Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 23:23 Heimir og Sigurður hafa náð toppi Everest með fána umhyggju með í för. Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. „Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021 Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021
Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira