Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 16:46 Sigurður lýsti meiðslum sínum í færslu á dögunum. @siggiworld Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar. Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar.
Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira