Körfubolti

Adomas Drungilas valinn verðmætasti leikmaðurinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Drungilas og Thomas hressir í leikslok.
Drungilas og Thomas hressir í leikslok. vísir/hulda margrét

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla. Hann átti stórleik þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Drungilas skoraði 24 stig, tók 11 fráköst ásamt því að eiga eina blokk gegn Keflvíkingum í kvöld.

Hann hafði nokkuð hægt um sig í fyrri hálfleik, en undir lok þriðja leikhluta og út leikinn tók hann yfir. Þá lét hann þristunum rigna og endaði með 75% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

Drungilas byrjaði úrslitakeppnina í þriggja leikja banni og kom því ekki inn fyrr en í fjórða leik gegn Þór frá Akureyri. Það má því með sanni segja að Adomas Drungilas hafi komið hungraður inn í úrslitakeppnina eftir bannið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×