Lífið

Þjóðin tapar sér yfir tíðindunum: Orgíur og botnlaust djamm

Snorri Másson skrifar
Öllum takmörkunum innanlands er aflétt á miðnætti í kvöld.
Öllum takmörkunum innanlands er aflétt á miðnætti í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslendingar eru yfrið kátir með boðaða allsherjarafléttingu sóttvarnaráðstafana innanlands og láta ánægju sína í ljós á Twitter. Af þeirri umræðu að dæma er ljóst að stefnir í hamfaranótt á vettvangi næturlífsins.

Engar hömlur eru á fjölda fólks sem kemur saman í kvöld, í landi þar sem um 90% hafa fengið bóluefni við Covid-19. Í kvöld er opið til 4.30 á skemmtistöðum í fyrsta skipti í 16 mánuði. Á morgun er bongóblíða um allt land. Og það er fössari.

Á tímamótum sem þessum eru tilfinningar vitaskuld í mörgum tilfellum blendnar. Það er löng þrautaganga að baki hjá heimsbyggðinni.

Geðshræring

Fögnuður

Prikið er opið til 4.30 á kvöld, samanber Geoffrey Skywalker eiganda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.