Lífið

Steinrotaðist í gleðskap: „Slæmar hugmyndir enda alltaf illa“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Fjölmiðlamaðurinn Rikki G slasaðist ansi óheppilega síðustu helgi eftir að hafa fagnað sigri í pup quiz með því að fara á háhest á félaga sínum. 
Fjölmiðlamaðurinn Rikki G slasaðist ansi óheppilega síðustu helgi eftir að hafa fagnað sigri í pup quiz með því að fara á háhest á félaga sínum. 

„Ég er enginn Einstein edrú og hvað þá þegar ég er kominn í glas,“ segir fjölmiðlamaðurinn uppátækjasami Rikki G í símaspjalli við Brennsluna í morgun.

Rikki var fjarri góðu gamni þar sem hann þurfti að vera heima að jafna sig eftir að hafa slasast ansi óheppilega um helgina.

Eftir að hafa verið að skemmta á laugardagskvöldið fór Rikki ásamt konu sinni í teiti þar sem fólk var að spila popquiz. Eftir að hafa sigrað fékk Rikki þá frábæru hugmynd að fara á háhest á félaga sínum til að fagna.

„Áður en ég veit af flýg ég fram fyrir mig beint með andlitið á borðkrók og skell á borðið. Ég bara steinrotast!“

Þegar sjúkrabílinn kom á svæðið kom í ljós að atvikið fór betur en á horfðist í fyrstu og slapp Rikki með vægan heilahristing.

„Góðu fréttirnar eru þær að það þurfti bara að sauma þrjú spor í vörina á mér, svo losnaði reyndar ein tönn.“ 

Hægt er að hlusta á allt innslagið hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×