Hékk úr loftinu fyrir framan þúsund áhorfendur eftir að búnaðurinn bilaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:30 Mosfellingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir er nýjasti gesturinn í þættinum Á rúntinum. Tónlistarkonan Greta Salóme virðist alltaf vera á fullu, hvort sem það sé að spila tónlist hér og þar, breyta sumarbústað eða taka ræktina með trompi þá er hún alveg létt ofvirk og á erfitt með að gera ekki neitt. Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme Á rúntinum Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme
Á rúntinum Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira