Jón Arnór og Baldur gefa út lagið Alla leið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2021 09:08 Jón Arnór og Baldur láta sig dreyma um að koma fram einn daginn á stóra sviðinu á Þjóðhátíð. Bylgjan Vinirnir Jón Arnór Pétursson og Baldur Björn Arnarsson voru að senda frá sér lagið, Alla leið. Þeir eru 13 og 14 ára gamlir og sömdu lagið og textann sjálfir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir víðtæka reynslu af tónlist, dansi og leiklist. Þeir spila báðir á gítar og sömdu lagið Alla leið á gítar en Halldór Fjallabróðir sá um upptökur í stúdíói. Valgeir í Mammút spilaði þar á trommur í laginu. „Þetta er indípopprokkblanda,“ sögðu strákarnir um lagið í Bítinu á Bylgjunni. Á meðal þeirra fyrirmynda í tónlist eru Jón Jónsson, Friðrik Dór og Ingó Veðurguð. View this post on Instagram A post shared by Jón Arnór og Baldur (@jonarnor_og_baldur) Jón Arnór hefur leikið fyrir Krakka RÚV, í söngleiknum Matthildi, söngleiknum Kardimommubænum, sjónvarpsþáttunum Ófærð og svo var hann í öðru sæti fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent. Í framhaldinu hélt hann töfrasýningar víðsvegar um landið á bæjarhátíðum, árshátíðum og fjölskylduskemmtunum. Baldur lék líka í Matthildi og fyrir Krakka RÚV ásamt því að hafa farið með hlutverk í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum og fleiri verkefnum. Hann leikur nú í Níu líf og fer þar með hlutverk Bubba á yngri árum. Einnig hefur hann talsett í Disney teiknimynd og teiknimyndir eins og Hvolpasveitina. Báðir hafa þeir verið í Sönglist í Borgarleikhúsinu. Lagið Alla leið er komið á Spotify en var líka spilað í Bítinu þegar Jón Arnór og Baldur mættu þangað í viðtal og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir víðtæka reynslu af tónlist, dansi og leiklist. Þeir spila báðir á gítar og sömdu lagið Alla leið á gítar en Halldór Fjallabróðir sá um upptökur í stúdíói. Valgeir í Mammút spilaði þar á trommur í laginu. „Þetta er indípopprokkblanda,“ sögðu strákarnir um lagið í Bítinu á Bylgjunni. Á meðal þeirra fyrirmynda í tónlist eru Jón Jónsson, Friðrik Dór og Ingó Veðurguð. View this post on Instagram A post shared by Jón Arnór og Baldur (@jonarnor_og_baldur) Jón Arnór hefur leikið fyrir Krakka RÚV, í söngleiknum Matthildi, söngleiknum Kardimommubænum, sjónvarpsþáttunum Ófærð og svo var hann í öðru sæti fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent. Í framhaldinu hélt hann töfrasýningar víðsvegar um landið á bæjarhátíðum, árshátíðum og fjölskylduskemmtunum. Baldur lék líka í Matthildi og fyrir Krakka RÚV ásamt því að hafa farið með hlutverk í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum og fleiri verkefnum. Hann leikur nú í Níu líf og fer þar með hlutverk Bubba á yngri árum. Einnig hefur hann talsett í Disney teiknimynd og teiknimyndir eins og Hvolpasveitina. Báðir hafa þeir verið í Sönglist í Borgarleikhúsinu. Lagið Alla leið er komið á Spotify en var líka spilað í Bítinu þegar Jón Arnór og Baldur mættu þangað í viðtal og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira