykir sömuleiðis einstaklega hnyttin, skemmtileg og mikið orkubúnt, en útivist og hreyfing eiga hug hennar allan. Arna á fjórar dætur af fyrra sambandi og segist sjálf vera búsett í Paradís. Eftir frekari landafræðirannsókn komst blaðamaður að því að Paradísin hennar Örnu er að sjálfsögðu Álftanesið. „Sumarið leggst mjög vel í mig. Við mæðgur erum nýkomnar frá Spáni þar sem við nutum lífsins og sleiktum sólina í tíu daga. Framundan eru ferðalög um Ísland, gönguferðir og samvera með vinum og fjölskyldu. Þá er á dagskrá að fara til kóngsins Köben í júlí, að öllu óbreyttu.“ Þjáist af Öskubusku-heilkenni Hver er þín upplifun af stefnumótamenningunni? Er eitthvað til sem heitir stefnumótamenning hér á landi? „Já, það er örugglega eitthvað sem heitir stefnumótamenning hér eins og annars staðar en hún er eflaust allskonar.“ Margir eru inni á stefnumótaforritum sem er auðvitað nýtt, fyrir mér allavega. Ég er svo gamaldags og held mest upp á kaffibollann og göngutúrinn. Þegar kemur að stefnumótum segist Arna vera gamaldags en hún notar ekki stefnumótaforrit heldur kann best við að hittast yfir kaffibolla eða að fara í göngutúr.Gassi „Það kemur fyrir að ég fari í sparigallann, þykist vera pæja og kíki út á lífið en ég þjáist af svokölluðu Öskubusku heilkenni, er sem sagt næstum oftast komin heim fyrir miðnætti. Covid hentaði mér vel hvað það varðar!“ Stefnumót ekkert endilega leit eftir framtíðarmaka Arna segir það hafa komið sé töluvert á óvart hversu mikið fólk fer á stefnumót. Sjálf skildi hún fyrir tveimur árum síðan og hafi þá ekkert verið að hugsa út í þennan heim heldur tekið sér tíma í það að fóta sig í nýju lífi. Stefnumót þurfa ekkert endilega að vera leit eftir framtíðarmarka, heldur bara það að hitta aðra manneskju, spjalla og hafa gaman. Kannski verður eitthvað og kannski ekki. Í rauninni er mjög erfitt að hafa einhverjar væntingar til fyrstu stefnumóta ef um er að ræða fyrstu kynni fólks. Þannig að gott stefnumót fyrir mér er bara hittingur sem inniheldur kaffibolla, jafnvel tvo, og skemmtilegt spjall. Aðspurð segist Arna sjálf ekki hafa gert margar tilraunir til að bjóða mönnum á stefnumót og gengur í raun svo langt að segjast vera algjörlega „afleit þegar kemur að viðreynslu“. Má ekki rugla saman rómantík og væmni „Réttara sagt hef ég bara gert eina tilraun til að bjóða manni út og hún bar ekki einu sinni árangur! En til þess að njóta þess að fara á stefnumót held ég fyrst og fremst að maður þurfi að vera tilbúinn að fara út í þann heim.“ Eftir að ég skildi vildi ég gefa mér tíma í að lenda í þessu nýja lífi sem blasti við mér og gaf því kannski lítið færi á mér. En að lokum braut ég ísinn og skellti mér á stefnumót og ótrúlegt en satt þá lifði ég það af og ég skemmti mér konunglega! Hvað með rómantíkina. Finnst þér rómantík mikilvæg í samböndum? „Já, rómantík er nauðsynleg í samböndum en það er svo hvers og eins að skilagreina hvað er rómantík í þeirra huga. Svo má alls ekki rugla saman rómantík og væmni. Væmni getur verið tilgerðarleg en alvöru rómantík er laus við allt slíkt. Í mínum huga er oftast mesta rómantíkin falin í litlu hlutunum sem krefjast oft ekki mikils tíma né vinnu.“ Arna trúir á það sem hún kallar neista við fyrstu kynni. Gassi Trúir þú á ást við fyrstu sýn? „Ætli ég trúi ekki á eitthvað í þá átt. Ég myndi kannski frekar kalla það neista við fyrstu kynni. Stundum gerist það að þú kynnist einhverjum og strax við fyrstu kynni, kannski bara í fyrstu samskiptum þínum við viðkomandi veistu að þarna er eitthvað. Ástin er yndisleg og falleg viðbót við lífið en í grunninn þarf maður fyrst og fremst að geta eytt lífinu með sjálfum sér áður en maður getur eytt því með annarri manneskju. Ég er þakklát fyrir ástina sem ég hef fengið að upplifa í lífinu, gleðina og kennsluna sem henni fylgir. Við höfum afskaplega litla stjórn þegar kemur að ástinni. Þú þvingar henni ekki upp á sambönd eða fólk og með sama skapi verður ekki við neitt ráðið þegar hún mætir á svæðið. Ástin kemur þegar hún á að koma.“ Hér fyrir neðan deilir Arna því með lesendum hvað henni finnast heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: 1. Einlægni og húmor -Lífið er of stutt til að vera einhver annar en maður sjálfur. Það er heiðarleiki og traust í einlægninni sem er gulls ígildi. Þá er húmor nauðsynlegur og þá fyrst og fremst að geta hlegið af sjálfum sér. 2. Að vera trúr sjálfum sér -Það er svo mikill ávinningur í því. Að leiða með góðu fordæmi í orðum og gjörðum og koma fram af heilindum er sexí! 3. Heiðarleiki -Ekki of mikill samt. Ef ég er feit í þessum kjól þá má það alveg liggja milli hluta. 4. Hæfileg hvatvísi - Ég er sjálf mjög hvatvís þannig ég segi „hæfileg“ svo þetta fari ekki út í vitleysu! 5. Að hafa gaman af því sem maður er að gera í lífinu - Bæði í leik og starfi. OFF: 1. Minnimáttarkennd - En hún kemur gjarnan fram með því að tala aðra og annað niður. 2. Neikvæðni - Við ein berum ábyrgð á hugarfari okkar, við ættum því öll að geta gengið um með hálffull glös. 3. Tilgerð -Get ekki. 4. Yfirlæti, hroki og mikilmennskubrjálæði-Ekki kúl. 5. Að taka sjálfan sig of alvarlega - Æ, lífið er bara ekki svona alvarlegt. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Örnu á samfélagsmiðlum er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Arna hefur hlotið mikla athygli fyrir skoðunarpistla skrif sín á Vísi þar sem hún hefur skrifað einlægt um ýmiskonar málefni, oftast þau sem standa hjartanu nær. Arna er lögmaður og pistlahöfundur. Hún á fjórar dætur og býr að eigin sögn í Paradís. Gassi Arna þykir sömuleiðis einstaklega hnyttin, skemmtileg og mikið orkubúnt, en útivist og hreyfing eiga hug hennar allan. Arna á fjórar dætur af fyrra sambandi og segist sjálf vera búsett í Paradís. Eftir frekari landafræðirannsókn komst blaðamaður að því að Paradísin hennar Örnu er að sjálfsögðu Álftanesið. „Sumarið leggst mjög vel í mig. Við mæðgur erum nýkomnar frá Spáni þar sem við nutum lífsins og sleiktum sólina í tíu daga. Framundan eru ferðalög um Ísland, gönguferðir og samvera með vinum og fjölskyldu. Þá er á dagskrá að fara til kóngsins Köben í júlí, að öllu óbreyttu.“ Þjáist af Öskubusku-heilkenni Hver er þín upplifun af stefnumótamenningunni? Er eitthvað til sem heitir stefnumótamenning hér á landi? „Já, það er örugglega eitthvað sem heitir stefnumótamenning hér eins og annars staðar en hún er eflaust allskonar.“ Margir eru inni á stefnumótaforritum sem er auðvitað nýtt, fyrir mér allavega. Ég er svo gamaldags og held mest upp á kaffibollann og göngutúrinn. Þegar kemur að stefnumótum segist Arna vera gamaldags en hún notar ekki stefnumótaforrit heldur kann best við að hittast yfir kaffibolla eða að fara í göngutúr.Gassi „Það kemur fyrir að ég fari í sparigallann, þykist vera pæja og kíki út á lífið en ég þjáist af svokölluðu Öskubusku heilkenni, er sem sagt næstum oftast komin heim fyrir miðnætti. Covid hentaði mér vel hvað það varðar!“ Stefnumót ekkert endilega leit eftir framtíðarmaka Arna segir það hafa komið sé töluvert á óvart hversu mikið fólk fer á stefnumót. Sjálf skildi hún fyrir tveimur árum síðan og hafi þá ekkert verið að hugsa út í þennan heim heldur tekið sér tíma í það að fóta sig í nýju lífi. Stefnumót þurfa ekkert endilega að vera leit eftir framtíðarmarka, heldur bara það að hitta aðra manneskju, spjalla og hafa gaman. Kannski verður eitthvað og kannski ekki. Í rauninni er mjög erfitt að hafa einhverjar væntingar til fyrstu stefnumóta ef um er að ræða fyrstu kynni fólks. Þannig að gott stefnumót fyrir mér er bara hittingur sem inniheldur kaffibolla, jafnvel tvo, og skemmtilegt spjall. Aðspurð segist Arna sjálf ekki hafa gert margar tilraunir til að bjóða mönnum á stefnumót og gengur í raun svo langt að segjast vera algjörlega „afleit þegar kemur að viðreynslu“. Má ekki rugla saman rómantík og væmni „Réttara sagt hef ég bara gert eina tilraun til að bjóða manni út og hún bar ekki einu sinni árangur! En til þess að njóta þess að fara á stefnumót held ég fyrst og fremst að maður þurfi að vera tilbúinn að fara út í þann heim.“ Eftir að ég skildi vildi ég gefa mér tíma í að lenda í þessu nýja lífi sem blasti við mér og gaf því kannski lítið færi á mér. En að lokum braut ég ísinn og skellti mér á stefnumót og ótrúlegt en satt þá lifði ég það af og ég skemmti mér konunglega! Hvað með rómantíkina. Finnst þér rómantík mikilvæg í samböndum? „Já, rómantík er nauðsynleg í samböndum en það er svo hvers og eins að skilagreina hvað er rómantík í þeirra huga. Svo má alls ekki rugla saman rómantík og væmni. Væmni getur verið tilgerðarleg en alvöru rómantík er laus við allt slíkt. Í mínum huga er oftast mesta rómantíkin falin í litlu hlutunum sem krefjast oft ekki mikils tíma né vinnu.“ Arna trúir á það sem hún kallar neista við fyrstu kynni. Gassi Trúir þú á ást við fyrstu sýn? „Ætli ég trúi ekki á eitthvað í þá átt. Ég myndi kannski frekar kalla það neista við fyrstu kynni. Stundum gerist það að þú kynnist einhverjum og strax við fyrstu kynni, kannski bara í fyrstu samskiptum þínum við viðkomandi veistu að þarna er eitthvað. Ástin er yndisleg og falleg viðbót við lífið en í grunninn þarf maður fyrst og fremst að geta eytt lífinu með sjálfum sér áður en maður getur eytt því með annarri manneskju. Ég er þakklát fyrir ástina sem ég hef fengið að upplifa í lífinu, gleðina og kennsluna sem henni fylgir. Við höfum afskaplega litla stjórn þegar kemur að ástinni. Þú þvingar henni ekki upp á sambönd eða fólk og með sama skapi verður ekki við neitt ráðið þegar hún mætir á svæðið. Ástin kemur þegar hún á að koma.“ Hér fyrir neðan deilir Arna því með lesendum hvað henni finnast heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: 1. Einlægni og húmor -Lífið er of stutt til að vera einhver annar en maður sjálfur. Það er heiðarleiki og traust í einlægninni sem er gulls ígildi. Þá er húmor nauðsynlegur og þá fyrst og fremst að geta hlegið af sjálfum sér. 2. Að vera trúr sjálfum sér -Það er svo mikill ávinningur í því. Að leiða með góðu fordæmi í orðum og gjörðum og koma fram af heilindum er sexí! 3. Heiðarleiki -Ekki of mikill samt. Ef ég er feit í þessum kjól þá má það alveg liggja milli hluta. 4. Hæfileg hvatvísi - Ég er sjálf mjög hvatvís þannig ég segi „hæfileg“ svo þetta fari ekki út í vitleysu! 5. Að hafa gaman af því sem maður er að gera í lífinu - Bæði í leik og starfi. OFF: 1. Minnimáttarkennd - En hún kemur gjarnan fram með því að tala aðra og annað niður. 2. Neikvæðni - Við ein berum ábyrgð á hugarfari okkar, við ættum því öll að geta gengið um með hálffull glös. 3. Tilgerð -Get ekki. 4. Yfirlæti, hroki og mikilmennskubrjálæði-Ekki kúl. 5. Að taka sjálfan sig of alvarlega - Æ, lífið er bara ekki svona alvarlegt. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Örnu á samfélagsmiðlum er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira