Leikmaður ársins fyrst rekinn út úr húsi og svo sópað í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 07:31 Devin Booker lét Nikola Jokic heyra það eftir brotið sem á endanum kallaði á annars stiga ásetningsvillu á Jokic og snemmbúna ferð í sturtu. AP/David Zalubowski Tímabilinu er lokið hjá Nikola Jokic og félögum hans í Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta eftir að þeir töpuðu fjórða leiknum í röð á móti Phoenix Suns í nótt. Suns er þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitum deildanna. Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 125-118 og þar með einvígið 4-0. Chris Paul skoraði 37 stig í leiknum og Devin Booker var með 34 stig. Phoenix vann þrjá síðustu leikina á móti Lakers og hefur því unnið sjö leiki í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Suns liðið kemst svo langt í úrslitakeppninni. CP3 TAKES OVER. SUNS ADVANCE. 37 points on 14-19 shooting25 points on 10-12 in 2nd half@CP3, @Suns are headed to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame pic.twitter.com/h2ESaNwZ3U— NBA (@NBA) June 14, 2021 Nikola Jokic var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar á tímabilinu en það var langt frá því að hann hafi fengið einhverja stjörnumeðferð frá dómurum leiksins sem ráku hann út úr húsi í þriðja leikhluta fyrir brot á Cameron Payne. Flestir voru mjög ósáttir með þennan dóm. „Ég vildi breyta taktinum í leiknum og gefa okkur smá orku. Ég reyndi að brjóta harkalega af mér en hitti ég hann? Ég veit það ekki. Ég biðst afsökunar ef ég gerði það því ég ætlaði aldrei að meiða hann eða slá hann viljandi í höfuðið,“ sagði Nikola Jokic. Book with another closeout game.34 PTS11 REB@Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T! #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/cgfS5r1BTa— NBA (@NBA) June 14, 2021 Jokic er fyrsti leikmaður ársins sem er sópað í sumarfrí síðan Magic Johnson í lokaúrslitunum árið 1989. Jokic var kominn með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 28 mínútum þegar hann var sendur snemma í sturtu. „Mér fannst þetta aldrei vera annars stigs ásetningsvilla af því að hann er að reyna við boltann. Hann kemur aðeins við nefið hans Cameron Payne. Ég er í sjokki að þeir hafi dæmt svona villu á hann og rekið mikilvægasta leikmann deildarinnar út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Michael Malone þjálfari Denver Nuggets. Chris Paul klikkaði varla á skoti í leiknum en hann hitti úr 14 af 19 skotum og var auk stiganna 37 með 7 stoðsendingar. Booker tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en þeir félagar voru í sérflokki í stigaskorun liðsins. Will Barton var stighæstur hjá Denver með 25 stig, Michael Porter Jr. skoraði 20 stig og Monte Morris var með 19 stig. Nuggets saknaði náttúrulega stjörnuleikmanns síns Jamal Murray sem sleit krossband 12. apríl síðastliðinn. The updated #NBAPlayoffs bracket after the @Bucks even the series at 2-2 and the @Suns advance to the #NBAWCF presented by AT&T!MONDAY on TNT 7:30 PM ET: PHI@ATL (76ers lead 2-1)10:00 PM ET: UTA@LAC (Jazz lead 2-1) pic.twitter.com/qjXVEtZoKS— NBA (@NBA) June 14, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira