Menning

Tólf hundruð börn vilja leika Emil og Ídu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Emil í Kattholti verður frumsýnt 26. nóvember í Borgarleikhúsinu.
Emil í Kattholti verður frumsýnt 26. nóvember í Borgarleikhúsinu. vísir/Vilhelm

Um tólf hundruð börn hafa skráð sig í prufur fyrir hlut­verk syst­kinanna Emils og Ídu í leik­ritinu Emil í Katt­holti sem verður sýnt á Stóra sviðinu í Borgar­leik­húsinu næsta vetur.

Borgar­leik­húsið aug­lýsti prufurnar í síðustu viku og hefur nú lokað fyrir skráningar í þær. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá leik­húsinu sóttu fleiri stelpur en strákar um hlut­verkin en kyn barnanna hefur ekki á­hrif á ráðningu í hlut­verkin. Þannig er ekki víst að strákur verði ráðinn til að leika Emil og stelpa Ídu.

Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir borgar­leik­hús­stjóri segir að verkið verði frum­sýnt þann 26. nóvember á Stóra sviðinu. Á­ætlað er að búið verði að velja í hlut­verk syst­kinanna í byrjun júní en fram undan er nokkuð langt prufu­ferli.

Jan Ohlsson fór með hlutverk Emils í eftirminnilegri kvikmynd sem kom út árið 1971.

Það hefst á mið­viku­daginn eftir tvo daga og mun fyrsta um­ferð prufanna taka átta daga. Þar þurfa börnin meðal annars að syngja lag og taka þátt í ýmsum leik­listar­leikjum. Æfingar á leik­ritinu eiga síðan að hefjast snemma í haust.

Þórunn Arna Kristjáns­dóttir, leik­stjóri sýningarinnar, segist finna fyrir spennu í loftinu fyrir prufunum. „Það að Borgar­leik­húsið sé að fara að fyllast af hæfi­leika­ríkum börnum næstu vikurnar passar verk­efninu sér­stak­lega vel. Það er gleði­legt að finna þennan mikla á­huga fyrir sýningunni og ég er ekki í nokkrum vafa um það að Emil og Ída í Katt­holti munu finnast í þessum flotta barna­hópi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.