Opna 45 kílómetra gönguleið milli Knarrarós- og Selvogsvita Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2021 13:34 Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Markaðsstofa Suðurlands Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn. Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“ Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira