MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2021 23:00 MAD Lions urðu í dag seinasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum MSI þar sem þeir mæta ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA. Photo by Riot Games/Riot Games Inc. via Getty Images Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins. Opnunarleikur dagsins var af dýrari gerðinni, en þar mættust RNG og DWG KIA. Þessi tvö lið eru talin líklegust til sigurs á mótinu, og DWG KIA gat tryggt toppsæti riðilsins með sigri. Leikurinn var jafn í upphafi, en eftir um 15 mínútur fóru RNG að síga fram úr. DWG KIA gerðu hvað þeir gátu til að brúa bilið, og á tímabili leit út fyrir að það væri að takast hjá þeim. RNG er þó ekkert lamb að leika sér við og þeir kláruðu að lokum mikilvægan sigur eftir 34 mínútur af æsispennandi League of Legends. 2-0 OVER DK @RNGRoyal win the rematch against @DWGKIA! #MSI2021 pic.twitter.com/ib8EMOvj8b— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 Í öðrum leik dagsins mættust PSG Talon og Pentanet.GG í leik þar sem PSG Talon gat tryggt sæti sitt í undanúrslitum. PSG Talon sýndi neðsta liðinu enga miskun og unnu virkilega öruggan sigur eftir 27 mínútna leik. Þriðji leikur dagsins var líklega sá mikilvægasti, en þar mættust MAD Lions og RNG. MAD Lions gat tryggt sæti í undanúrslitum með sigri, en sigur fyrir RNG myndi tryggja þeim toppsæti riðilsins. Fulltrúar LEC frá Evrópu mættu virkilega ákveðnir til leiks og náðu fljótlega góðri forystu gegn kínversku meisturunum í RNG. RNG hafa oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar komið til baka og snúið leikjum sér í haf, en MAD Lions gerðu engin mistök og tryggðu sér sæti í undanúrslitum með nokkuð öruggum sigri. TOP 4 @MADLions_LoLEN secure the final spot in the #MSI2021 Knockout Stage! pic.twitter.com/HBKINtso4g— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 PSG Talon mætti Cloud9 í fjórða leik dagsins. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik þennan daginn voru Cloud9 nú þegar dottnir úr leik og því ekkert nema stoltið undir. Leikurinn var jafn og skemmtilegur, en það var ekki fyrr en eftir 25 mínútna leik sem PSG Talon fór að taka forystuna. Rúmum tíu mínútum seinna var snjóboltinn orðinn of stór fyrir Cloud9, og sigur PSG Talon í höfn. DWG KIA gátu tryggt efsta sæti riðilsins með sigri gegn botnliði Pentanet.GG. Sigur í riðlinum gefur liðinu val um mótherja í undanúrslitum og því mikið undir fyrir ríkjandi heimsmeistara. Leikurinn var nokkuð rólegur, en heimsmeistararnir voru í bílstjórasætinu frá upphafi. Þeir kláruðu að lokum öruggann sigur og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Lokaleikur dagsins var viðureign MAD Lions og Cloud9 í þýðingarlitlum leik. MAD Lions þegar komnir áfram og Cloud9 fallnir úr leik. Leikurinn varð hin mesta skemmtun og mikið um að vera. Bæði lið að spila án nokkurrar pressu og við fengum að sjá einn blóðugasta leik mótsins. Cloud9 endaði á að taka sigurinn, og það er ágætis sárabót að vinna fulltrúa Evrópu, en mikil keppni hefur myndast á milli Bandaríkjanna og Evrópu síðustu ár. As our #MSI run comes to an end, we would like to thank all the support around #C9LoL even though the results were not as expected.A lot of games came down to the wire and despite not closing them out, we showed that we can fight on the International stage. Worlds next. #C9WIN pic.twitter.com/2LXpYbjGPh— Cloud9 (@Cloud9) May 18, 2021 Undanúrslitin hefjast á föstudaginn, en þá mætast PSG Talon og RNG. Á laugardaginn er svo viðureign MAD Lions og DWG KIA. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin og hægt er að fylgjast með báðum þessum viðureignum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport sem hefst klukkan 12:30 báða dagana. Úrslit dagsins RNG - DWG KIA Pentanet.GG - PSG Talon RNG - MAD Lions PSG Talon - Cloud9 DWG KIA - Pentanet.GG MAD Lions - Cloud9 League of Legends Tengdar fréttir Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram. 17. maí 2021 22:15 Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25 RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31 Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00 MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30 RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 Í beinni frá Laugardalshöllinni Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. 6. maí 2021 06:30 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Opnunarleikur dagsins var af dýrari gerðinni, en þar mættust RNG og DWG KIA. Þessi tvö lið eru talin líklegust til sigurs á mótinu, og DWG KIA gat tryggt toppsæti riðilsins með sigri. Leikurinn var jafn í upphafi, en eftir um 15 mínútur fóru RNG að síga fram úr. DWG KIA gerðu hvað þeir gátu til að brúa bilið, og á tímabili leit út fyrir að það væri að takast hjá þeim. RNG er þó ekkert lamb að leika sér við og þeir kláruðu að lokum mikilvægan sigur eftir 34 mínútur af æsispennandi League of Legends. 2-0 OVER DK @RNGRoyal win the rematch against @DWGKIA! #MSI2021 pic.twitter.com/ib8EMOvj8b— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 Í öðrum leik dagsins mættust PSG Talon og Pentanet.GG í leik þar sem PSG Talon gat tryggt sæti sitt í undanúrslitum. PSG Talon sýndi neðsta liðinu enga miskun og unnu virkilega öruggan sigur eftir 27 mínútna leik. Þriðji leikur dagsins var líklega sá mikilvægasti, en þar mættust MAD Lions og RNG. MAD Lions gat tryggt sæti í undanúrslitum með sigri, en sigur fyrir RNG myndi tryggja þeim toppsæti riðilsins. Fulltrúar LEC frá Evrópu mættu virkilega ákveðnir til leiks og náðu fljótlega góðri forystu gegn kínversku meisturunum í RNG. RNG hafa oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar komið til baka og snúið leikjum sér í haf, en MAD Lions gerðu engin mistök og tryggðu sér sæti í undanúrslitum með nokkuð öruggum sigri. TOP 4 @MADLions_LoLEN secure the final spot in the #MSI2021 Knockout Stage! pic.twitter.com/HBKINtso4g— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 PSG Talon mætti Cloud9 í fjórða leik dagsins. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað leik þennan daginn voru Cloud9 nú þegar dottnir úr leik og því ekkert nema stoltið undir. Leikurinn var jafn og skemmtilegur, en það var ekki fyrr en eftir 25 mínútna leik sem PSG Talon fór að taka forystuna. Rúmum tíu mínútum seinna var snjóboltinn orðinn of stór fyrir Cloud9, og sigur PSG Talon í höfn. DWG KIA gátu tryggt efsta sæti riðilsins með sigri gegn botnliði Pentanet.GG. Sigur í riðlinum gefur liðinu val um mótherja í undanúrslitum og því mikið undir fyrir ríkjandi heimsmeistara. Leikurinn var nokkuð rólegur, en heimsmeistararnir voru í bílstjórasætinu frá upphafi. Þeir kláruðu að lokum öruggann sigur og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Lokaleikur dagsins var viðureign MAD Lions og Cloud9 í þýðingarlitlum leik. MAD Lions þegar komnir áfram og Cloud9 fallnir úr leik. Leikurinn varð hin mesta skemmtun og mikið um að vera. Bæði lið að spila án nokkurrar pressu og við fengum að sjá einn blóðugasta leik mótsins. Cloud9 endaði á að taka sigurinn, og það er ágætis sárabót að vinna fulltrúa Evrópu, en mikil keppni hefur myndast á milli Bandaríkjanna og Evrópu síðustu ár. As our #MSI run comes to an end, we would like to thank all the support around #C9LoL even though the results were not as expected.A lot of games came down to the wire and despite not closing them out, we showed that we can fight on the International stage. Worlds next. #C9WIN pic.twitter.com/2LXpYbjGPh— Cloud9 (@Cloud9) May 18, 2021 Undanúrslitin hefjast á föstudaginn, en þá mætast PSG Talon og RNG. Á laugardaginn er svo viðureign MAD Lions og DWG KIA. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin og hægt er að fylgjast með báðum þessum viðureignum í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport sem hefst klukkan 12:30 báða dagana. Úrslit dagsins RNG - DWG KIA Pentanet.GG - PSG Talon RNG - MAD Lions PSG Talon - Cloud9 DWG KIA - Pentanet.GG MAD Lions - Cloud9
RNG - DWG KIA Pentanet.GG - PSG Talon RNG - MAD Lions PSG Talon - Cloud9 DWG KIA - Pentanet.GG MAD Lions - Cloud9
League of Legends Tengdar fréttir Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram. 17. maí 2021 22:15 Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25 RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31 Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00 MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30 RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 Í beinni frá Laugardalshöllinni Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. 6. maí 2021 06:30 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram. 17. maí 2021 22:15
Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25
RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31
Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00
MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30
RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01
Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31
Í beinni frá Laugardalshöllinni Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. 6. maí 2021 06:30
MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31