Sá langneðsti úr nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 07:30 Nikola Jokic er í miðju einvígi við Phoenix Suns en var í nótt útnefndur mikilvægasti leikmaðurinn í NBA-deildarkeppninni í vetur. AP/Matt York Nikola Jokic varð í nótt fyrsti Serbinn og fyrsti leikmaður Denver Nuggets til að verða útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er þriðji Evrópubúinn í sögunni til að afreka það. Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun. NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun.
NBA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum