Skömmuðust sín eftir stærsta tap tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 07:31 Chris Paul kominn í skotfæri en Facundo Campazzo reynir að verjast. AP/Matt York Hinn 36 ára gamli Chris Paul átti annan stórleik þegar Phoenix Suns komst í 2-0 í einvígi sínu við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld. NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Phoenix vann leikinn af afar miklu öryggi en lokatölur urðu 123-98. Það er stærsta tap Denver á allri leiktíðinni og ekki laust við að þjálfari liðsins, Michael Malone, og hans menn skömmuðust sín hreinlega að tapa svo illa á þessu stigi keppninnar. „Þessi frammistaða var til skammar fyrir mig og alla mína leikmenn. Við förum út héðan niðurlútir og það með réttu. Það er ástæða fyrir því að fólkið á pöllunum kallaði „Suns í fjórum!“ og kalli eftir því að okkur verði sópað út því ef við spilum svona í Denver þá verður þetta mjög stutt sería,“ sagði Malone. Einvígið færist nú yfir til Denver þar sem Nikola Jokic, nýútnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar, og félagar þurfa að svara fyrir sig. Jokic skoraði 24 stig og tók 13 fráköst en fékk lítinn stuðning. Chris Paul hélt áfram þar sem frá var horfið í fyrsta leik einvígisins og bætti um betur. Hann átti heilar 15 stoðsendingar án þess að tapa boltanum einu sinni, og skoraði 17 stig. Axlarmeiðsli sem trufluðu hann í einvíginu við LA Lakers virðast ekki há honum lengur. Devin Booker skoraði 18 stig og tók 10 fráköst. Phoenix var tíu stigum yfir í hálfleik og jók muninn í 86-67 fyrir lokaleikhlutann. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi en heimamenn slökuðu samt ekki á klónni og unnu 25 stiga sigur. Liðin mætast næst í Denver seint á föstudagskvöld.
NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira