Engin sekt eða bann vegna hnefahögganna í Grindavík Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2021 13:49 Gæslufólk var fljótt að grípa inn í eftir að hnefarnir voru látnir tala á áhorfendapöllunum í Grindavík. Stöð 2 Sport „Þó að við beitum ekki sektum eða heimaleikjabanni þá lítum við þetta að sjálfsögðu alvarlegum augum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, um áflogin í Grindavík í gærkvöld. Grindavík vann Stjörnuna í gær og tryggði sér oddaleik í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Í þriðja leikhluta í gær sauð upp úr á áhorfendapöllunum þar sem sjá mátti stuðningsmann Grindavíkur beita hnefahöggum eftir að stuðningsmaður Stjörnunnar reif af honum trommukjuða. Atvikið má sjá hér að neðan. Hannes segir að málið fari ekki fyrir aga- og úrskurðarnefnd. Í reglugerð segir að nefndin hafi heimild til að beita fjársektum vegna óláta áhorfenda, að hámarki 150 þúsund króna, en einnig sé hægt að svipta viðkomandi heimalið heimaleikjum. Dómarar leiksins hefðu þurft að leggja fram kæru til að aga- og úrskurðarnefnd tæki málið fyrir, eins og raunin var eftir tvo leiki í 8-liða úrslitunum árið 2019. Þá hlutu Grindavík og Njarðvík 50 þúsund króna sekt hvort félag vegna mála sem bitnuðu á leikmönnum. Stuðningsmaður Njarðvíkur hafði kastað trommukjuða í leikmann ÍR, og stuðningsmaður Grindavíkur kastað klinki í leikmann Stjörnunnar. Engin refsing verður vegna málsins í Grindavík í gærkvöld en Hannes brýnir fyrir stuðningsmönnum að hvetja sín lið. „Ég hef sjálfur ekki séð meira en það sem við sáum í sjónvarpinu og það hafa engar aðrar skýrslur borist inn á okkar borð. Það var eftirlitsmaður á leiknum en hann sá ekki nákvæmlega hvað gerðist enda tók þetta mjög stutta stund. Eins og þetta horfir við mér, í sjónvarpinu, þá er sökin beggja. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða í okkar regluverki, hvernig við getum brugðist við svona,“ segir Hannes. Grindavík og Stjarnan sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í dag: Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar Í gær fór þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg. Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau. Fyrir hönd U.M.F Grindavíkur: Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóri og Ingibergur Þór Ólafarson, formaður körfuknattleiksdeildar. Fyrir hönd U.M.F Stjörnunnar: Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar. Sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil „Það er afskaplega dapurlegt að svona skuli koma til á milli stuðningsmanna liðanna. Stuðningsmenn eiga að styðja sín lið – ekki vera að kýta uppi í stúku og hvað þá að grípa til handalögmála. Við erum að sjálfsögðu á móti öllu slíku. Þegar við erum svo ofan á þetta með harðar sóttvarnareglur þá má svona lagað enn frekar ekki gerast. Þarna var verið að fara á milli hólfa og það er alvarlegt,“ segir Hannes. Frá og með gærdeginum mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi á íþróttaviðburðum og Hannes vonast til að áhorfendur geti fylgt reglum um að fara ekki á milli hólfa, virða fjarlægðarmörk og nota andlitsgrímur: „Þetta sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil. Ég hef reynt að koma þessu á framfæri vegna þeirra sóttvarnareglna sem eru í þjóðfélaginu. Stuðningsmenn félaganna virðast oft vera svo kærulausir þegar kemur að sóttvörnum. Félögunum eru settar mjög strangar reglur af yfirvöldum, gera sitt besta til að fara eftir þeim, en ábyrgð stuðningsmanna er mjög mikil. Þeir verða að bera virðingu fyrir andstæðingnum og eiga að styðja sitt lið. Manni finnst þetta virkilega dapurt.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur er í Garðabæ á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Grindavík Tengdar fréttir Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45 Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. 25. maí 2021 23:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Sjá meira
Grindavík vann Stjörnuna í gær og tryggði sér oddaleik í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Í þriðja leikhluta í gær sauð upp úr á áhorfendapöllunum þar sem sjá mátti stuðningsmann Grindavíkur beita hnefahöggum eftir að stuðningsmaður Stjörnunnar reif af honum trommukjuða. Atvikið má sjá hér að neðan. Hannes segir að málið fari ekki fyrir aga- og úrskurðarnefnd. Í reglugerð segir að nefndin hafi heimild til að beita fjársektum vegna óláta áhorfenda, að hámarki 150 þúsund króna, en einnig sé hægt að svipta viðkomandi heimalið heimaleikjum. Dómarar leiksins hefðu þurft að leggja fram kæru til að aga- og úrskurðarnefnd tæki málið fyrir, eins og raunin var eftir tvo leiki í 8-liða úrslitunum árið 2019. Þá hlutu Grindavík og Njarðvík 50 þúsund króna sekt hvort félag vegna mála sem bitnuðu á leikmönnum. Stuðningsmaður Njarðvíkur hafði kastað trommukjuða í leikmann ÍR, og stuðningsmaður Grindavíkur kastað klinki í leikmann Stjörnunnar. Engin refsing verður vegna málsins í Grindavík í gærkvöld en Hannes brýnir fyrir stuðningsmönnum að hvetja sín lið. „Ég hef sjálfur ekki séð meira en það sem við sáum í sjónvarpinu og það hafa engar aðrar skýrslur borist inn á okkar borð. Það var eftirlitsmaður á leiknum en hann sá ekki nákvæmlega hvað gerðist enda tók þetta mjög stutta stund. Eins og þetta horfir við mér, í sjónvarpinu, þá er sökin beggja. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða í okkar regluverki, hvernig við getum brugðist við svona,“ segir Hannes. Grindavík og Stjarnan sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í dag: Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar Í gær fór þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg. Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau. Fyrir hönd U.M.F Grindavíkur: Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóri og Ingibergur Þór Ólafarson, formaður körfuknattleiksdeildar. Fyrir hönd U.M.F Stjörnunnar: Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar. Sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil „Það er afskaplega dapurlegt að svona skuli koma til á milli stuðningsmanna liðanna. Stuðningsmenn eiga að styðja sín lið – ekki vera að kýta uppi í stúku og hvað þá að grípa til handalögmála. Við erum að sjálfsögðu á móti öllu slíku. Þegar við erum svo ofan á þetta með harðar sóttvarnareglur þá má svona lagað enn frekar ekki gerast. Þarna var verið að fara á milli hólfa og það er alvarlegt,“ segir Hannes. Frá og með gærdeginum mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi á íþróttaviðburðum og Hannes vonast til að áhorfendur geti fylgt reglum um að fara ekki á milli hólfa, virða fjarlægðarmörk og nota andlitsgrímur: „Þetta sýnir hvað ábyrgð stuðningsmanna er mikil. Ég hef reynt að koma þessu á framfæri vegna þeirra sóttvarnareglna sem eru í þjóðfélaginu. Stuðningsmenn félaganna virðast oft vera svo kærulausir þegar kemur að sóttvörnum. Félögunum eru settar mjög strangar reglur af yfirvöldum, gera sitt besta til að fara eftir þeim, en ábyrgð stuðningsmanna er mjög mikil. Þeir verða að bera virðingu fyrir andstæðingnum og eiga að styðja sitt lið. Manni finnst þetta virkilega dapurt.“ Oddaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur er í Garðabæ á föstudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Yfirlýsing Grindavíkur og Stjörnunnar vegna óæskilegrar hegðunar Í gær fór þriðji leikur Grindavíkur og Stjörnunnar fram í úrslitakeppni Dominos deildar karla. Leikurinn var jafn og spennustigið hátt, þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Því miður létu stuðningsmenn liðanna kappið bera fegurðina ofurliði en slagsmál brutust út í stúkunni í þriðja leikhluta. Forsvarsmenn beggja félaga harma þessa framkomu og vilja gefa skýr skilaboð til allra að slík hegðun er með öllu óásættanleg. Við berum öll ábyrgð á okkar hegðun og þegar við klæðumst einkennisbúningi okkar félags þá er mikilvægt að við endurspeglum þau gildi sem félögin standa fyrir. Við hvetjum alla félagsmenn innan vallar sem utan til að standa vörð um þau. Fyrir hönd U.M.F Grindavíkur: Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóri og Ingibergur Þór Ólafarson, formaður körfuknattleiksdeildar. Fyrir hönd U.M.F Stjörnunnar: Ása Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Grindavík Tengdar fréttir Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45 Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. 25. maí 2021 23:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Sjá meira
Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. 25. maí 2021 22:45
Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. 25. maí 2021 22:29
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. 25. maí 2021 23:00