Birtu kitlu úr nýjum Starborne-leik Solid Clouds Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 23:32 Leikurinn Starborne: Frontiers gerist í geimnum eins og nafnið bendir til. Solid Clouds Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds birti í dag nýja kitlu úr leiknum Starborne: Frontiers sem kemur út um mitt næsta ár. Leikurinn er hannaður fyrir snjallsíma en verður einnig spilanlegur á PC-tölvum. Frontiers er viðbót við Starborne-heim sem Solid Clouds hefur skapað undanfarin ár. Um 400.000 spilarar spila leikinn Starborn: Sovereign Space frá fyrirtækinu. Sá leikur var fjölspilunarleikur með djúpri herkænsku sem er spilaður á löngum tíma í senn en Starborne: Frontiers er sagður aðgengilegur jafnt fyrir fólk sem vill spila einsamalt eða með öðrum í tilkynningu frá Solid Clouds. Í Starborne: Frontiers fara spilarar í hlutverk foringja yfir geimflota sem safnar sér geimskipum og berst við óvini úr ýmsum fylkingum. Leikmenn geta notið þess að sjá skipaflotann sinn stækka, betrumbæta geimskipin og bæta við sig nýjum aðferðum til að sigrast á andstæðingum sínum. Í leiknum gefst kostur á að kanna himingeiminn í Starborne heiminum, berjast við aðra spilara, ná yfirráðum yfir nýjum svæðum og berjast við ólíkar óvinafylkingar til að ná lengra og öðlast meiri völd. Herkænska er sögð skipta sköpum í Starborne: Frontiers, en ekki síður að byggja upp öflugan geimflota til að geta mætt stærstu ógnum himinhvolfanna. Hlutafjárútboð Solid Clouds hefst næsta mánudag. Í tilkynningu frá Arion banka í vikunni kom fram að alls verða 40 milljónir hluta til sölu á hlutafjárútboðinu en félagið hefur heimild til að stækka útboðið um 18 milljónir hluta. Samtals hefur það því heimild til að selja um 58 milljónir hluta. Rafíþróttir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Frontiers er viðbót við Starborne-heim sem Solid Clouds hefur skapað undanfarin ár. Um 400.000 spilarar spila leikinn Starborn: Sovereign Space frá fyrirtækinu. Sá leikur var fjölspilunarleikur með djúpri herkænsku sem er spilaður á löngum tíma í senn en Starborne: Frontiers er sagður aðgengilegur jafnt fyrir fólk sem vill spila einsamalt eða með öðrum í tilkynningu frá Solid Clouds. Í Starborne: Frontiers fara spilarar í hlutverk foringja yfir geimflota sem safnar sér geimskipum og berst við óvini úr ýmsum fylkingum. Leikmenn geta notið þess að sjá skipaflotann sinn stækka, betrumbæta geimskipin og bæta við sig nýjum aðferðum til að sigrast á andstæðingum sínum. Í leiknum gefst kostur á að kanna himingeiminn í Starborne heiminum, berjast við aðra spilara, ná yfirráðum yfir nýjum svæðum og berjast við ólíkar óvinafylkingar til að ná lengra og öðlast meiri völd. Herkænska er sögð skipta sköpum í Starborne: Frontiers, en ekki síður að byggja upp öflugan geimflota til að geta mætt stærstu ógnum himinhvolfanna. Hlutafjárútboð Solid Clouds hefst næsta mánudag. Í tilkynningu frá Arion banka í vikunni kom fram að alls verða 40 milljónir hluta til sölu á hlutafjárútboðinu en félagið hefur heimild til að stækka útboðið um 18 milljónir hluta. Samtals hefur það því heimild til að selja um 58 milljónir hluta.
Rafíþróttir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira