Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2021 22:00 Sindri Snær Magnússon og Árni Snær Ólafsson fóru báðir á spítala í kvöld. vísir/hag og bára Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti