Uppistandi aflýst eftir þrjá og hálfan tíma Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 14:15 Stjarnan T.J. Miller átti að koma fram 7. maí 2022 í Háskólabíó. Hann gerir það ekki. Sena Áform Senu um að bjóða upp á uppistand með bandaríska leikaranum T.J. Miller urðu ekki öldungis langlíf. Miðarnir voru settir í sölu í morgun í um þrjár og hálfa klukkustund. Svo hætti Sena við viðburðinn, að líkindum vegna fortíðar uppistandarans. Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu. MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu.
MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira