Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2021 12:00 Dagur B. Eggertsson fór á Hvannadalshnjúk um helgina ásamt góðum hópi. Facebook Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár. „Í júní fyrir þremur árum lagðist á mig gigt, svo kölluð fylgigigt. Hún kom einsog þruma úr heiðskíru lofti. Einsog sjálfsagt einhverjir muna var ég verulega slæmur lengi vel og þurfti að styðjast við staf allt fram til áramóta. Og ég er ennþá að sprauta mig vikulega með lyfjum. En þvílík undralyf. Um helgina sigraðist ég á sjálfum mér, gigtinni og (sjalfsköpuðu) hreyfingarleysi þessara ára með því að klífa Hvannadalshnjúk í frábærum hópi fólks. “ Kalt á toppnum Hópurinn hafði sextán tíma glugga til þess að komast upp og niður aftur á milli votviðris, vinda og skúra. „Við óðum snjó í ökkla upp og miðja kálfa niður og hreppum alls konar verður. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta hafi verið auðvelt. Eða að ég sé ekki með strengi og finni til hér og þar. Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum.“ Leiðsögumenn leiðangursins voru þau Marta Kusinska og Brook Woodman hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hrósar Dagur þeim fyrir fagmennskuna. „En þetta var magnað og ég get ekki lýst því með orðum hversu óralangt tilfinningin að ná þessum áfanga var á við óvissuna og glímuna við gigtina undangengin ár. Ég ætla að því að tileinka þessa göngu öllum sem glíma við gigt, og þakka Ragnari Frey gigtlækninum mínum og öllum sem hafa komið að meðferðinni.“ Dagur birti nokkrar myndir úr ferðinni á Instagram síðu sinni og má sjá þær í færslunni hér fyrir neðan. Fjallamennska Heilsa Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. 4. júní 2021 14:36 Vill seinka skóladeginum til að mæta þörfum unglinga Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. 7. júní 2021 11:11 Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 Dagur fer í veikindaleyfi Sýking tekið sig upp að nýju og borgarstjóri frá Borgarstjóri er í leyfi meðan hann nær sér af sýkingu. Hann greindist með alvarlegan gigtarsjúkdóm eftir að hafa fengið sömu sýkingu síðasta haust, en sú var alvarlegri. Hann ætlar ekki í langt veikindaleyfi og er vongóður um framhaldið. 12. október 2018 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
„Í júní fyrir þremur árum lagðist á mig gigt, svo kölluð fylgigigt. Hún kom einsog þruma úr heiðskíru lofti. Einsog sjálfsagt einhverjir muna var ég verulega slæmur lengi vel og þurfti að styðjast við staf allt fram til áramóta. Og ég er ennþá að sprauta mig vikulega með lyfjum. En þvílík undralyf. Um helgina sigraðist ég á sjálfum mér, gigtinni og (sjalfsköpuðu) hreyfingarleysi þessara ára með því að klífa Hvannadalshnjúk í frábærum hópi fólks. “ Kalt á toppnum Hópurinn hafði sextán tíma glugga til þess að komast upp og niður aftur á milli votviðris, vinda og skúra. „Við óðum snjó í ökkla upp og miðja kálfa niður og hreppum alls konar verður. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta hafi verið auðvelt. Eða að ég sé ekki með strengi og finni til hér og þar. Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum.“ Leiðsögumenn leiðangursins voru þau Marta Kusinska og Brook Woodman hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hrósar Dagur þeim fyrir fagmennskuna. „En þetta var magnað og ég get ekki lýst því með orðum hversu óralangt tilfinningin að ná þessum áfanga var á við óvissuna og glímuna við gigtina undangengin ár. Ég ætla að því að tileinka þessa göngu öllum sem glíma við gigt, og þakka Ragnari Frey gigtlækninum mínum og öllum sem hafa komið að meðferðinni.“ Dagur birti nokkrar myndir úr ferðinni á Instagram síðu sinni og má sjá þær í færslunni hér fyrir neðan.
Fjallamennska Heilsa Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. 4. júní 2021 14:36 Vill seinka skóladeginum til að mæta þörfum unglinga Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. 7. júní 2021 11:11 Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 Dagur fer í veikindaleyfi Sýking tekið sig upp að nýju og borgarstjóri frá Borgarstjóri er í leyfi meðan hann nær sér af sýkingu. Hann greindist með alvarlegan gigtarsjúkdóm eftir að hafa fengið sömu sýkingu síðasta haust, en sú var alvarlegri. Hann ætlar ekki í langt veikindaleyfi og er vongóður um framhaldið. 12. október 2018 07:00 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. 4. júní 2021 14:36
Vill seinka skóladeginum til að mæta þörfum unglinga Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. 7. júní 2021 11:11
Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59
Dagur fer í veikindaleyfi Sýking tekið sig upp að nýju og borgarstjóri frá Borgarstjóri er í leyfi meðan hann nær sér af sýkingu. Hann greindist með alvarlegan gigtarsjúkdóm eftir að hafa fengið sömu sýkingu síðasta haust, en sú var alvarlegri. Hann ætlar ekki í langt veikindaleyfi og er vongóður um framhaldið. 12. október 2018 07:00