Lífið

Svona kemst þú upp úr hjólfarinu og tekur skref áfram

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir eru þáttastjórnendur Normsins.
Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir eru þáttastjórnendur Normsins.

„Okkar mesti veikleiki er þegar við gefumst upp, besta leiðin til að ná árangri er að reyna einu sinni enn,“ er tilvitnun nýjasta þáttar Normsins. Tilvitnunina á Thomas Edison. Umræðuefni þáttarins er að taka skref áfram í átt að framtíðinni.

Flestir þekkja að það er leiðinlegt að vera fastur í sama hjólfarinu. Í þættinum koma þær Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjónsdóttir með góðar vangaveltur um það hvaða breytingar fólk getur gert, til að færa sig nær því sem það langar að upplifa í lífinu.

„Stundum er maður hressilega fastur í sama hjólfarinu, í mislangan tíma. Hættum því og byrjum að skoða hvaða hjólför gætu leynst í okkar lífi.“

Eitt atriði sem þær nefna er að það getur verið að halda þér aftur ef það er ekki samræmi á milli hegðunar og væntinga. Væntingar geta nefnilega oft valdið okkur gremju eins og þær bentu á í þættinum. Fyrri þátturinn af Taktu lífið lengra er kominn út á Spotify og má einnig heyra í spilaranum neðst í fréttinni.

Einu skrefi nær

„Það er heilbrigt að hafa væntingar en þær þurfa að vera raunhæfar,“ segir Sylvía meðal annars.

Annað sem getur haldið fólki föstu í sama hjólfarinu er að búast við árangri strax  (e.instant success).

„Maður á ekki endilega rétt á árangri í lífinu,“ bendir Eva á. Þú þarft nefnilega að vinna fyrir hlutunum og það er ekkert alltaf endilega dans á rósunum. Þær nefna líkamann sem dæmi. Margir vilja vera í toppstandi en eru kannski ekki að taka öll skrefin til að koma líkamanum í það toppstand.

„Þú færist einu skrefi nær en þarft örugglega að taka þúsund,“ segir Sylvía. Hún bendir á mikilvægi þess að njóta þess að taka öll þessi skref.

„Þetta snýst ekki um áfangastaðinn heldur leiðina þangað,“ segir Eva.

Að efna loforðin

Þær benda á að margir velji skyndilausnirnar og búist við varanlegum góðum árangri, en þar sé stöðugleikinn og samkvæmnin mikilvæg.

„Þetta er það sem er kallað consistancy, að mæta á staðinn jafnt og þétt og vinna að einhverju. Þetta er bara nauðsynlegt. Þá er ég ekkert að tala um daga eða vikur, heldur erum við að tala um mánuði eða ár,“ segir Eva.

Sylvía bendir á að þessi samkvæmni styrki sjálfstraustið.

„Þú efnir loforðin við sjálfan þig,“ segir Sylvía. „Þarna liggur sjálfstraustið okkar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að setja sér lítil markmið á dag og efna þau og byggja þannig upp sjálfstraustið og svo stækka verkefnin.“

Þær segja að þetta geti verið erfitt en sé samt nauðsynlegt.

„Ég held að ef þú tekur eitthvað út úr þessum þætti í dag, nennir þú að taka þetta. Að setja loforð fyrir ykkur á hverjum einasta degi og efna þau,“ segir Sylvía.

Í þættinum fjalla þær einnig um atriði eins og pressuna í kringum væntingar, að við vitum ekki allt, afleiðingar þess að gleyma að horfa á heildarmyndina, að festast í litlu skrefunum. Einnig að leyfa sér að vera of mikið hikandi í þægindunum, að hræðast að leyfa sér að skína, hvaða áhrif það getur haft að loka hurðum og margt fleira tengt því að festast ekki lengi í sömu hjólförunum og taka skref áfram í átt að framtíðinni.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: 116 - Taktu lífið lengra pt.1

Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“

Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 

„Ég er ekki með neina eftirsjá“

„Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð.

Var nálægt gjaldþroti en gafst ekki upp

„Ég er ótrúlega mikið ég sjálf og ég er búin að læra að meta það hvað það er ótrúlega dýrmætt,“ segir Gerður Arinbjarnar, frumkvöðull og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×