Lífið

Guðmundur Felix léttur í lauginni

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Felix brosir sínu breiðasta yfir árangri síðustu mánaða.
Guðmundur Felix brosir sínu breiðasta yfir árangri síðustu mánaða.

Guðmundur Felix Grétarsson deildi í gærkvöldi myndbandi af sér í sundlaug þar sem hann sést hreyfa annan handlegginn.

Guðmundur Felix Grétarsson varð fyrsti einstaklingurinn í heiminum sem fær grædda á sig tvo handleggi þegar hann undirgekkst tvöfalda handleggjaágræðslu.

Síðan þá hefur hann gengið í gegn um stífa endurhæfingu sem virðist vera farinn að bera árangur. Í myndbandi sem Guðmundur Felix birti á Facebook síðu sinni, Felix Gretarsson - Coaching, sést hann hreyfa hægri handlegginn í sundlaug með því að hnykkla tvíhöfðann.

Guðmundur Felix gat fyrst hnykklað tvíhöfðann í lok maí en það var fyrsta hreyfingin sem hann gat framkvæmt með nýju handleggjunum. Læknar Guðmundar höfðu talið að margir mánuðir væru í að hreyfing kæmist á handleggina.

Pælir í notkun fyrri eiganda handanna

Guðmundur Felix hefur tekist á við verkefnið að fá nýjar hendur af miklu æðruleysi og það er aldrei langt í grínið hjá honum. 

Í myndbandinu sem hann deildi í gær sýnir hann áhorfendum hvernig hann getur hreyft annan handlegginn og útskýrir hvernig ferlið hefur gengið. Að lokum segir hann árangurinn magnaðan miðað við að fyrir fimm mánuðum hafi einhver allt annar verið að stunda sjálfsfróun með handleggjunum

Myndbandið má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×