Floni fjarlægir plötu með Auði Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 16:15 Auður og Floni á kynningarmynd fyrir plötuna Venus. Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum. Í byrjun apríl síðastliðins gáfu tónlistarmennirnir Floni og Auður út stuttskífuna Venus. Nú hefur Floni tekið plötuna út af Spotify aðgangi sínum. Platan er þó enn aðgengileg á aðgangi Auðs. Lagið Týnd og einmana með þeim Flona og Auði enn í öðru sæti yfir vinsælustu lög Flona á Spotify. Ástæða þess að Floni fjarlægði plötuna hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. Auður hefur undanfarið verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjölda ungra kvenna. Auður gaf á dögunum út yfirlýsingu þar sem hann gengst við því að „hafa farið yfir mörk“ einnar konu árið 2019 en frábiður sér allar ásakanir um alvarlegt ofbeldi. Ásakanirnar hafa þegar haft margvíslegar afleiðingar á feril Auðs, hann hefur þurft að segja sig frá uppsetningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu, UN Women hafa fjarlægt allt markaðsefni með honum og hann mun ekki koma fram á tónleikum Bubba. Fyrir þá sem hafa ekki séð það þá verður Auður ekki með á tónleikum mínum 16 júní— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) June 7, 2021 Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í byrjun apríl síðastliðins gáfu tónlistarmennirnir Floni og Auður út stuttskífuna Venus. Nú hefur Floni tekið plötuna út af Spotify aðgangi sínum. Platan er þó enn aðgengileg á aðgangi Auðs. Lagið Týnd og einmana með þeim Flona og Auði enn í öðru sæti yfir vinsælustu lög Flona á Spotify. Ástæða þess að Floni fjarlægði plötuna hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. Auður hefur undanfarið verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjölda ungra kvenna. Auður gaf á dögunum út yfirlýsingu þar sem hann gengst við því að „hafa farið yfir mörk“ einnar konu árið 2019 en frábiður sér allar ásakanir um alvarlegt ofbeldi. Ásakanirnar hafa þegar haft margvíslegar afleiðingar á feril Auðs, hann hefur þurft að segja sig frá uppsetningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu, UN Women hafa fjarlægt allt markaðsefni með honum og hann mun ekki koma fram á tónleikum Bubba. Fyrir þá sem hafa ekki séð það þá verður Auður ekki með á tónleikum mínum 16 júní— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) June 7, 2021
Kynferðisofbeldi Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira