Flottur urriði hjá ungum veiðimanni Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 08:53 Úlfljótsvatn geldur stundum fyrir það að vera of nálægt Þingvallavatni en á þann hátt að veiðimenn oft gleyma að veiða þetta ágæta vatn. Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni. Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði
Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni.
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði