Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 22:45 Breiðablik lék als oddi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. Leikur kvöldsins var gríðarmikilvægur fyrir bæði lið. FH hafði ekki unnið í fjórum leikjum í röð og Breiðablik nýtapað fyrir toppliði Vals. Eftir sigur Vals á KA fyrr í dag voru Íslandsmeistararnir tíu stigum á undan Breiðabliki og tólf á undan FH. Það fóru því að verða síðustu forvöð ef menn ætluðu sér að taka þátt í toppbaráttunni í sumar. Tvö góð mörk á stuttum kafla Leikurinn fór hægt af stað þar sem liðin fótuðu sig og ljóst hversu mikið væri undir fyrir bæði lið. Blikar ógnuðu þó meira og fengu fyrsta alvöru færið þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Þeir léku þá vel upp vinstri kantinn hvar Davíð Ingvarsson var kominn upp, gaf boltann fyrir, sem barst af varnarmanni FH fyrir fætur Kristins Steindórssonar sem var einn á auðum sjó og lagði boltann af öryggi í nærhornið vinstra megin úr teignum. Aðeins fimm mínútum síðar gaf Davíð langan bolta frá vinstri kantinum yfir á þann hægri. Hjörtur Logi Valgarðsson missti hann yfir sig, og Jason Daði Svanþórsson tók listivel á móti boltanum, inn í svæðið á bakvið Hjört. Hann lagði boltann svo fyrir sig og afgreiddi snyrtilega í fjærhornið. Óþægileg hugrenningartengsl en Jason blessunarlega á batavegi Um tíu mínútum eftir það var Jason aftur í sviðsljósinu þegar hann féll til jarðar og ekki virtist sem hann hefði fengið mikið högg. Atvikið var nokkuð óhugnalegt í ljósi atviksins með Christian Eriksen á Parken á dögunum, þar sem Jason lá í læstri hliðarlegu í þónokkurn tíma, kallað var á lækni úr stúkunni og fór hann um korteri síðar af velli með sjúkrabíl. Gæfulega barst tilkynning þegar skammt var liðið af síðari hálfleik að Jason væri á batavegi. Tíu mínútum var bætt við síðari hálfleikinn vegna tafanna. Á sjöttu mínútu uppbótartímans var komið að Viktori Karli Einarssyni að skora. Það gerði hann eftir laglegan samleik við Kristinn Steindórsson og Blikar gott sem búnir að gera út af við leikinn. 3-0 í hálfleik. Eitt lið á vellinum Blikar héldu áfram að vera sterkari aðilinn eftir hléið. FH-ingar fengu gott sem engar opnanir fram á við og líklegra þótti að Blikar myndu bæta við en FH-ingar að minnka muninn. Árni Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að koma fyrirgjöf Davíðs í markið þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum en náði ekki tá í boltann. Blikar fengu horn í kjölfarið og er boltinn var að koma fyrir markið togar Eggert Gunnþór Jónsson Blikann Viktor Örn Margeirsson niður í teignum. Vítaspyrna var réttilega dæmd, Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan 4-0 á 58. mínútu leiksins. Fátt markvert átti sér stað eftir það. FH-ingar virtust gott sem gefast upp eftir fjórða markið og Blikar voru sáttir við stöðuna. Úrslit leiksins urðu enda 4-0 Breiðabliki í vil gegn andlausu og hugmyndasnauðu liði FH sem hefur nú leikið fimm leiki í röð án þess að vinna og aðeins fengið í þeim eitt stig. FH er sem fyrr í sjötta sæti með ellefu stig. Sigurinn skilar Blikum upp að hlið KA í 3.-4. Sæti þar sem bæði lið eru með 16 stig, tveimur á eftir Víkingi sem mætir KR á morgun, og sjö stigum á eftir toppliði Vals sem hefur leikið einum leik fleira. Af hverju vann Breiðablik? FH-ingar sáu aldrei til sólar eftir fyrsta markið. Blikar yfirspiluðu þá frá A til Ö. Frábær frammistaða. Hverjir stóðu upp úr? Jason Daði var virkilega öflugur áður en hann fór af velli. Davíð Ingvarsson átti góðan leik, sem og Kristinn Steindórsson. Viktor Örn var frábær í vörninni og allt Blikaliðið virkilega sterkt, í raun. Hvað gekk illa? Öllum í FH gekk illa. Hvað gerist næst? FH mætir KA í Kaplakrika klukkan 16:00 næsta sunnudag. Um kvöldið, klukkan 19:15, sækja Blikar lið HK heim í Kórinn í Kópavogsslag. Matthías: Fer nánast allt úrskeiðis Matthías Vilhjálmsson og félagar í FH eru í vandræðum.vísir/hulda margrét Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var að vonum niðurlútur eftir leik. Aðspurður hvernig honum liði með þetta allt saman sagði hann: „Þú getur ímyndað þér það, ekkert sérstaklega.“ „Það fer nánast allt úrskeiðis. Við töluðum um það fyrir leik að þetta væri lykilleikur til að snúa þessu við. Annars erum við komnir allt of langt eftir þessum liðum á toppnum. Ég held að þetta hafi verið gott reality check fyrir okkur. Við erum bara ekkert betri en þetta.“ segir Matthías, sem segir þó einhver batamerki hafa verið á FH í síðari hálfleik. „Blikar voru virkilega góðir í fyrri hálfleik en við vorum líka alltof langt frá mönnunum. Það skánaði ekki fyrr en við fórum að pressa þá almennilega í seinni hálfleik, að við fórum að skapa eitthvað.“ „Við þurfum að fara að sýna það að við getum eitthvað. Það er ekki hægt að lifa á því sem gerðist í fortíðinni. Menn þurfa að fara að sýna það, allir sem einn.“ Þá óskar Matthías Jasoni Daða Svanþórssyni góðs bata. „Ég hélt að þetta væri bara einhver tognun eða eitthvað svoleiðis. Svo sá ég að hann var að þjást mikið, það er ekki gaman að sjá svona en vonandi braggast hann sem fyrst. Það er aldrei gaman að sjá svona en við þurftum bara að halda áfram. Eins og ég segi vona ég að þetta hafi bara verið eitthvað smávægilegt og að hann verði fínn sem fyrst.“ segir Matthías. Gísli: Jason í góðu standi núna Gísli Eyjólfsson lék sína fyrstu landsleiki á dögunum.vísir/vilhelm Gísli Eyjólfsson lék allan leikinn á miðju Blika í dag og átti fínan dag, líkt og flestir í grænu treyjunni. Hann segir gott að svara fyrir tap Breiðabliks gegn Val á miðvikudaginn var. „Þetta er geggjað. Það var gott fyrir okkur að hafa stutt á milli Valsleiksins og þessa leiks. Það er bara geggjað að ná að svara fyrir Valsleikinn. Við vorum svekktir eftir Valsleikinn að fá ekki neitt út úr því og gott að svara því hérna með þremur stigum.“ „Það er alltaf gott að vinna leiki en það bara heppnaðist mjög vel, planið okkar í dag. Það gekk allt upp og við náðum að nýta færin í dag. Svo við uppskárum vel. Það þýðir það að við erum komnir með þrjú stig og svo er bara næsti leikur.“ Um atvikið með Jason Daða Svanþórsson segir Gísli: „Þetta er alltaf óþægilegt, ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegt þetta var fyrst. Ég hélt þetta væri bara tognun eða eitthvað þannig. Maður sendir bara batakveðjur á Jason og vonar að það sé allt í góðu. Hann var í einhverjum rannsóknum og það leit ágætlega út.“ „Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] og Dóri [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari] sögðu að þeir hefðu heyrt frá mömmu hans og hann er bara í góðu standi núna.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH
Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. Leikur kvöldsins var gríðarmikilvægur fyrir bæði lið. FH hafði ekki unnið í fjórum leikjum í röð og Breiðablik nýtapað fyrir toppliði Vals. Eftir sigur Vals á KA fyrr í dag voru Íslandsmeistararnir tíu stigum á undan Breiðabliki og tólf á undan FH. Það fóru því að verða síðustu forvöð ef menn ætluðu sér að taka þátt í toppbaráttunni í sumar. Tvö góð mörk á stuttum kafla Leikurinn fór hægt af stað þar sem liðin fótuðu sig og ljóst hversu mikið væri undir fyrir bæði lið. Blikar ógnuðu þó meira og fengu fyrsta alvöru færið þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Þeir léku þá vel upp vinstri kantinn hvar Davíð Ingvarsson var kominn upp, gaf boltann fyrir, sem barst af varnarmanni FH fyrir fætur Kristins Steindórssonar sem var einn á auðum sjó og lagði boltann af öryggi í nærhornið vinstra megin úr teignum. Aðeins fimm mínútum síðar gaf Davíð langan bolta frá vinstri kantinum yfir á þann hægri. Hjörtur Logi Valgarðsson missti hann yfir sig, og Jason Daði Svanþórsson tók listivel á móti boltanum, inn í svæðið á bakvið Hjört. Hann lagði boltann svo fyrir sig og afgreiddi snyrtilega í fjærhornið. Óþægileg hugrenningartengsl en Jason blessunarlega á batavegi Um tíu mínútum eftir það var Jason aftur í sviðsljósinu þegar hann féll til jarðar og ekki virtist sem hann hefði fengið mikið högg. Atvikið var nokkuð óhugnalegt í ljósi atviksins með Christian Eriksen á Parken á dögunum, þar sem Jason lá í læstri hliðarlegu í þónokkurn tíma, kallað var á lækni úr stúkunni og fór hann um korteri síðar af velli með sjúkrabíl. Gæfulega barst tilkynning þegar skammt var liðið af síðari hálfleik að Jason væri á batavegi. Tíu mínútum var bætt við síðari hálfleikinn vegna tafanna. Á sjöttu mínútu uppbótartímans var komið að Viktori Karli Einarssyni að skora. Það gerði hann eftir laglegan samleik við Kristinn Steindórsson og Blikar gott sem búnir að gera út af við leikinn. 3-0 í hálfleik. Eitt lið á vellinum Blikar héldu áfram að vera sterkari aðilinn eftir hléið. FH-ingar fengu gott sem engar opnanir fram á við og líklegra þótti að Blikar myndu bæta við en FH-ingar að minnka muninn. Árni Vilhjálmsson var hársbreidd frá því að koma fyrirgjöf Davíðs í markið þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af hálfleiknum en náði ekki tá í boltann. Blikar fengu horn í kjölfarið og er boltinn var að koma fyrir markið togar Eggert Gunnþór Jónsson Blikann Viktor Örn Margeirsson niður í teignum. Vítaspyrna var réttilega dæmd, Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan 4-0 á 58. mínútu leiksins. Fátt markvert átti sér stað eftir það. FH-ingar virtust gott sem gefast upp eftir fjórða markið og Blikar voru sáttir við stöðuna. Úrslit leiksins urðu enda 4-0 Breiðabliki í vil gegn andlausu og hugmyndasnauðu liði FH sem hefur nú leikið fimm leiki í röð án þess að vinna og aðeins fengið í þeim eitt stig. FH er sem fyrr í sjötta sæti með ellefu stig. Sigurinn skilar Blikum upp að hlið KA í 3.-4. Sæti þar sem bæði lið eru með 16 stig, tveimur á eftir Víkingi sem mætir KR á morgun, og sjö stigum á eftir toppliði Vals sem hefur leikið einum leik fleira. Af hverju vann Breiðablik? FH-ingar sáu aldrei til sólar eftir fyrsta markið. Blikar yfirspiluðu þá frá A til Ö. Frábær frammistaða. Hverjir stóðu upp úr? Jason Daði var virkilega öflugur áður en hann fór af velli. Davíð Ingvarsson átti góðan leik, sem og Kristinn Steindórsson. Viktor Örn var frábær í vörninni og allt Blikaliðið virkilega sterkt, í raun. Hvað gekk illa? Öllum í FH gekk illa. Hvað gerist næst? FH mætir KA í Kaplakrika klukkan 16:00 næsta sunnudag. Um kvöldið, klukkan 19:15, sækja Blikar lið HK heim í Kórinn í Kópavogsslag. Matthías: Fer nánast allt úrskeiðis Matthías Vilhjálmsson og félagar í FH eru í vandræðum.vísir/hulda margrét Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, var að vonum niðurlútur eftir leik. Aðspurður hvernig honum liði með þetta allt saman sagði hann: „Þú getur ímyndað þér það, ekkert sérstaklega.“ „Það fer nánast allt úrskeiðis. Við töluðum um það fyrir leik að þetta væri lykilleikur til að snúa þessu við. Annars erum við komnir allt of langt eftir þessum liðum á toppnum. Ég held að þetta hafi verið gott reality check fyrir okkur. Við erum bara ekkert betri en þetta.“ segir Matthías, sem segir þó einhver batamerki hafa verið á FH í síðari hálfleik. „Blikar voru virkilega góðir í fyrri hálfleik en við vorum líka alltof langt frá mönnunum. Það skánaði ekki fyrr en við fórum að pressa þá almennilega í seinni hálfleik, að við fórum að skapa eitthvað.“ „Við þurfum að fara að sýna það að við getum eitthvað. Það er ekki hægt að lifa á því sem gerðist í fortíðinni. Menn þurfa að fara að sýna það, allir sem einn.“ Þá óskar Matthías Jasoni Daða Svanþórssyni góðs bata. „Ég hélt að þetta væri bara einhver tognun eða eitthvað svoleiðis. Svo sá ég að hann var að þjást mikið, það er ekki gaman að sjá svona en vonandi braggast hann sem fyrst. Það er aldrei gaman að sjá svona en við þurftum bara að halda áfram. Eins og ég segi vona ég að þetta hafi bara verið eitthvað smávægilegt og að hann verði fínn sem fyrst.“ segir Matthías. Gísli: Jason í góðu standi núna Gísli Eyjólfsson lék sína fyrstu landsleiki á dögunum.vísir/vilhelm Gísli Eyjólfsson lék allan leikinn á miðju Blika í dag og átti fínan dag, líkt og flestir í grænu treyjunni. Hann segir gott að svara fyrir tap Breiðabliks gegn Val á miðvikudaginn var. „Þetta er geggjað. Það var gott fyrir okkur að hafa stutt á milli Valsleiksins og þessa leiks. Það er bara geggjað að ná að svara fyrir Valsleikinn. Við vorum svekktir eftir Valsleikinn að fá ekki neitt út úr því og gott að svara því hérna með þremur stigum.“ „Það er alltaf gott að vinna leiki en það bara heppnaðist mjög vel, planið okkar í dag. Það gekk allt upp og við náðum að nýta færin í dag. Svo við uppskárum vel. Það þýðir það að við erum komnir með þrjú stig og svo er bara næsti leikur.“ Um atvikið með Jason Daða Svanþórsson segir Gísli: „Þetta er alltaf óþægilegt, ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegt þetta var fyrst. Ég hélt þetta væri bara tognun eða eitthvað þannig. Maður sendir bara batakveðjur á Jason og vonar að það sé allt í góðu. Hann var í einhverjum rannsóknum og það leit ágætlega út.“ „Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks] og Dóri [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari] sögðu að þeir hefðu heyrt frá mömmu hans og hann er bara í góðu standi núna.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti