Arnar um áhugann á Brynjari: Verður að koma í ljós Árni Gísli Magnússon skrifar 20. júní 2021 19:19 Arnar Grétarsson var svekktur. vísir/hulda margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið.
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53