Körfubolti

Jordan deilir síðustu skilaboðunum frá Kobe

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kobe Bryant dáði Michael Jordan og var ófeiminn að leita ráða hjá honum.
Kobe Bryant dáði Michael Jordan og var ófeiminn að leita ráða hjá honum. getty/Keith Birmingham

Michael Jordan hefur deilt síðustu smáskilaboðunum sem hann fékk frá Kobe Bryant heitnum.

Jordan kynnir Kobe inn í frægðarhöll körfuboltans á laugardaginn. Jordan flutti einnig ræðu á minningarathöfninni um Kobe í fyrra.

Í viðtali við ESPN greindi Jordan frá því hvað þeim Kobe fór á milli í síðustu skilaboðunum milli þeirra. Kobe sendi Jordan skilaboð rétt eftir hádegi 8. desember 2019 til að þakka fyrir tekíla flösku sem Jordan sendi honum.

„Þetta tekíla er frábært,“ skrifaði Kobe. Jordan þakkaði fyrir sig og þeir spurðu svo frétta af fjölskyldum hvors annars. Þeir ræddu einnig aðeins um lið dóttur Kobes, Giönnu, sem hann var að þjálfa.

„Gleðilega hátíð. Vonandi hittumst við fljótlega. Kobe þjálfari??!“ skrifaði Jordan.

„Sömuleiðis. Hey, núna sit ég á bekknum og við erum að rústa liði, 45-8,“ svaraði Kobe.

Í viðtalinu við ESPN sagðist Jordan þykja vænt um þessi skilaboð frá Kobe og hann gæti ekki fngið sig til að eyða númerinu hans úr símanum sínum.

Kobe lést ásamt Giönnu og sex öðrum í þyrluslysi 26. janúar 2020. Hann var 41 árs gamall.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×