Körfubolti

„Varnar“ Guðjónsson sá til þess að Stjörnumenn voru stundum sex í vörn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, lokaði heldur betur horninu fyrir Joonas Jarvelainen í leik Stjörnunnar á móti Grindavík.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, lokaði heldur betur horninu fyrir Joonas Jarvelainen í leik Stjörnunnar á móti Grindavík. Samsett/S2 Sport

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kominn með nýja starfslýsingu í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi en þá var farið yfir leik tvö í átta liða úrslitunum.

Arnar var þar titlaður sem 34 ára gamall varnarmaður og ástæðan fyrir því voru varnartilþrif hans í öðrum leik Grindavíkur og Stjörnunnar.

Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi sögðu sína skoðun á því að Arnar var kominn inn á völlinn til að „tvídekka“ Grindvíkinginn Joonas Jarvelainen niðri í vinstra horninu.

„Stjörnumenn voru stundum sex í vörn í seinni hálfleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og sýndi síðan myndbrotið af þjálfara Stjörnunnar vera kominn inn á völlinn.

„Hér sjáum við Arnar Guðjónsson, 34 ára varnarmaður. Hann er kallaður Varnar Guðjónsson eftir þetta,“ sagði Kjartan.

„Mér finnst algjör fegurð í þessu. Það er svo gaman hvað það er mikil ástríða í honum,“ sagði Sævar Sævarsson sem tók það síðan fram að hann hafi fengið smáskilaboð frá Arnari eftir viðtalið sem Arnar gaf eftir leikinn.

„Við vorum að birta viðtal við hann hérna áðan. Það er verið að taka viðtal við menn sem eru með mikla ástríðu beint eftir leik. Menn segja einhverja hluti. Sumt er tekið úr samhengi og sumt ekki. Hann má eiga það hann Arnar að hann hafi samband við lögfræðinginn úr Keflavík og baðst afsökunar á þessu og að þetta hafi ekki verið illa meint hjá honum,“ sagði Sævar.

„Það er gaman af svona banter eins og hann kom með. Þetta þurfum við og það er gaman að fylgjast með þjálfara sem er gjörsamlega trítilóður á hliðarlínunni,“ sagði Sævar en það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan.

Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Varnar Guðjónsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×