Fjárfesti fermingarpeningunum í listaverk og sér ekki eftir því í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Frosti Logason skrifa 24. júní 2021 15:00 Sigurður Sævar Magnússon myndlistarmaður og listaverkasafnari er í heimsókn á Íslandi. Ísland í dag Sigurður Sævar Magnússon er myndlistarmaður og listaverkasafnari sem hlotið hefur mikla athygli fyrir bæði listaverk sín og framkomu. Þessi ungi maður er annálaður fagurkeri sem hefur komið sér upp veglegu safni verka eftir bæði núlifandi listamenn og eldri meistara listasögunnar. Sigurður er einungis 23 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur sprengt utan af sér heila íbúð sem hann nýtir bæði sem vinnustofu og sitt eigið listasafn. Ísland í dag heimsótti Sigurð á dögunum. „Listaverkasöfnunin byrjaði um svipað leyti og ég fór að halda mínar eigin sýningar sem myndlistarmaður, þá þrettán ára gamall en sköpunin hefur alltaf verið í kringum mig,“ segir Sigurður. Hann var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann stofnaði sitt eigið smíðaverkstæði við heimili sitt í Vesturbænum. „Svo um sjö ára aldur þá fór ég að hafa áhuga á myndlist.“ Sigurður leggur í dag stund á nám í myndlist við konunglegu lista akademíuna í den Hag í Hollandi en kom heim á dögunum til að njóta íslenska sumarsins og skipuleggja stóra myndlistarsýningu sem hann hyggst halda hér heima á næsta ári. Rætt var við Sigurð um brennandi áhuga hans á myndlistinni, listaverkasafnið og hans eigin verk en þau hafa verið að seljast eins og heitar lummur á undanförnum árum. Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Vinirnir keyptu síma og leikjatölvur Sigurður segist ekki geta skýrt nákvæmlega hvaðan hann sem sjö ára drengur fékk þetta óvenjulega áhugamál en hann segir meðlimi fjölskyldu sinnar ekki vera sérstaka myndlistarspekúlanta. Hann nefnir þó sérstaklega þessa fyrstu sýningu sem hann sótti sjö ára gamall þegar hann sá verk Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsi í Reykjavík. Þar segist Sigurður hafa verið slegin einhverjum töfrum sem höfðu mikil áhrif á hann og kveiktu áhuga hans á því að verða sjálfur myndlistarmaður. Fyrstu listaverkin keypti hann fyrir fermingarpeningana sína. „Sumir tóku peningana og keyptu Playstation tölvur og iPhone síma en ég ákvað frekar að velja mér listaverk og sé ekki eftir því í dag.“ Sigurður sem fyrr segir komið sér upp alveg ævintýralegu safni af verkum eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Hann hefur verið svolítið í því að kaupa og selja en segist þó hafa þá reglu að selja engin verk eftir núlifandi listamenn. „Flest öll þau verk sem að ég kaupi vil ég eiga og helst bara vil ég leyfa erfingjum mínum að eignast seinna meir.“ Sigurður á einstakt safn listaverka.Ísland í dag Fertugur við fermingu Sigurður segist halda að verkin í safninu hans telji hátt í tvö hundruð myndir þó hann sé ekki með töluna alveg nákvæmlega á hreinu. Þar af eru mörg gríðarlega verðmæt verk eftir eftirsótta listamenn en Sigurður segist síður vilja ræða einhverjar upphæðir í því samhengi en það er alveg ljóst að við erum hér að ræða um talsvert dýrt áhugamál. Hann á til dæmis verk eftir Kristján Davíðsson, Kjarval, Erró, Megas, Ólaf Elíasson og svona mætti lengi telja. Sigurður segist fyrst og fremst vera myndlistarmaður sjálfur þó að söfnunaráráttan hafi einnig verið fyrirferðarmikil. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga frá þrettán ára aldri og segist aldrei hafa verið feiminn við að leggja sig og sín verk fram en þau hafa eðlilega þróast mikið frá fyrstu sýningunni sem haldin var fyrir tíu árum síðan. „Ég hef stundum sagt það að mín örlög hafa svolítið verið, fertugur við fermingu.“ Nýtir öll tækifæri til að tala um myndlist Sigurður hefur vakið sérstaka athygli fyrir seríu af myndum þar sem hann skeytir saman manneskjum og dýrum en Bjarni Benediktsson sagði einmitt frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði fengið eina slíka mynd í fimmtugsafmælisgjöf í fyrra. Þar má í raun greina sjálfan fjármálaráðherrann fyrir framan ráðuneyti sitt með höfuðið af hundinum Bó sem er einmitt hundur Bjarna Benediktssonar. Sigurður segist leggja áherslu á að vera aðgengilegur í sinni myndlist enda vill hann að verkin sín nái til sem flestra. Hann segist líka vera ötull talsmaður listarinnar út á við og að hann reyni að nýta hvert tækifæri til að ræða myndlist á meðal fólks sem kannski öllu jafna hugsar ekki mikið um hana. Sem fyrr segir hefur Sigurður nú þegar sprengt utan af sér húsnæðið þar sem hann geymir verk sín og vinnustofu en hann vinnur nú að því að stækka við sig til að geta komið öllum myndunum fyrir svo þær geti verið aðgengilegar sem flestum. Sigurði þykir nefnilega fátt skemmtilegra en að taka á móti gestum til að ræða um verk sín og annara og býður hann fólki að hafa samband við sig beint til að panta tíma í heimsókn hjá honum á Háaleitisbrautina. Myndlist Menning Ísland í dag Fermingar Tengdar fréttir Hélt fjölskyldufund og tilkynnti að hún verður nakin í nýjum þáttum „Foreldrar eiga að ræða við unglingana sína um kynlíf, enginn á að skammast sín fyrir neitt og svo á fjölskyldan að horfa saman á þættina,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur sem í sumar fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 sem kallast Alls konar kynlíf. 23. júní 2021 13:31 Áhuginn á að smíða strigaskó kviknaði á unglingsárunum Helgi Líndal er ungur og upprennandi hönnuður sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Hann fékk snemma áhuga á fatahönnun og síðar skóhönnun. 22. júní 2021 15:01 Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. 21. júní 2021 16:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Sigurður er einungis 23 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur sprengt utan af sér heila íbúð sem hann nýtir bæði sem vinnustofu og sitt eigið listasafn. Ísland í dag heimsótti Sigurð á dögunum. „Listaverkasöfnunin byrjaði um svipað leyti og ég fór að halda mínar eigin sýningar sem myndlistarmaður, þá þrettán ára gamall en sköpunin hefur alltaf verið í kringum mig,“ segir Sigurður. Hann var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann stofnaði sitt eigið smíðaverkstæði við heimili sitt í Vesturbænum. „Svo um sjö ára aldur þá fór ég að hafa áhuga á myndlist.“ Sigurður leggur í dag stund á nám í myndlist við konunglegu lista akademíuna í den Hag í Hollandi en kom heim á dögunum til að njóta íslenska sumarsins og skipuleggja stóra myndlistarsýningu sem hann hyggst halda hér heima á næsta ári. Rætt var við Sigurð um brennandi áhuga hans á myndlistinni, listaverkasafnið og hans eigin verk en þau hafa verið að seljast eins og heitar lummur á undanförnum árum. Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Vinirnir keyptu síma og leikjatölvur Sigurður segist ekki geta skýrt nákvæmlega hvaðan hann sem sjö ára drengur fékk þetta óvenjulega áhugamál en hann segir meðlimi fjölskyldu sinnar ekki vera sérstaka myndlistarspekúlanta. Hann nefnir þó sérstaklega þessa fyrstu sýningu sem hann sótti sjö ára gamall þegar hann sá verk Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsi í Reykjavík. Þar segist Sigurður hafa verið slegin einhverjum töfrum sem höfðu mikil áhrif á hann og kveiktu áhuga hans á því að verða sjálfur myndlistarmaður. Fyrstu listaverkin keypti hann fyrir fermingarpeningana sína. „Sumir tóku peningana og keyptu Playstation tölvur og iPhone síma en ég ákvað frekar að velja mér listaverk og sé ekki eftir því í dag.“ Sigurður sem fyrr segir komið sér upp alveg ævintýralegu safni af verkum eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Hann hefur verið svolítið í því að kaupa og selja en segist þó hafa þá reglu að selja engin verk eftir núlifandi listamenn. „Flest öll þau verk sem að ég kaupi vil ég eiga og helst bara vil ég leyfa erfingjum mínum að eignast seinna meir.“ Sigurður á einstakt safn listaverka.Ísland í dag Fertugur við fermingu Sigurður segist halda að verkin í safninu hans telji hátt í tvö hundruð myndir þó hann sé ekki með töluna alveg nákvæmlega á hreinu. Þar af eru mörg gríðarlega verðmæt verk eftir eftirsótta listamenn en Sigurður segist síður vilja ræða einhverjar upphæðir í því samhengi en það er alveg ljóst að við erum hér að ræða um talsvert dýrt áhugamál. Hann á til dæmis verk eftir Kristján Davíðsson, Kjarval, Erró, Megas, Ólaf Elíasson og svona mætti lengi telja. Sigurður segist fyrst og fremst vera myndlistarmaður sjálfur þó að söfnunaráráttan hafi einnig verið fyrirferðarmikil. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga frá þrettán ára aldri og segist aldrei hafa verið feiminn við að leggja sig og sín verk fram en þau hafa eðlilega þróast mikið frá fyrstu sýningunni sem haldin var fyrir tíu árum síðan. „Ég hef stundum sagt það að mín örlög hafa svolítið verið, fertugur við fermingu.“ Nýtir öll tækifæri til að tala um myndlist Sigurður hefur vakið sérstaka athygli fyrir seríu af myndum þar sem hann skeytir saman manneskjum og dýrum en Bjarni Benediktsson sagði einmitt frá því á Facebook síðu sinni að hann hefði fengið eina slíka mynd í fimmtugsafmælisgjöf í fyrra. Þar má í raun greina sjálfan fjármálaráðherrann fyrir framan ráðuneyti sitt með höfuðið af hundinum Bó sem er einmitt hundur Bjarna Benediktssonar. Sigurður segist leggja áherslu á að vera aðgengilegur í sinni myndlist enda vill hann að verkin sín nái til sem flestra. Hann segist líka vera ötull talsmaður listarinnar út á við og að hann reyni að nýta hvert tækifæri til að ræða myndlist á meðal fólks sem kannski öllu jafna hugsar ekki mikið um hana. Sem fyrr segir hefur Sigurður nú þegar sprengt utan af sér húsnæðið þar sem hann geymir verk sín og vinnustofu en hann vinnur nú að því að stækka við sig til að geta komið öllum myndunum fyrir svo þær geti verið aðgengilegar sem flestum. Sigurði þykir nefnilega fátt skemmtilegra en að taka á móti gestum til að ræða um verk sín og annara og býður hann fólki að hafa samband við sig beint til að panta tíma í heimsókn hjá honum á Háaleitisbrautina.
Myndlist Menning Ísland í dag Fermingar Tengdar fréttir Hélt fjölskyldufund og tilkynnti að hún verður nakin í nýjum þáttum „Foreldrar eiga að ræða við unglingana sína um kynlíf, enginn á að skammast sín fyrir neitt og svo á fjölskyldan að horfa saman á þættina,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur sem í sumar fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 sem kallast Alls konar kynlíf. 23. júní 2021 13:31 Áhuginn á að smíða strigaskó kviknaði á unglingsárunum Helgi Líndal er ungur og upprennandi hönnuður sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Hann fékk snemma áhuga á fatahönnun og síðar skóhönnun. 22. júní 2021 15:01 Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. 21. júní 2021 16:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Hélt fjölskyldufund og tilkynnti að hún verður nakin í nýjum þáttum „Foreldrar eiga að ræða við unglingana sína um kynlíf, enginn á að skammast sín fyrir neitt og svo á fjölskyldan að horfa saman á þættina,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur sem í sumar fer af stað með nýja þætti á Stöð 2 sem kallast Alls konar kynlíf. 23. júní 2021 13:31
Áhuginn á að smíða strigaskó kviknaði á unglingsárunum Helgi Líndal er ungur og upprennandi hönnuður sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Hann fékk snemma áhuga á fatahönnun og síðar skóhönnun. 22. júní 2021 15:01
Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. 21. júní 2021 16:00