Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-31 | Jafntefli í spennutrylli Einar Kárason skrifar 31. maí 2021 19:29 Dagur og félagar mæta FH á nýjan leik á fimmtudag. Spennustigið var hátt og mikil læti í salnum þegar flautað var til leiks. Gestirnir úr Hafnarfirðinum skoruðu fyrsta mark leiksins en Eyjamenn svöruðu um hæl. ÍBV skoruðu svo næsta mark og tók við æsispennandi eltingaleikur. Mikið var skorað í upphafi leiks enda hraðinn mikill. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á sitt besta og þegar stundarfjórðungur var liðinn voru komin 18 mörk í leikinn og staðan 10-8 fyrir ÍBV. Þrátt fyrir að heimamenn hafi leitt allan fyrri hálfleikinn voru gestirnir aldrei langt undan og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en þrjú mörk. Þegar hálfleiksbjallan fór af stað eftir fyrri 30 mínúturnar var staðan 16-14. Síðari hálfleikurinn spilaðist nánast alveg eins og sá fyrri, þó með betri markvörslu sem hafði verið fremur slök í fyrri hálfleiknum. FH-ingum tókst í tvígang að jafna leikinn áður en ÍBV tóku forustuna á nýjan leik. Í seinna skiptið náðu þeir að jafna leikinn í stöðuna 28-28 þegar tæplega fimm mínútur voru eftir á klukkunni. Eyjamenn komust aftur yfir og gestirnir jöfnuðu. Leikurinn gekk þannig fyrir sig þar til staðan var orðin 31-31. Heimamenn voru með boltann þegar innan við mínúta var til leiksloka en misstu hann þegar dæmt var sóknarbrot. Boltinn því í höndum Hafnfirðinga sem áttu eina lokasókn. Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, bjargaði þá heimamönnum þegar Ágúst Birgisson fékk frítt skot niðri á línu með frábærri vörslu. Sinni fyrstu í leiknum. FH fengu dæmt aukakast þegar leiktíminn var liðinn en Egill Magnússon skaut í vörnina. Jafntefli því niðurstaðan í æsispennandi fyrri leik liðanna í úrslitakeppninni. Sigursteinn: Vona að FH-ingar fjölmenni á völlinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.vísir/Hulda. ,,Ég er ánægður með karakterinn í mínum mönnum," sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. ,,Við vorum að elta en sýndum seiglu. Þetta var hörkuleikur og vel spilaður. Ábyggilega mesta skemmtun fyrir fólk heima í stofu." ,,Varnarlega vorum við ekki nægilega öflugir. Við þurfum að finna lausnir þar en ég hef engar áhyggjur. Við getum alltaf gert betur en ég ætla að halda mig við það að mér fannst karakterinn og krafturinn góður. Það er eitthvað til að vinna með." Seinni leikur í Kaplakrika ,,Það er allt undir á fimmtudaginn og ég vona að allir FH-ingar fjölmenni á völlinn," sagði Sigursteinn. Dagur: Ætlum okkur áfram Dagur Arnarsson átti góðan leik í dag.vísir Dagur Arnarsson, leikmaður ÍBV, var svekktur eftir leik. ,,Við vorum með góða stöðu um miðjan seinni hálfleik. Fengum á okkur mikið af mörkum undir restina. Það er dýrt. Við vorum flottir í dag og þeir flottir síðustu tíu mínúturnar. Ég er ánægður með okkar leik heilt yfir en hefðum átt að klára hann." Eyjamenn töpuðu boltanum þegar innan við mínúta var til leiksloka vegna sóknarbrots. ,,Þeir fá síðustu sóknina og sem betur fer skoruðu þeir ekki. Þetta var dómur sem er 50/50. Ólögleg hindrun og við töpum boltanum." ,,Við ætlum okkur sigur (í seinni leiknum). Ætlum okkur áfram í þessari keppni, það er bara svoleiðis," sagði Dagur að lokum. Olís-deild karla ÍBV FH
Spennustigið var hátt og mikil læti í salnum þegar flautað var til leiks. Gestirnir úr Hafnarfirðinum skoruðu fyrsta mark leiksins en Eyjamenn svöruðu um hæl. ÍBV skoruðu svo næsta mark og tók við æsispennandi eltingaleikur. Mikið var skorað í upphafi leiks enda hraðinn mikill. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á sitt besta og þegar stundarfjórðungur var liðinn voru komin 18 mörk í leikinn og staðan 10-8 fyrir ÍBV. Þrátt fyrir að heimamenn hafi leitt allan fyrri hálfleikinn voru gestirnir aldrei langt undan og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en þrjú mörk. Þegar hálfleiksbjallan fór af stað eftir fyrri 30 mínúturnar var staðan 16-14. Síðari hálfleikurinn spilaðist nánast alveg eins og sá fyrri, þó með betri markvörslu sem hafði verið fremur slök í fyrri hálfleiknum. FH-ingum tókst í tvígang að jafna leikinn áður en ÍBV tóku forustuna á nýjan leik. Í seinna skiptið náðu þeir að jafna leikinn í stöðuna 28-28 þegar tæplega fimm mínútur voru eftir á klukkunni. Eyjamenn komust aftur yfir og gestirnir jöfnuðu. Leikurinn gekk þannig fyrir sig þar til staðan var orðin 31-31. Heimamenn voru með boltann þegar innan við mínúta var til leiksloka en misstu hann þegar dæmt var sóknarbrot. Boltinn því í höndum Hafnfirðinga sem áttu eina lokasókn. Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, bjargaði þá heimamönnum þegar Ágúst Birgisson fékk frítt skot niðri á línu með frábærri vörslu. Sinni fyrstu í leiknum. FH fengu dæmt aukakast þegar leiktíminn var liðinn en Egill Magnússon skaut í vörnina. Jafntefli því niðurstaðan í æsispennandi fyrri leik liðanna í úrslitakeppninni. Sigursteinn: Vona að FH-ingar fjölmenni á völlinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.vísir/Hulda. ,,Ég er ánægður með karakterinn í mínum mönnum," sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. ,,Við vorum að elta en sýndum seiglu. Þetta var hörkuleikur og vel spilaður. Ábyggilega mesta skemmtun fyrir fólk heima í stofu." ,,Varnarlega vorum við ekki nægilega öflugir. Við þurfum að finna lausnir þar en ég hef engar áhyggjur. Við getum alltaf gert betur en ég ætla að halda mig við það að mér fannst karakterinn og krafturinn góður. Það er eitthvað til að vinna með." Seinni leikur í Kaplakrika ,,Það er allt undir á fimmtudaginn og ég vona að allir FH-ingar fjölmenni á völlinn," sagði Sigursteinn. Dagur: Ætlum okkur áfram Dagur Arnarsson átti góðan leik í dag.vísir Dagur Arnarsson, leikmaður ÍBV, var svekktur eftir leik. ,,Við vorum með góða stöðu um miðjan seinni hálfleik. Fengum á okkur mikið af mörkum undir restina. Það er dýrt. Við vorum flottir í dag og þeir flottir síðustu tíu mínúturnar. Ég er ánægður með okkar leik heilt yfir en hefðum átt að klára hann." Eyjamenn töpuðu boltanum þegar innan við mínúta var til leiksloka vegna sóknarbrots. ,,Þeir fá síðustu sóknina og sem betur fer skoruðu þeir ekki. Þetta var dómur sem er 50/50. Ólögleg hindrun og við töpum boltanum." ,,Við ætlum okkur sigur (í seinni leiknum). Ætlum okkur áfram í þessari keppni, það er bara svoleiðis," sagði Dagur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti