„Einhliða ákvörðun mín og snýst bara um tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 10:58 Darri Freyr Atlason stýrði KR til sigurs gegn Val í æsispennandi einvígi í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins en í undanúrslitunum tapaði KR 3-0 gegn Keflavík. vísir/Hulda Margrét „Ég er búinn að segja upp sem aðalþjálfari liðsins vegna anna annars staðar,“ segir Darri Freyr Atlason sem er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Hann býður þó áfram fram starfskrafta sína í Vesturbænum. Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR. Dominos-deild karla KR Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira
Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Sjá meira