Körfubolti

Mætti í settið og hermdi eftir þjálfaranum sínum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð, heimamaðurinn knái, var ansi ánægður í gærkvöldi. Eðlilega.
Davíð, heimamaðurinn knái, var ansi ánægður í gærkvöldi. Eðlilega. vísir/hulda margrét

Davíð Arnar Ágústsson, betur þekktur sem Dabbi Kóngur, mætti í settið hjá Domino's Körfuboltakvöldi í gær og fór á kostum.

Þór Þorlákshöfn varð í gær Íslandsmeistari í fyrsta sinn í körfubolta er liðið vann fjórða leikinn í úrslitaeinvíginu gegn Keflavík og einvígið þar með 3-1.

Davíð Arnar spilaði stóra rullu í fjórða leik liðanna í gær þar sem hann setti niður risa skot á mikilvægum augnablikum.

Hann var svo fenginn í settið hjá Domino's Körfuboltakvöldi í gær og þar hélt Davíð áfram að spila vel.

Benedikt Guðmundsson, einn spekingur þáttarins í gær, sagðist hafa heyrt af því að Davíð gæti leikið eftir þjálfara Þórs, Lárusi Jónssyni.

Benedikt bað Davíð um að taka Lárusar eftirhermu. Davíð var ekki yfir sig hrifinn af þessari hugmynd en lét sig hafa það að endingu.

Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir

Adomas Drungilas valinn verðmætasti leikmaðurinn

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla. Hann átti stórleik þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

„Fyrir klúbbinn og Jóhönnu“

Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var að vonum sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×