Þurfum að bíða í allnokkra daga eftir hlýja loftinu Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2021 07:09 Veðrið um helgina verður í rólegri kantinum, víða skýjað og skúrir á víð og dreif. Vísir/Vilhelm Farið er að sjá fyrir endann á kalda loftinu sem legið hefur yfir landinu að undanförnu og gera spár ráð fyrir að það hörfi strax eftir helgi. Sýna þurfi smá þolinmæði þar sem það muni taka allnokkra daga í viðbót að koma hlýju lofti að landinu. Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og skúrir, einkum á sunnanverðu landinu en víða um land á morgun. Hiti sex til ellefu stig að deginum. Veðrið um helgina verður í rólegri kantinum, víða skýjað og skúrir á víð og dreif, og lítur út fyrir að það verði einna helst að Norðurland sleppi að mestu. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Hiti 4 til 11 stig, mildast S-lands. Á sunnudag: Vestan 3-8 og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn. Á mánudag (sumarsólstöður): Sunnanátt og rigning V-lands, en bjart með köflum A-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og dálítil rigning S- og V-lands, en norðvestlægari og líkur á skúrum síðdegis á NA-verðu landinu. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Norðlæg átt og skýjað fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt með bjartviðri í flestum landshlutum, síst austast. Svalt austanlands, en annars víða 8 til 16 stig. Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Sjá meira
Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og skúrir, einkum á sunnanverðu landinu en víða um land á morgun. Hiti sex til ellefu stig að deginum. Veðrið um helgina verður í rólegri kantinum, víða skýjað og skúrir á víð og dreif, og lítur út fyrir að það verði einna helst að Norðurland sleppi að mestu. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis. Hiti 4 til 11 stig, mildast S-lands. Á sunnudag: Vestan 3-8 og sums staðar smáskúrir. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn. Á mánudag (sumarsólstöður): Sunnanátt og rigning V-lands, en bjart með köflum A-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á NA-landi. Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og dálítil rigning S- og V-lands, en norðvestlægari og líkur á skúrum síðdegis á NA-verðu landinu. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Norðlæg átt og skýjað fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt með bjartviðri í flestum landshlutum, síst austast. Svalt austanlands, en annars víða 8 til 16 stig.
Veður Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Sjá meira