Stórstjörnur LA Clippers aftur báðir yfir þrjátíu stigin í sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 07:31 Kawhi Leonard treður hér yfir Derrick Favors, miðherja Utah Jazz, í leiknum í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks jöfnuðu bæði metin í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira