Memphis henti Golden State úr keppni eftir framlengdan leik | Úrslitakeppnin klár Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 09:30 Ja Morant hafði betur gegn Stephen Curry í nótt. Getty Images/Lachlan Cunningham Memphis Grizzlies varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta vestanhafs. Liðið vann 117-112 sigur á Golden State Warriors eftir framlengdan leik. Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Memphis hafði unnið fyrri leik liðanna í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni og dugði því sigur er þau mættust í San Francisco í nótt. Fátt aðskildi liðin framan af en staðan var 30-29 fyrir Memphis eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn var þó orðin 13 stig, 62-49, í hálfleik en Golden State vann þann mun upp í síðari leikhlutunum tveimur. Golden State skoraði 14 stig gegn fjórum stigum gestanna á lokakaflanum í fjórða leikhluta, til að jafna leikinn 99-99 og knýja fram framlengingu. JA MORANT SEALS IT, SENDING THE @MEMGRIZZ TO THE #NBAPLAYOFFS! pic.twitter.com/szxpXfTw9c— NBA (@NBA) May 22, 2021 Það var hins vegar mikil seigla í Ja Morant sem skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og framlengingunni, og fór fyrir Memphis í 117-112 sigri. Alls skoraði Morant 35 stig í leiknum, auk þess að taka sex fráköst og gefa sex stoðsendingar. Stephen Curry úr Golden State var stigahæstur á gólfinu í gær með 39 stig en átti þó sjö af 21 töpuðum bolta liðsins. Liðsfélagi hans Draymond Green var með þrefalda tvennu; 11 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. @JaMorant comes up HUGE in the #StateFarmPlayIn to send the @memgrizz to the #NBAPlayoffs!35 PTS15 in the 4th and OT : MEM/UTA Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/bvbgxPUEMU— NBA (@NBA) May 22, 2021 Memphis Grizzlies er því áttunda og síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni í ár, og er þar í fyrsta sinn frá 2017. Þeirra bíður topplið Vesturdeildarinnar, Utah Jazz. Fyrsti leikur liðanna fer fram á sunnudag. Golden State missir hins vegar af sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir að hafa farið alla leið í úrslitaeinvígið fimm ár í röð frá tímabilinu 2014-15 til 2018-19. Eitthvað hefur fjarvera Klay Thompson að segja, sem hefur misst af síðustu tveimur tímabilum vegna meiðsla. Úrslitakeppnin af stað í kvöld Úrslitakeppnin hefst í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram. Miami Heat og Milwaukee Bucks hefst klukkan 18:00, Dallas Mavericks mæta Los Angeles Clippers klukkan 20:30, Boston Celtics og Brooklyn Nets eigast við á miðnætti og þá sækja Portland Trailblazers lið Denver Nuggets heim klukkan hálf þrjú í nótt. Leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Clippers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira