„Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. júní 2021 07:01 Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur ræðir um framhjáhöld, ráðgjöf og mikilvægi þess að fólk gefi sér tíma til þess sinna parasambandinu. Samsett mynd „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. Í dag starfar Björg sem fjölskyldumeðferðarfræðingur á Sálfræðistofunni Höfðabakka og hefur hún einsett sér það að aðstoða fjölskyldur og pör sem eiga við vanda að stríða. Eignaðist þrjú börn á fjórum árum Björg er lærður ljósmyndari og hefur átt farsælan feril sem slíkur. Ástæðuna fyrir því að hún ákvað að skipta um starfsferil og fara í sálfræðinám segir hún hafa verið persónulegs eðlis. „Ég eignaðist þrjú börn á fjórum árum. Ég elska að vera mamma en ég verð að viðurkenna að á tíma var aðeins of mikið að gera í barnauppeldi og vinnu. Ég áttaði mig á því að það væri í raun og veru enginn sem væri með röddina fyrir parasambandið. Ef við gefum okkur ekki tíma til að rækta sambandið þá getur það orðið til þess upp komi vandamál.“ Faðir Bjargar er séra Vigfús Þór Árnason og segir Björg starf hans, við það að aðstoða fólk sem er á erfiðum stað í lífinu, hafa veitt sér mikinn innblástur. Það kom því foreldrum hennar ekki á óvart þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross eftir tólf ára feril sem ljósmyndari og fara í sálfræðinám. Hentar börnum oftast best ef foreldrar þeirra eru saman „Í gegnum námið var áhugi minn alltaf á parameðferð og sá áhugi breyttist ekki heldur fremur styrktist í náminu. Sálfræðinámið er að mínu mati mikilvægt þegar unnið er með fólki því geðsjúkdómar eru algengir í samfélaginu og eru mörg pör að kljást við áhrif þeirra inn í parasambandið.“ „Að mínu mati er það stærsta heilbrigðismál okkar tíma að fjölskyldur og pör fái viðeigandi meðferð í erfiðum aðstæðum. Rannsóknir sýna að fjölskyldu- og paravinna getur á endanum sparað samfélaginu stórfé. Þeir áhrifaþættir sem skipta mestu máli hvað varðar manneskjuna eru erfðir og umhverfi. Við breytum ekki erfðunum en við getum haft áhrif á umhverfið.“ Því er foreldrahlutverkið mikilvægasta hlutverkið sem við sinnum í lífinu. Það hentar börnum oftast best ef foreldrar þeirra eru saman. Skilnaður getur verið erfiður fyrir börn að ganga í gegnum og þá sérstaklega ef það er ósætti á milli foreldra. Við tölum um skilnaði, ósætti og framhjáhöld en Björg leggur mikla áherslu á það í sinni vinnu að hjálpa pörum sem hafa upplifað framhjáhald og vilja vinna sig í gegnum það. Í vinnu sinni aðstoðar Björg pör sem hafa upplifað framhjáhald og vilja vinna sig í gegnum það. Getty Framhjáhalds-týpur eru mýta Stundum er talað um ákveðnar framhjáhalds-týpur og hefur því verið fleygt fram að sá sem heldur framhjá einu sinni muni líklega alltaf gera það. Er sumt fólk bara „framhjáhaldarar“ í eðli sínu? „Að mínu mati eru alls engar dæmigerðar framhjáhalds-týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekki endilega aftur. Ef einstaklingar fara í uppgjör vegna framhjáhalds og meðfylgjandi vinnu, þá hefur sá sem hélt framhjá áhuga á að vinna í sínu sambandi og þá fer hann yfirleitt ekki að valda þessum sársauka aftur.“ Þó svo að ég óski engum að fara í gegnum þá erfiðu reynslu að vinna úr framhjáhaldi þá hef ég séð það margoft að sambönd geta líka orðið sterkari eftir slíka reynslu. Ég sé pör eiga innileg samtöl í uppgjörinu sem eru jafnvel ekki búin að eiga innileg samtöl í langan tíma. „Þegar unnið eru úr framhjáhaldi þá bið ég fólk oft á tíðum að kveðja gamla sambandið sitt til þess að byggja upp nýtt samband. Í uppgjörinu er farið vel yfir hvað á að tilheyra nýja parasambandinu meðfram því að vinna úr tilfinningunum sem tengjast framhjáhaldinu.“ Daður getur kitlað egóið Björg segist því algjörlega ósammála að til séu til sérstakar framhjáhalds týpur þó svo að sumir einstaklingar séu vissulega líklegri til að daðra meira en aðrir. Í daðrinu þurfi þó mörkin að vera skýr. „Flestir passa sig þó að fara ekki of langt þar. Þá kitlar slíkur áhugi egóið og sumir missa lappirnar undan sér og ganga of langt. Þegar við borðum súkkulaði eða stundum kynlíf þá ljóma ánægjustöðvarnar í heilanum og það getur reynst einhverjum erfitt að halda sig innan ramma skynseminnar.“ Nú á tímum segir Björg að einstaklingar geri þær kröfur að þeir vilji fá mikið út úr lífinu, sem sé jákvætt. En þó eigi sumir það til að detta í þann hugsunarhátt að ef eitthvað er ekki að virka þá þurfi að skipta því út frekar en að reyna að laga það. Að skipta því út sem er ekki að virka segir Björg að sé hugsunarháttur sem á alls ekki alltaf við hjónabönd og því sé alltaf best að reyna að laga hlutina. Getty Gleymist að rækta parasambandið „Ef við erum ekki ánægð í vinnunni þá finnum við okkur nýja vinnu. Ég legg áherslu á það við mín pör, að skipta frekar um vinnu en að skipta um maka, það er miklu minna vesen. Við viljum fá mikla tengingu frá maka okkar en áttum okkur ekki endilega á því að við þurfum að leggja í vinnu til þess að viðhalda tengslunum og neistanum sem var í gangi í byrjun sambands.“ Því vakna sumir einstaklingar upp við það eftir að hafa eignast börn og klifið metorðastigann í vinnunni að það gleymdist að rækta parasambandið. Svo eru allir allt í einu óhamingjusamir. Þarna segist Björg vilja doka við og fá pör til að skoða þetta vel. Hún segist leggja mikla áherslu á að gera þeim grein fyrir því að þó að þau séu ekki hamingjusöm akkúrat núna að þá sé vel hægt að komast þangað aftur. „Rannsóknir sýna fram á að hjónabandsánægja er mest áður en börnin koma í heiminn og þegar þau eru farin af heiman. Þess vegna er ráðlegt að fara í parameðferð til að kortleggja hvað er mikilvægt að gera fyrir parasambandið og þá helst áður en mikill vandi kemur upp.“ Auðveldara að vinna úr framhjáhaldi ef ekkert er dregið undan Að leggja öll spilin á borðið þegar framhjáhald kemur upp í sambandi segir hún vera mjög mikilvægt til þess að pör eigi meiri möguleika á því að vinna út úr svikunum. „Framhjáhald er alltaf ákvörðun sem er tekin af viðkomandi. Ef einstaklingur er undir áhrifum áfengis þá er það örlítið öðruvísi þar sem áfengi hægir á virkni framheilans sem við þurfum nauðsynlega á að halda til að taka vitrænar ákvarðanir.“ Það er alltaf best í meðferð að segja hvernig hlutirnir voru í raun og veru, í stað þess að draga undan. Þá legg ég áherslu á að leggja öll spilin á borðið því ef makinn finnur með sjálfur sannleikann eftir öðrum leiðum þá er það flóknara að vinna úr því. Stundum er of seint að grípa í taumana eftir að framhjáhald hefur komið upp í samböndum en segir Björg þó að fólk ætti alltaf að reyna að fá hjálp til þess að laga sambandið. Getty Alltaf mikilvægt að reyna að laga sambandið Heldur fólk bara framhjá ef það er óhamingjusamt eða í slæmu sambandi? „Oft á tíðum vantar eitthvað uppá í sambandinu en ég sé það alltof oft að það getur verið jafn hversdagslegur hlutur og eins tímaskortur sem veldur því að fólk sé óhamingjusamt. Rannsóknir sýna líka að framhjáhald á sér einnig stað í hamingjusömum hjónaböndum þar sem einstaklingar elska ennþá maka sinn.“ Sumir halda framhjá sem nokkurs konar útkomuleið úr sambandi og segir Björg allan gang á því hvort framhjáhald komi upp í góðum samböndum eða slæmum. Hjá sumum pörum er það of seint að grípa í taumana því of langt er liðið. Samt sem áður er alltaf mikilvægt að reyna. Framhjáhald og framhjáhald. Stundum er svo mikill stigsmunur á alvarleika framhjáhalds. Er ekki mikilvægt þegar kemur að fyrirgefningu að taka allt inn í myndina? „Framhjáhald getur verið af mörgum toga. Það getur verið framhjáhald eina kvöldstund þar sem var of mikil drykkja og hömluleysi sem því fylgir. Það er í raun skásta týpan af framhjáhaldi en það getur samt sem áður haft mikil áhrif á traust og það er fullt af tilfinningum sem fylgja.“ Framhjáhald þar sem ástarsamband er myndað sem stendur í nokkurn tíma er öllu erfiðara og veldur enn meiri sársauka. Makinn sem verður fyrir barðinu á framhjáhaldinu fær mikið áfall og heimur hans hrynur í raun á einu augnabliki. Þarna er allt öryggi og traust farið og það þarf að byggja það aftur frá grunni. Tilfinningalegt framhjáhald flókið að vinna úr Tilfinningalegt framhjáhald er eitthvað sem lítið hefur verið í umræðunni en segir Björg það einnig geta verið flókið að vinna úr slíkum svikum. „Tilfinningalegt framhjáhald er þegar ræktaðar eru tilfinningar án þess að stíga líkamlegu skrefin. Það getur líka verið afar flókið að vinna úr slíkum málum. Nútíma manneskjan skilur varla við símann sinn í örstutta stund nú til dags. Líf okkar fer að miklu leyti fram í gegnum símana okkar.“ Í dag segir Björg stöðugt algengara að fólk leyni klámnotkun sinni fyrir makanum sem getur ollið vanda á milli fólks. Það getur einnig verið flókið að vinna úr slíkum málum. Það er algengara að karlmenn séu háðari klámi en konur og ég hef aðstoðað mörg pör að vinna úr slíkum vanda. Þarna upplifir makinn að brotið sé á sér vegna þess að makinn fór leynt með klámnotkun. Það er eðlilegt að pör stundi sjálfsfróun í sitt hvoru lagi en það sem er ekki í lagi er að annar makinn sé að fela það fyrir hinum. Björg segist hafa áhyggjur yfir því hversu mikið ungir strákar horfi á klám og að þeir haldi að það sem fari þar fram sé eðlilegt. „Sumir geta orðið háðir því og eiga svo í erfiðleikum með að stoppa slíka notkun þegar þeir eru komnir í samband.“ Björg segir það sína reynslu að það sé sannarlega hægt að vinna úr framhjáhaldi og sum sambönd verði jafnvel sterkari eftir að hafa farið í þá vinnu. Getty Tímaskortur aðalástæða óhamingju í sambandi Hverjar eru helstu ástæður framhjáhalds að þínu mati? „Mín reynsla inni á stofu hjá mér virðist í raun vera tímaskortur. Að fólk gefi ekki parasambandinu sínu ekki nægan tíma og rækti ekki nándina á milli sín. Það er í raun algjör klikkun að vera tveir útivinnandi foreldrar með tvö eða þrjú börn. Hvar er tíminn fyrir parasambandið? Þetta finnst mér vera helsta ástæða þess að einstaklingar halda framhjá þegar þeir finna svo spennu gagnvart nýjum aðila. Hafa ber í huga að það kemur mánudagur líka í því sambandi og oft á tíðum er lífið flóknara eftir skilnað og þá sérstaklega ef um börn er að ræða.“ Þegar það kemur upp framhjáhald eða svik í samböndum hvað ráðleggur þú fólki að gera? Það er mín reynsla að sannarlega sé hægt að vinna úr framhjáhaldi og þrátt við að það séu skref sem séu erfið þá hef ég séð sambönd sem hafa orðið sterkari fyrir vikið eftir að unnið er úr tilfinningalegu sárunum eins og ég tala um. „Þegar við hrösum niður stiga og fáum opið sár þá saumum við sárið ekki saman sjálf heldur förum til niður á spítalann og látum fagmann vinna verkið. Það er mikilvægt þegar um framhjáhald er að ræða að leita til meðferðaraðila sem getur komið þeirri vinnu af stað að sauma tilfinningalegt sár sem engu að síður er mikilvægt að sauma saman.“ - Framhjáhaldarinn – það gleymist stundum að tala um hann. Getur verið að hann þurfi meiri hjálp en fólk gerir sér grein fyrir. Fólk situr kannski upp með skömm og sektarkennd sem það finnst það ekki geta unnið úr? „Framhjáhald er flókið fyrir báða aðila en sá sem heldur framhjá þarf að takast á við að það að horfast í augu við skömmina sem getur verið afar flókið. Þetta er helsta ástæða fyrir því að sá sem heldur framhjá er ekki oft að ræða framhjáhaldið við maka sinn.“ Makinn þarf hins vegar sárlega á því að halda til það komast úr erfiðleikunum því með samtalinu byggir hann aftur upp traust gagnvart maka sínum. Þegar framhjáhald kemur upp þá hvet ég fólk að ræða ekki slík mál við alla vini sína eða fjölskyldumeðlimi heldur velja úr aðila sem þeir treysta vel. „Því þegar framhjáhald kemur upp þá eðlilega getur komið upp reiði og makinn sækir styrk hjá vini eða fjölskyldumeðlimi. Ef síðan er tekin ákvörðun að fara aftur til makans þá eiga sumir vinir og ættingjar í erfiðleikum með að skilja ástæðuna og sýna stuðning.“ Sumir geta upplifað skömm við það að fyrirgefa maka sínum eftir framhjáhald og vilja reyna aftur.Getty Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi Þarna segir Björg að fólk geti upplifað mikla skömm og ekki sóst í þann stuðning sem það þarf verulega á að halda á þessum tíma. Hún segir að fólk sem standi fyrir utan sambandið hafi ekki alltaf skilning á þeirri miklu vinnu sem fer í það að vinna úr svikunum og dæmi því frekar en að reyna að skilja. „Þegar of margir vita af framhjáhaldinu getur fólk upplifað oft á tíðum óþarfa skömm að fara til baka og reyna aftur. Það ætti ekki að vera þannig því að það er engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi.“ Að lokum tölum við um fyrirgefninguna. Hvenær á að fyrirgefa framhjáhald og hvenær ekki? „Hvenær á að fyrirgefa framhjáhald og hvenær ekki fer algjörlega eftir því hvort að sá sem haldið er framhjá geti hreinlega fyrirgefið. Þrátt fyrir að fyrirgefning eigi sér stað þá eru alltaf minningar tengdar framhjáhaldinu sem geta dúkkað upp af og til og þá er bara ein leið út úr því ef vanlíðan kemur upp og það er að geta rætt við maka sinn.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir Flestir vilja meiri rómantík í ástarsambandið Rómantík er ekki bara rósir og ástarljóð og mjög misjafnt hvað er rómantískt fyrir hverjum og einum. En hvernig svo sem við skilgreinum hana er rómantíkin stór partur af flestum ástarsamböndum. 14. júní 2021 22:02 Í hvernig stellingu finnst þér best að sofa með makanum þínum? Hvort sem fólk hefur mikla snertiþörf eða ekki þá er mjög misjafnt hversu mikla snertingu fólk kýs þegar það fer að sofa. 14. júní 2021 14:30 Einhleypan: Fullbólusett og til í ástarævintýri Hún segist ennþá vera föst á gelgjunni, drekkur mjólkurkaffi, heillast að húmor og metnaði og langar í þyrluflug yfir gosið. Þorgerður Þóranna Ævarsdóttir er Einhleypa vikunnar. 6. júní 2021 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Í dag starfar Björg sem fjölskyldumeðferðarfræðingur á Sálfræðistofunni Höfðabakka og hefur hún einsett sér það að aðstoða fjölskyldur og pör sem eiga við vanda að stríða. Eignaðist þrjú börn á fjórum árum Björg er lærður ljósmyndari og hefur átt farsælan feril sem slíkur. Ástæðuna fyrir því að hún ákvað að skipta um starfsferil og fara í sálfræðinám segir hún hafa verið persónulegs eðlis. „Ég eignaðist þrjú börn á fjórum árum. Ég elska að vera mamma en ég verð að viðurkenna að á tíma var aðeins of mikið að gera í barnauppeldi og vinnu. Ég áttaði mig á því að það væri í raun og veru enginn sem væri með röddina fyrir parasambandið. Ef við gefum okkur ekki tíma til að rækta sambandið þá getur það orðið til þess upp komi vandamál.“ Faðir Bjargar er séra Vigfús Þór Árnason og segir Björg starf hans, við það að aðstoða fólk sem er á erfiðum stað í lífinu, hafa veitt sér mikinn innblástur. Það kom því foreldrum hennar ekki á óvart þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross eftir tólf ára feril sem ljósmyndari og fara í sálfræðinám. Hentar börnum oftast best ef foreldrar þeirra eru saman „Í gegnum námið var áhugi minn alltaf á parameðferð og sá áhugi breyttist ekki heldur fremur styrktist í náminu. Sálfræðinámið er að mínu mati mikilvægt þegar unnið er með fólki því geðsjúkdómar eru algengir í samfélaginu og eru mörg pör að kljást við áhrif þeirra inn í parasambandið.“ „Að mínu mati er það stærsta heilbrigðismál okkar tíma að fjölskyldur og pör fái viðeigandi meðferð í erfiðum aðstæðum. Rannsóknir sýna að fjölskyldu- og paravinna getur á endanum sparað samfélaginu stórfé. Þeir áhrifaþættir sem skipta mestu máli hvað varðar manneskjuna eru erfðir og umhverfi. Við breytum ekki erfðunum en við getum haft áhrif á umhverfið.“ Því er foreldrahlutverkið mikilvægasta hlutverkið sem við sinnum í lífinu. Það hentar börnum oftast best ef foreldrar þeirra eru saman. Skilnaður getur verið erfiður fyrir börn að ganga í gegnum og þá sérstaklega ef það er ósætti á milli foreldra. Við tölum um skilnaði, ósætti og framhjáhöld en Björg leggur mikla áherslu á það í sinni vinnu að hjálpa pörum sem hafa upplifað framhjáhald og vilja vinna sig í gegnum það. Í vinnu sinni aðstoðar Björg pör sem hafa upplifað framhjáhald og vilja vinna sig í gegnum það. Getty Framhjáhalds-týpur eru mýta Stundum er talað um ákveðnar framhjáhalds-týpur og hefur því verið fleygt fram að sá sem heldur framhjá einu sinni muni líklega alltaf gera það. Er sumt fólk bara „framhjáhaldarar“ í eðli sínu? „Að mínu mati eru alls engar dæmigerðar framhjáhalds-týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekki endilega aftur. Ef einstaklingar fara í uppgjör vegna framhjáhalds og meðfylgjandi vinnu, þá hefur sá sem hélt framhjá áhuga á að vinna í sínu sambandi og þá fer hann yfirleitt ekki að valda þessum sársauka aftur.“ Þó svo að ég óski engum að fara í gegnum þá erfiðu reynslu að vinna úr framhjáhaldi þá hef ég séð það margoft að sambönd geta líka orðið sterkari eftir slíka reynslu. Ég sé pör eiga innileg samtöl í uppgjörinu sem eru jafnvel ekki búin að eiga innileg samtöl í langan tíma. „Þegar unnið eru úr framhjáhaldi þá bið ég fólk oft á tíðum að kveðja gamla sambandið sitt til þess að byggja upp nýtt samband. Í uppgjörinu er farið vel yfir hvað á að tilheyra nýja parasambandinu meðfram því að vinna úr tilfinningunum sem tengjast framhjáhaldinu.“ Daður getur kitlað egóið Björg segist því algjörlega ósammála að til séu til sérstakar framhjáhalds týpur þó svo að sumir einstaklingar séu vissulega líklegri til að daðra meira en aðrir. Í daðrinu þurfi þó mörkin að vera skýr. „Flestir passa sig þó að fara ekki of langt þar. Þá kitlar slíkur áhugi egóið og sumir missa lappirnar undan sér og ganga of langt. Þegar við borðum súkkulaði eða stundum kynlíf þá ljóma ánægjustöðvarnar í heilanum og það getur reynst einhverjum erfitt að halda sig innan ramma skynseminnar.“ Nú á tímum segir Björg að einstaklingar geri þær kröfur að þeir vilji fá mikið út úr lífinu, sem sé jákvætt. En þó eigi sumir það til að detta í þann hugsunarhátt að ef eitthvað er ekki að virka þá þurfi að skipta því út frekar en að reyna að laga það. Að skipta því út sem er ekki að virka segir Björg að sé hugsunarháttur sem á alls ekki alltaf við hjónabönd og því sé alltaf best að reyna að laga hlutina. Getty Gleymist að rækta parasambandið „Ef við erum ekki ánægð í vinnunni þá finnum við okkur nýja vinnu. Ég legg áherslu á það við mín pör, að skipta frekar um vinnu en að skipta um maka, það er miklu minna vesen. Við viljum fá mikla tengingu frá maka okkar en áttum okkur ekki endilega á því að við þurfum að leggja í vinnu til þess að viðhalda tengslunum og neistanum sem var í gangi í byrjun sambands.“ Því vakna sumir einstaklingar upp við það eftir að hafa eignast börn og klifið metorðastigann í vinnunni að það gleymdist að rækta parasambandið. Svo eru allir allt í einu óhamingjusamir. Þarna segist Björg vilja doka við og fá pör til að skoða þetta vel. Hún segist leggja mikla áherslu á að gera þeim grein fyrir því að þó að þau séu ekki hamingjusöm akkúrat núna að þá sé vel hægt að komast þangað aftur. „Rannsóknir sýna fram á að hjónabandsánægja er mest áður en börnin koma í heiminn og þegar þau eru farin af heiman. Þess vegna er ráðlegt að fara í parameðferð til að kortleggja hvað er mikilvægt að gera fyrir parasambandið og þá helst áður en mikill vandi kemur upp.“ Auðveldara að vinna úr framhjáhaldi ef ekkert er dregið undan Að leggja öll spilin á borðið þegar framhjáhald kemur upp í sambandi segir hún vera mjög mikilvægt til þess að pör eigi meiri möguleika á því að vinna út úr svikunum. „Framhjáhald er alltaf ákvörðun sem er tekin af viðkomandi. Ef einstaklingur er undir áhrifum áfengis þá er það örlítið öðruvísi þar sem áfengi hægir á virkni framheilans sem við þurfum nauðsynlega á að halda til að taka vitrænar ákvarðanir.“ Það er alltaf best í meðferð að segja hvernig hlutirnir voru í raun og veru, í stað þess að draga undan. Þá legg ég áherslu á að leggja öll spilin á borðið því ef makinn finnur með sjálfur sannleikann eftir öðrum leiðum þá er það flóknara að vinna úr því. Stundum er of seint að grípa í taumana eftir að framhjáhald hefur komið upp í samböndum en segir Björg þó að fólk ætti alltaf að reyna að fá hjálp til þess að laga sambandið. Getty Alltaf mikilvægt að reyna að laga sambandið Heldur fólk bara framhjá ef það er óhamingjusamt eða í slæmu sambandi? „Oft á tíðum vantar eitthvað uppá í sambandinu en ég sé það alltof oft að það getur verið jafn hversdagslegur hlutur og eins tímaskortur sem veldur því að fólk sé óhamingjusamt. Rannsóknir sýna líka að framhjáhald á sér einnig stað í hamingjusömum hjónaböndum þar sem einstaklingar elska ennþá maka sinn.“ Sumir halda framhjá sem nokkurs konar útkomuleið úr sambandi og segir Björg allan gang á því hvort framhjáhald komi upp í góðum samböndum eða slæmum. Hjá sumum pörum er það of seint að grípa í taumana því of langt er liðið. Samt sem áður er alltaf mikilvægt að reyna. Framhjáhald og framhjáhald. Stundum er svo mikill stigsmunur á alvarleika framhjáhalds. Er ekki mikilvægt þegar kemur að fyrirgefningu að taka allt inn í myndina? „Framhjáhald getur verið af mörgum toga. Það getur verið framhjáhald eina kvöldstund þar sem var of mikil drykkja og hömluleysi sem því fylgir. Það er í raun skásta týpan af framhjáhaldi en það getur samt sem áður haft mikil áhrif á traust og það er fullt af tilfinningum sem fylgja.“ Framhjáhald þar sem ástarsamband er myndað sem stendur í nokkurn tíma er öllu erfiðara og veldur enn meiri sársauka. Makinn sem verður fyrir barðinu á framhjáhaldinu fær mikið áfall og heimur hans hrynur í raun á einu augnabliki. Þarna er allt öryggi og traust farið og það þarf að byggja það aftur frá grunni. Tilfinningalegt framhjáhald flókið að vinna úr Tilfinningalegt framhjáhald er eitthvað sem lítið hefur verið í umræðunni en segir Björg það einnig geta verið flókið að vinna úr slíkum svikum. „Tilfinningalegt framhjáhald er þegar ræktaðar eru tilfinningar án þess að stíga líkamlegu skrefin. Það getur líka verið afar flókið að vinna úr slíkum málum. Nútíma manneskjan skilur varla við símann sinn í örstutta stund nú til dags. Líf okkar fer að miklu leyti fram í gegnum símana okkar.“ Í dag segir Björg stöðugt algengara að fólk leyni klámnotkun sinni fyrir makanum sem getur ollið vanda á milli fólks. Það getur einnig verið flókið að vinna úr slíkum málum. Það er algengara að karlmenn séu háðari klámi en konur og ég hef aðstoðað mörg pör að vinna úr slíkum vanda. Þarna upplifir makinn að brotið sé á sér vegna þess að makinn fór leynt með klámnotkun. Það er eðlilegt að pör stundi sjálfsfróun í sitt hvoru lagi en það sem er ekki í lagi er að annar makinn sé að fela það fyrir hinum. Björg segist hafa áhyggjur yfir því hversu mikið ungir strákar horfi á klám og að þeir haldi að það sem fari þar fram sé eðlilegt. „Sumir geta orðið háðir því og eiga svo í erfiðleikum með að stoppa slíka notkun þegar þeir eru komnir í samband.“ Björg segir það sína reynslu að það sé sannarlega hægt að vinna úr framhjáhaldi og sum sambönd verði jafnvel sterkari eftir að hafa farið í þá vinnu. Getty Tímaskortur aðalástæða óhamingju í sambandi Hverjar eru helstu ástæður framhjáhalds að þínu mati? „Mín reynsla inni á stofu hjá mér virðist í raun vera tímaskortur. Að fólk gefi ekki parasambandinu sínu ekki nægan tíma og rækti ekki nándina á milli sín. Það er í raun algjör klikkun að vera tveir útivinnandi foreldrar með tvö eða þrjú börn. Hvar er tíminn fyrir parasambandið? Þetta finnst mér vera helsta ástæða þess að einstaklingar halda framhjá þegar þeir finna svo spennu gagnvart nýjum aðila. Hafa ber í huga að það kemur mánudagur líka í því sambandi og oft á tíðum er lífið flóknara eftir skilnað og þá sérstaklega ef um börn er að ræða.“ Þegar það kemur upp framhjáhald eða svik í samböndum hvað ráðleggur þú fólki að gera? Það er mín reynsla að sannarlega sé hægt að vinna úr framhjáhaldi og þrátt við að það séu skref sem séu erfið þá hef ég séð sambönd sem hafa orðið sterkari fyrir vikið eftir að unnið er úr tilfinningalegu sárunum eins og ég tala um. „Þegar við hrösum niður stiga og fáum opið sár þá saumum við sárið ekki saman sjálf heldur förum til niður á spítalann og látum fagmann vinna verkið. Það er mikilvægt þegar um framhjáhald er að ræða að leita til meðferðaraðila sem getur komið þeirri vinnu af stað að sauma tilfinningalegt sár sem engu að síður er mikilvægt að sauma saman.“ - Framhjáhaldarinn – það gleymist stundum að tala um hann. Getur verið að hann þurfi meiri hjálp en fólk gerir sér grein fyrir. Fólk situr kannski upp með skömm og sektarkennd sem það finnst það ekki geta unnið úr? „Framhjáhald er flókið fyrir báða aðila en sá sem heldur framhjá þarf að takast á við að það að horfast í augu við skömmina sem getur verið afar flókið. Þetta er helsta ástæða fyrir því að sá sem heldur framhjá er ekki oft að ræða framhjáhaldið við maka sinn.“ Makinn þarf hins vegar sárlega á því að halda til það komast úr erfiðleikunum því með samtalinu byggir hann aftur upp traust gagnvart maka sínum. Þegar framhjáhald kemur upp þá hvet ég fólk að ræða ekki slík mál við alla vini sína eða fjölskyldumeðlimi heldur velja úr aðila sem þeir treysta vel. „Því þegar framhjáhald kemur upp þá eðlilega getur komið upp reiði og makinn sækir styrk hjá vini eða fjölskyldumeðlimi. Ef síðan er tekin ákvörðun að fara aftur til makans þá eiga sumir vinir og ættingjar í erfiðleikum með að skilja ástæðuna og sýna stuðning.“ Sumir geta upplifað skömm við það að fyrirgefa maka sínum eftir framhjáhald og vilja reyna aftur.Getty Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi Þarna segir Björg að fólk geti upplifað mikla skömm og ekki sóst í þann stuðning sem það þarf verulega á að halda á þessum tíma. Hún segir að fólk sem standi fyrir utan sambandið hafi ekki alltaf skilning á þeirri miklu vinnu sem fer í það að vinna úr svikunum og dæmi því frekar en að reyna að skilja. „Þegar of margir vita af framhjáhaldinu getur fólk upplifað oft á tíðum óþarfa skömm að fara til baka og reyna aftur. Það ætti ekki að vera þannig því að það er engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi.“ Að lokum tölum við um fyrirgefninguna. Hvenær á að fyrirgefa framhjáhald og hvenær ekki? „Hvenær á að fyrirgefa framhjáhald og hvenær ekki fer algjörlega eftir því hvort að sá sem haldið er framhjá geti hreinlega fyrirgefið. Þrátt fyrir að fyrirgefning eigi sér stað þá eru alltaf minningar tengdar framhjáhaldinu sem geta dúkkað upp af og til og þá er bara ein leið út úr því ef vanlíðan kemur upp og það er að geta rætt við maka sinn.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir Flestir vilja meiri rómantík í ástarsambandið Rómantík er ekki bara rósir og ástarljóð og mjög misjafnt hvað er rómantískt fyrir hverjum og einum. En hvernig svo sem við skilgreinum hana er rómantíkin stór partur af flestum ástarsamböndum. 14. júní 2021 22:02 Í hvernig stellingu finnst þér best að sofa með makanum þínum? Hvort sem fólk hefur mikla snertiþörf eða ekki þá er mjög misjafnt hversu mikla snertingu fólk kýs þegar það fer að sofa. 14. júní 2021 14:30 Einhleypan: Fullbólusett og til í ástarævintýri Hún segist ennþá vera föst á gelgjunni, drekkur mjólkurkaffi, heillast að húmor og metnaði og langar í þyrluflug yfir gosið. Þorgerður Þóranna Ævarsdóttir er Einhleypa vikunnar. 6. júní 2021 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Flestir vilja meiri rómantík í ástarsambandið Rómantík er ekki bara rósir og ástarljóð og mjög misjafnt hvað er rómantískt fyrir hverjum og einum. En hvernig svo sem við skilgreinum hana er rómantíkin stór partur af flestum ástarsamböndum. 14. júní 2021 22:02
Í hvernig stellingu finnst þér best að sofa með makanum þínum? Hvort sem fólk hefur mikla snertiþörf eða ekki þá er mjög misjafnt hversu mikla snertingu fólk kýs þegar það fer að sofa. 14. júní 2021 14:30
Einhleypan: Fullbólusett og til í ástarævintýri Hún segist ennþá vera föst á gelgjunni, drekkur mjólkurkaffi, heillast að húmor og metnaði og langar í þyrluflug yfir gosið. Þorgerður Þóranna Ævarsdóttir er Einhleypa vikunnar. 6. júní 2021 20:01