Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. júní 2021 16:00 Sindri Sindrason heimsótti Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur og fékk að sjá hvernig dagurinn fer af stað hjá henni. Ísland í dag Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Ragnheiðar á heimili hennar í Fossvoginum. Í innslaginu fær fólk að kynnast betur konunni sem sést hefur reglulega í öllum fjölmiðlum síðustu mánuði. „Það hefur verið mikill áhugi fyrir bólusetningum og við reynum að mæta því. Okkar lína hefur svolítið að vera með fjölmiðla með okkur og fólkið í landinu, við ætlum að gera þetta saman.“ Í innslaginu sagði Ragnheiður meðal annars frá því að hún er gift og þriggja barna móðir. Svo er hún nýorðin amma líka. Þegar Sindri kíkti í kaffi til Ragnheiðar klukkan átta um morgun var hún nú þegar búin að fara í vinnuna þar sem bóluefnaskammtar dagsins voru blandaðir. „Á stórum dögum erum við örugglega svona hundrað manns allt í allt og það eru þrjátíu til fjörutíu manns bara í að draga upp og blanda,“ útskýrir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk hefur sinnt mikilvægu verkefni í baráttunni gegn Covid-19.Vísir/ArnarHalldórs Stal strikamerki systur sinar „Þetta er búið að vera alveg fáránlegur tími. Verkefnin ofboðslega stór og fjölbreytt og fyrirsjáanleikinn enginn,“ segir Ragnheiður um þetta stóra verkefni. Þúsundir eru bólusettir alla virka daga og gengur mjög vel. Það hefur þó gerst að fólk hefur reynt að svindla sér fram fyrir röðina þegar kemur að bólusetningarfyrirkomulaginu. „Það er náttúrulega mikið kapp í fólki að fá bólusetningu. Það eru margar skemmtilegar sögur af fólki sem var að reyna að koma sér inn. Einu sinni kom inn kona sem hafði stolið strikamerkinu frá systur sinni. Fólk reynir ýmislegt,“ segir Ragnheiður og hlær. „Einu sinni tók ég á móti einum og þegar ég var að skanna hann inn þá stendur Guðný en þetta var ungur strákur á tvítugsaldri. Það stendur Guðný og átti að vera fædd 1945.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu 21. júní 2021 11:57 Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð. 21. júní 2021 07:35 78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. 15. júní 2021 17:09 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Ragnheiðar á heimili hennar í Fossvoginum. Í innslaginu fær fólk að kynnast betur konunni sem sést hefur reglulega í öllum fjölmiðlum síðustu mánuði. „Það hefur verið mikill áhugi fyrir bólusetningum og við reynum að mæta því. Okkar lína hefur svolítið að vera með fjölmiðla með okkur og fólkið í landinu, við ætlum að gera þetta saman.“ Í innslaginu sagði Ragnheiður meðal annars frá því að hún er gift og þriggja barna móðir. Svo er hún nýorðin amma líka. Þegar Sindri kíkti í kaffi til Ragnheiðar klukkan átta um morgun var hún nú þegar búin að fara í vinnuna þar sem bóluefnaskammtar dagsins voru blandaðir. „Á stórum dögum erum við örugglega svona hundrað manns allt í allt og það eru þrjátíu til fjörutíu manns bara í að draga upp og blanda,“ útskýrir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk hefur sinnt mikilvægu verkefni í baráttunni gegn Covid-19.Vísir/ArnarHalldórs Stal strikamerki systur sinar „Þetta er búið að vera alveg fáránlegur tími. Verkefnin ofboðslega stór og fjölbreytt og fyrirsjáanleikinn enginn,“ segir Ragnheiður um þetta stóra verkefni. Þúsundir eru bólusettir alla virka daga og gengur mjög vel. Það hefur þó gerst að fólk hefur reynt að svindla sér fram fyrir röðina þegar kemur að bólusetningarfyrirkomulaginu. „Það er náttúrulega mikið kapp í fólki að fá bólusetningu. Það eru margar skemmtilegar sögur af fólki sem var að reyna að koma sér inn. Einu sinni kom inn kona sem hafði stolið strikamerkinu frá systur sinni. Fólk reynir ýmislegt,“ segir Ragnheiður og hlær. „Einu sinni tók ég á móti einum og þegar ég var að skanna hann inn þá stendur Guðný en þetta var ungur strákur á tvítugsaldri. Það stendur Guðný og átti að vera fædd 1945.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu 21. júní 2021 11:57 Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð. 21. júní 2021 07:35 78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. 15. júní 2021 17:09 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð. 21. júní 2021 07:35
78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. 15. júní 2021 17:09