Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. maí 2021 06:00 Eva María Mattadóttir segir að fyrir marga sé umræðan óþæginleg, en fyrir þolendur hér á landi sé hún mjög sársaukafull. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að ræða þetta þó að það sé óþægilegt,“ segir Eva María Mattadóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Normið. Eva er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem stigið hafa fram á samfélagsmiðlum og sagt frá eigin reynslu af kynferðisofbeldi og þolendaskömm, eftir umræðuna sem myndaðist í kjölfar máls Sölva Tryggvasonar fyrir helgi. „Ég ætlaði ekki að taka þátt í þessari umræðu. Mér fannst það of erfitt, fannst það yfirþyrmandi að horfa á það sem var að gerast þegar allur landinn sagði meintum þolendum að skammast sín. Það helltist yfir mig gömul skömm sem að ég hélt að ég væri bara búin að afgreiða,“ segir Eva í samtali við Vísi. Samstaða gegn þolanda „Ég er búin að vinna rosalega mikið í mínu, búin að fara í meðferð við áfallastreytu, alls konar meðferðir og standa í sjálfsvinnu síðan þetta gerðist árið 2009. Það hefur nú alveg eitt og annað meira gerst fyrir og eftir það, en ég er á sterkum stað með þetta. Ég stend sterk í sjálfri mér loksins og læt ekki bjóða mér hvað sem er. En ég var svo sár að sjá hvað það voru margir sem voru fljótir að stökkva til, til þess að vernda einhvern sem var ekki búið að sanna hvort væri saklaus eða sekur. Ég tjái mig ekkert um það mál, en það að sjá svona mikla samstöðu gegn meintum þolanda var ógeðslega sárt. Ég átti mjög erfitt með það.“ Eva lýsir því þannig að hún hafi fengið fiðring í hálsinn og bringuna sem varð á endanum til þess að hún ákvað að ræða eigin sögu á Instagram. Í kjölfarið fékk hún hundruð skilaboða, þar á meðal #metoosögur frá konum og körlum. „Það eru bara því miður ofboðslega mikið af ofbeldissögum þar sem mun taka tíma að svara af einlægni. Það er mikið af konum sem enginn er að grípa og þær geta ekki talað um þetta. Þær þora ekki að tala því þær óttast að það hlusti enginn og það trúi þeim enginn. Ég er því nánast í fullu starfi núna að grípa konur sem lent hafa í ofbeldi.“ Lömuð af ótta og áfalli Að hennar mati þá gerðist ýmislegt í fyrri #metoobylgjunni, en ekki nóg. „Þar brotnaði eitthvað, það kom einhver skurður í þetta samfélagslega norm sem viðgengst. Ég held að það hafi verið að brotna svolítið vel núna. Ég pæli mikið í orku og mér finnst að kvenorkan sé að springa út. Það getur verið ógnvekjandi fyrir mjög marga. Þessi kvenorka getur verið helvíti sterk og öflug. Ég held að það sé eitthvað að breytast núna. Það er komið gott af því að konur lendi í því að það sé brotið á þeim og líkamar þeirra svívirtir.“ Eva segir nauðsynlegt að geta rætt þessa hluti og að hlustað sé á þolendur. „Ég held að það sé kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina. Ég allavega vona að fólk sé nú að þjálfast í að tala um þessa óþægilegu hluti. Þetta er það sem ég upplifði eftir að ég lenti í kynferðislegri misnotkun, að það fannst öllum óþægilegt að ræða það við mig. Ég upplifði þetta þannig að það kunni enginn að taka á móti þessu. Ég lamaðist af ótta og áfalli og allir í kringum mig einhvern veginn: Ég veit ekki hvað við eigum að gera.“ Eva segir mikilvægt að þolendur finni að þeim sé trúað og að á þá sé hlustað.Vísir/Vilhelm Týndir í þögninni Fólk þurfi einfaldlega að þjálfa hugrekkið til að eiga þessi samtöl. „Það eru svo margir sem eru týndir í þögninni og geta ekki leitað neitt. Maður vill bara eiginlega hverfa þegar maður lendir í ofbeldi. Maður vill ekki að neinn sjái það. Þetta brýtur sjálfsmyndina manns niður.“ Hún segir að það hafi verið það sem hún gerði sjálf eftir að hún varð fyrir ofbeldi. „Ég hvarf til Ekvador í sex mánuði. Ég fór til Los Angeles í tæp tvö ár, en hausinn á mér fór með og áfallið fór með. Einhvern veginn lærði taugakerfið mitt þarna að ég á ekki virðingu skilið.“ Eva segir að þarna hafi hún litið á þetta sem einhverja staðfestingu um að hún ætti ekki virðingu skilið, einhver tilfinning sem hún hafði frá því í æsku. „Ég fór með það í hausnum og taugakerfinu til útlanda tvisvar, af því að ég gat ekki hugsað mér að hitta viðkomandi á Íslandi, af því að ég var alltaf hrædd. Svo hélt ég áfram að halda sjálfsvirðingunni í lágmarki þó ég byggi í útlöndum, ég tók bara yfir. Ég hélt bara áfram að lítillækka sjálfa mig því ég væri bara þannig manneskja og það væri bara staðreynd málsins. Ég væri bara ekki þess virði að bera virðingu fyrir.“ Ætlaði að slútta þessu Það var þó að minnsta kosti einn karlmaður sem stóð þétt við bak Evu. Faðir hennar sagði henni alltaf að hún væri allrar virðingarinnar virði, hún sjálf bara trúði því ekki um tíma. „Hann hefur alltaf sýnt mér hvað hann elskaði mig mikið og sýnt mér það, haldið utan um mig. Hann og mamma héldu bara í mér lífinu því að ég eiginlega ætlaði að slútta þessu.“ Eva segir að hún hafi á tímabili verið hrædd um að hún væri eitthvað að misskilja hvað gerðist þetta kvöld. „Mér var byrlað. Ég fór út og var á Glaumbar með vinkonu minni. Þetta var eitt af þessum kvöldum sem að við ætluðum bara aðeins að kíkja. Ég var í síðari kjól en venjulega og var með lesgleraugun mín. Ég ætlaði bara að fá mér bjór og skot en svo fer ég í „blackout“ og hún líka. Það er búið að staðfesta það að okkur hafi verið byrlað þarna.“ Vinkona Evu komst óhult heim til sín en Eva var ekki svo heppin þetta kvöld. „Vinir okkar finna hana og fara með hana heim og segja að hún hafi verið gjörsamlega út úr kortinu. Það eina sem ég man er að ég sé gæjann sem brýtur á mér seinna um kvöldið, ég sé hann á Glaumbar. Hann stendur við hliðina á mér þegar ég er að drekka á barnum, þennan eina bjór og þetta eina skot. Svo man ég að ég dett niður stigann á Glaumbar. Svo man ég að ég sé einhverja innréttingu og man eftir að ég lá í baksætinu á einhverjum bíl og þá sé ég þennan gæja.“ Nærbuxurnar vantaði Hann var tveimur árum eldri en Eva og þau voru saman í skóla. Meira mundi Eva ekki frá þessari nótt. „Svo vakna ég daginn eftir heima hjá vinkonu minni. Þá var ég í kjólnum mínum og leggings en það vantaði nærbuxurnar.“ Eva skildi ekkert hvað hafði gerst eða hvað hafði orðið um nærfötin hennar. Hún mundi eftir að hafa verið í bíl með þessum manni og sendi honum skilaboð og spurði hvort hann hafi skutlað henni heim. „Hann segir já og þú varst bara frekar ógeðsleg.“ Þegar Eva varð hissa og spurði hann nánar út í það var hann snöggur að svara: „Við fórum heim til mín og gerðum bara það sem fólk gerir þegar það fer heim saman úr bænum.“ Sjálfsmyndin farin Á þessum tímapunkti var hjartað að fara út úr bringunni á Evu en hún vildi samt vita hvað gerðist. „Ég hefði aldrei valið að fara heim með þessum manni. Svo sagði hann að ég hefði staðið upp og pissað og ælt á gólfið hjá honum. Ég veit ekkert hvort ég gerði það, mögulega, ég var náttúrulega bara lyfjuð. Hann dreifir svo þessari sögu um mig.“ Eva segir að vinir þessa manns hafi hlegið að henni og hún hafi verið kölluð ógeðsleg, gellan sem pissaði á gólfið. „Mér finnst mikilvægt að hafa þessi atriði með því ég veit að margir þolendur vilja ekki að fólk viti svona um sig, en þetta er bara partur af atburðarásinni. Það er ekkert skrítið að líkamsvessar eigi þátt í þessu þegar það er verið að brjóta á líkama manns.“ View this post on Instagram A post shared by (@evamattadottir) Eftir samtalið vissi hún enn ekki nákvæmlega hvað hafi gerst en slúðursögur dreifðust hratt. „Maður einangrast alveg svakalega því að maður vill ekki segja neinum frá þessu. Maður missir sjálfsmyndina sína en vill á sama tíma vernda snefilinn af sjálfsmyndinni sem maður á eftir. Þannig að maður einangrast í einhvern mjög einmana heim og veit ekkert hvert maður á að leita.“ Orð á móti orði Eva leitaði til pabba síns, sem ákvað strax að fara og hitta þennan mann. Hann hringdi og kynnti sig sem föður Evu Maríu og bað hann að hitta sig á ákveðnum stað. „Pabbi minn var reiður en hann er mjög góður í samtölum og vinnur við það. Hann er bara kletturinn minn sem fer og talar við þennan dreng eða þennan mann. Ég held að hann hafi verið tvítugur og ég rétt að verða átján ára.“ Faðir Evu spurði: Af hverju ætti hún ekki að kæra þig? og fékk þá svarið: Þetta er bara orð á móti orði. Setning sem margir þolendur þekkja því miður allt of vel. „Pabbi spurði þá hvort að ég ætti að burðast með allar afleiðingarnar og hann engar.“ Valdi ekki ofbeldi Þeir ræddu saman og Eva segir að hún gæti nánast öskurgrátið úr þakklæti fyrir að pabbi sinn hafi vaðið í þetta á sínum tíma. „Hann lét hann alveg finna fyrir því að hann myndi ekki brjóta á konum aftur. Sem ég hef alveg heyrt að hann hafði gert áður, þessi maður.“ Eva segir að hún voni að hann sé góður við konuna sína í dag. Faðir hennar og viðbrögð hans ættu að mati Evu að vera öðrum innblástur. „Ég vildi að fleiri karlmenn væru svona, heilt yfir. Ég vildi bara að fleiri karlmenn væru þannig að þeir myndu bara taka utan um konurnar í lífi sínu og í alvörunni standa upp. Það sem pabbi gerði, hann valdi ekki ofbeldi. Hann valdi að setjast fyrir framan hann og horfa í augun á honum og spyrja hann Er ekki allt í lagi með þig? Hann stóð með mér á svo fallegan og heilbrigðan hátt. Svo hélt hann utan um mig og kom með svefnlyf þegar ég grét heilu dagana í taugaáfalli og gat ekki sofnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@evamattadottir) Kraftur í konum Hún segir að það sé mikilvægt að taka utan um fólkið sitt, hlusta og vera til staðar. Ef við förum nógu langt aftur í söguna, voru konur tilbeðnar, ótrúlega máttugar og allir samþykktu það. Eitthvað hafi þó breyst. „Ég væri til í að sjá mómentið í sögunni þar sem einhver, sennilega hræddur karlmaður en ég ætla ekki að staðhæfa neitt, ákveður að þetta gangi nú ekki. Ákveði að nú skuli lítillækka konuna þannig að hún taki ekki öll völdin. Því hún getur það. Hún býr til líf, það er kraftur í konunni og ég held að hræðsla í karlmönnum búi til ofbeldi.“ Eva segir að margir karlmenn eigi oft erfiðara með að tjá tilfinningar sínar og að konur séu tilfinningalega sterkari og þori að fara þangað. Þetta sé mörgum flókið og erfitt. „Það krefst mikils kjarks að þora að fara inn í tilfinninguna,“ segir Eva. Fyrirgefðu Hún veltir fyrir sér kjarnanum á þeim sem beita ofbeldi. „Ef við tökum bara einfalt dæmi, sem ég nota oft þegar ég er að tala við ungt fólk um einelti. Ímyndum okkur manneskju sem líður ótrúlega vel í sjálfri sér. Hún þorir að líða lífinu sínu, sátt í sjálfri sér, vantar ekkert og stendur sterk í sér og tekur á móti lífinu opnum örmum og er ekki hrædd við lífið. Myndi þessi manneskja leggja í einelti? Nei, af því að hún hefur ekki þörf fyrir það, þarf ekki að lítillækka aðra til að líða betur. Það er steypa sjálfstrausts inni í manneskjunni sem gerir það að verkum að hún þarf ekki að gera lítið úr öðrum. Þess vegna velti ég fyrir mér, gæti þetta verið hræðsla? Ef að manneskja eða karl sem stendur sterkur í sjálfum sér og efast ekki um karlmennskuna sína og kvenorkuna sína og treystir sér til að vera nákvæmlega eins og hann er og er ekki að hafa áhyggjur af því hvernig karlmaður hann á að vera. Þá hefur hann ekki þörf fyrir að lítillækka konur, það er bara mjög einfalt dæmi.“ Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem sent hafa skilaboð á Evu síðustu daga en hún segist vera þakklát fyrir þá sem gáfu sér tíma til þess að senda henni. „Ég er búin að fá skilaboð frá karlmönnum sem segja bara fyrirgefðu. Fyrirgefðu að konur þurfa að upplifa einhvern veginn að þær séu minni, þið eruð það ekki. Ég er búin að fá ofboðslega falleg skilaboð frá karlmönnum, en reyndar í miklum minnihluta. Ég hugsa bara, til hamingju með að vera með þann þroska og þannig sjálfsöryggi að þú getur sagt þetta. Ég er karlmaður, ég sé vandamálið, mig langar að bæta mig og ég þori að segja það upphátt.“ Eva stjórnar hlaðvarpinu Normið ásamt Sylvíu Friðjónsdóttur.Normið.is Geta ekki talað Margar kvennanna sem hafa sent Evu skilaboð hafa þakkað henni fyrir að tala um þetta, því þær sjálfar geti það ekki. Þó að #metoosögur hafi tekið yfir umræðuna á Facebook, Instagram og Twitter hér á landi síðustu vikuna þá eru enn margar sögur ósagðar og einhverjar þeirra munu aldrei heyrast. „Ég er búin að fá skilaboð frá ótrúlega flottum og sterkum og frægum konum, alls konar konur sem bara geta ekki talað um þessi mál því þær lamast bara úr ótta. Nú skulum við bara ræða þessa hluti. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera búin að vera með Normið í tvö ár og vera búin að þjálfa mig í að tala mjög hrátt en skoða allar hliðar málsins. Fólk sem hlustar á Normið talar allavega um þetta, já við skulum bara kafa aðeins í skítinn og skoða hvað við eigum og hvað má fara betur. Tökum ábyrgðina á sjálfum okkur.“ Eva nýtir eigin reynslu í að hjálpa öðrum og gerir það í gegnum hlaðvarpið Normið, námskeið, samfélagsmiðla, Dale Carnegie þjálfun, markþjálfun og fleira. „Nýjasti þátturinn okkar styrkir hausinn. Og konur sem ganga í gegnum ofbeldi þurfa að gera það. Ég elska að vinna við það, ég elska að vinna við að herða toppstykkið. Það er svo ofboðslega sárt og vont að fara í gegnum lífið og njóta þess ekki, með óhert toppstykki. Ef maður er beittur ofbeldi þá bara losna skrúfur. Ef maður beitir ofbeldi þá eru bara margar skrúfur lausar. Maður þarf bara að eiga við sjálfan sig.“ Þáttinn má finna á Spotify og áskrifendur geta hlustað á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði honum að fara í rassgat Eva segir að það hafi orðið mikil vitundarvakning og sífellt fleiri finni mikilvægi þess að vinna í sjálfum sér. Það geti líka stundum verið skemmtilegt að vinna þá vinnu. „Ég er samt ekki að segja að það sé skemmtilegt að vinna úr kynferðislegu ofbeldi, það er bara ógeðslega vont. En það er svo mikið frelsi sem er eitthvað sem ég hélt að væri ekki einu sinni til. Frelsi í hausnum og þögn í hausnum. En það þarf vinnu.“ Sjálf skrifaði hún geranda sínum bréf, þar sem hún sagði allt sem hún vildi segja við hann. „Ég kom öllu út í bréfi og ég þurfti svo ekki að senda það. Það er eitt fyrir þolendur. Ef maður á alla vinnuna eftir þá mæli ég með því að gera það með einhverjum, ekki gera það í einrúmi án þess að láta neinn vita. Það að skrifa honum bréf og gjörsamlega úthúða honum og lýsa því hvernig hann muldi lífið mitt niður ímylsnu, var mjög frelsandi. Það er erfið vinna en ég náði einhvern veginn völdunum aftur þegar ég sagði honum að fara í rassgat.“ Ör hjartsláttur og grunn öndun Umræðan í samfélaginu og á netinu síðustu daga hefur reynst mörgum þolendum mjög erfið. Viðbrögð margra einstaklinga, umræða um gerendameðvirkni og erfiðir „triggerar“ hafa rifið upp mörg gömul sár. Þó að Eva hafi unnið mjög vel úr sínum áföllum þá hafði þetta samt áhrif á hennar líðan. „Ég varð aftur átján ára Eva, það er bara þannig. Ég bjóst ekki við því að það myndi gerast og ég var svolítinn tíma að átta mig á þessu, hvað mér leið óþægilega í þessari umræðu. Hjartslátturinn varð örari og ég byrjaði að anda grynnra þegar ég sá allar þessar athugasemdir. Skammastu þín aumingi fyrir að sverta mannorð. Mér leið ofboðslega illa og varð sár yfir því að þetta sé svona.“ Vinsæli gæinn í skólanum Eva segir að það sé hægt að líkja þessu við að allir hafi mætt í eitthvað annað afmæli þegar þú varst að halda upp á afmælið þitt og enginn mætti til þín. „Hvar var allur þessi stuðningur þegar ég sem þolandi var að segja frá? Það var bara ekkert svoleiðis. Það voru bara allir hræddir við að ræða þetta. Þetta er vinsæll gæi, við skulum bara ekkert vera að ræða þetta, þú gætir bara verið að ljúga, abbabbababb. Þetta er svo ógeðslega sturlað.“ View this post on Instagram A post shared by (@evamattadottir) Eva fékk afsökunarbeiðni á dögunum frá stúlku sem var vinkona hennar á þessum tíma. „Hún sagði fyrirgefðu að ég stóð ekki meira með þér. Ég hugsa reglulega um það hvað ég sé eftir því. Ég elska þig, fyrirgefðu. Það var frekar magnað að fá þessi skilaboð,“ segir Eva. Hún segist hafa svarað þessum skilaboðum. „Allt of margir þora ekki að storka neinu og þora ekki að rugga bátnum, með því að virkilega hlusta og trúa þegar þolandi stígur fram. Fólk sé jafnvel í það mikilli sjálfhverfu að hugsa, hvaða áhrif hefur það fyrir mig ef ég trúi þér? Hvað ef þú ert svo bara að ljúga? Þetta er svo sorglegt því að þá gleymast þolendurnir. Þá eru þeir bara skildir eftir og gerandinn fær að valhoppa í burtu, af því að hitt er svo óþægilegt.“ Ekki þér að kenna Eva segir mikilvægt fyrir þolendur að hugsa vel um sig, sérstaklega á meðan þessi umræða er svona hávær. Það sé nauðsynlegt að leyfa sér að finna allar tilfinningarnar. „Ég er búin að öskurgráta mikið. Ég er búin að hlæja mikið og búin að sækja mikið í það sem lætur mig hlæja. Ég hef hlustað á tónlist. Það sem ómar í hausnum á mér er að ég væri til í að horfa í augun á öllum þolendum og segja: Þetta var ekki þér að kenna. Þetta var ekki þér að kenna. Segja það svo oft að viðkomandi nær því. Af því að þegar maður fattar það, þegar það er svart á hvítu að þetta var ekki þér að kenna, þessi manneskja svívirti þig og þú baðst ekki um það. Ég held að það sé það sem ég vildi að ég gæti komið með töfrasprota í hausinn á þolendum. Því þaðan kemur skömmin, þegar þolandi heldur að hann hafi átt einhvern þátt í því að einhver beitti hann ofbeldi. Manneskjan sem beitti ofbeldi, beitti ofbeldi. Auðvitað eru mörg grá svæði í þessu en ofbeldi er bara ofbeldi. Það þarf ekkert að ræða það neitt frekar.“ Mikilvægt að aðskilja kynlíf og ofbeldi Eva segir að margir séu að veltast um með hugsanir um það hvort að ef að þeir sögðu ekki neitt í aðstæðunum, hvort það hafi verið samþykki. Hún ítrekar að það er alls ekki samþykki. „Ég er í sambandi með heilbrigðum manni í dag og það er allt mjög skýrt hvað er kynlíf, okkar á milli. Þegar ég var að vinna í mínum málum þá þurfti ég stundum að stoppa, þá komu upp myndir í hausnum á mér í miðju kynlífi hjá okkur. Það var svo viðbjóðslegt að vinna úr þessu. Þá sagði ég bara strax stopp.“ Þá fékk hún viðbrögðin að auðvitað væri það í lagi. „Hann hélt utan um mig, spurði hvort hann gæti fært mér eitthvað. Það er heilbrigt.“ Hún bendir á að það að segja Æ má ég bara klára? sé það ekki. „Getum við aðeins rætt hvað sé heilbrigt kynlíf og hvað er það ekki og aðskilið þetta. Þetta er svo langt frá því að vera það sama. Kynlíf er fallegt og skemmtilegt og nærandi. Ofbeldi er það ekki.“ Hræddar í aðstæðunum Eva segir að hún hafi heyrt allt of margar sögur um það að ef stelpur segi já við því að fara heim með einhverjum, sé ekki á þær hlustað ef þær vilji ekki kynlíf eða skipti um skoðun á einhverjum tímapunkti og hætti við að vilja stunda kynlíf. Sumar þora jafnvel ekki að segja nei og standa með sér eða ganga út. „Það er einhver hræðsla. Hvað gerist ef ég segi nei?“ Eva segir að eftir að hún varð fyrir ofbeldi hafi hún viljað hverfa. Hún endaði á að fara úr landi, en áfallið elti hana.Vísir/Vilhelm Menningin þurfi því að breytast. Karlmenn þurfi að taka ábyrgð og segja á þessum tímapunkti að þeir séu að hlusta, að það sé allt í lagi að segja nei. Spyrja konur hvað þær vilja. Þrúgandi þögn segir nefnilega oft mikið í svona aðstæðum. Eva segir að hún hafi líka fengið skilaboð frá fólki um það af hverju hún sé að ræða þessi mál á samfélagsmiðlum í stað þess að vinna bara í þessu sjálf. „Ég er búin að vinna vel í sjálfri mér. Er búin að verja mörgum klukkutímum og hundruðum þúsunda í að styrkja mig aftur eftir þetta.“ Maðurinn heilagur og konan skítug Hún er vongóð að umræðan síðustu daga muni hafa varanlega áhrif á okkar samfélag. „Ég vona að við séum að brjóta blað í sögunni, að það sé eitthvað að breytast,“ segir Eva vongóð. „Ég held að það væri bara hollt og gott ef mannkynið myndi skoða hvaðan þessi skekkja kemur og hvernig við eigum þátt í því, hverju við getum sjálf breytt í okkar viðhorfi. Af hverju er maðurinn svona heilagur og konan svona skítug?“ Hún hvetur fólk til að passa upp á þá sem eru í sárum núna. Það þarf ekki alltaf að segja mikið. Stundum er nóg að hlusta. „Ég heyri í þér. Ég trúi þér. Ég sé þig. Staðfestum tilveru fólks og gefum fólki rými til að berskjalda sig. Æfum okkur í að grípa fólkið okkar. Höfum bara hugrekkið til að grípa fólk sem hefur lent í ofbeldi og verum jafnvel manneskjan sem bjargar lífi viðkomandi og heyrir loksins hvað viðkomandi er að segja.“ MeToo Kynferðisofbeldi Normið Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. 11. maí 2021 22:00 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Eva er ein þeirra fjölmörgu kvenna sem stigið hafa fram á samfélagsmiðlum og sagt frá eigin reynslu af kynferðisofbeldi og þolendaskömm, eftir umræðuna sem myndaðist í kjölfar máls Sölva Tryggvasonar fyrir helgi. „Ég ætlaði ekki að taka þátt í þessari umræðu. Mér fannst það of erfitt, fannst það yfirþyrmandi að horfa á það sem var að gerast þegar allur landinn sagði meintum þolendum að skammast sín. Það helltist yfir mig gömul skömm sem að ég hélt að ég væri bara búin að afgreiða,“ segir Eva í samtali við Vísi. Samstaða gegn þolanda „Ég er búin að vinna rosalega mikið í mínu, búin að fara í meðferð við áfallastreytu, alls konar meðferðir og standa í sjálfsvinnu síðan þetta gerðist árið 2009. Það hefur nú alveg eitt og annað meira gerst fyrir og eftir það, en ég er á sterkum stað með þetta. Ég stend sterk í sjálfri mér loksins og læt ekki bjóða mér hvað sem er. En ég var svo sár að sjá hvað það voru margir sem voru fljótir að stökkva til, til þess að vernda einhvern sem var ekki búið að sanna hvort væri saklaus eða sekur. Ég tjái mig ekkert um það mál, en það að sjá svona mikla samstöðu gegn meintum þolanda var ógeðslega sárt. Ég átti mjög erfitt með það.“ Eva lýsir því þannig að hún hafi fengið fiðring í hálsinn og bringuna sem varð á endanum til þess að hún ákvað að ræða eigin sögu á Instagram. Í kjölfarið fékk hún hundruð skilaboða, þar á meðal #metoosögur frá konum og körlum. „Það eru bara því miður ofboðslega mikið af ofbeldissögum þar sem mun taka tíma að svara af einlægni. Það er mikið af konum sem enginn er að grípa og þær geta ekki talað um þetta. Þær þora ekki að tala því þær óttast að það hlusti enginn og það trúi þeim enginn. Ég er því nánast í fullu starfi núna að grípa konur sem lent hafa í ofbeldi.“ Lömuð af ótta og áfalli Að hennar mati þá gerðist ýmislegt í fyrri #metoobylgjunni, en ekki nóg. „Þar brotnaði eitthvað, það kom einhver skurður í þetta samfélagslega norm sem viðgengst. Ég held að það hafi verið að brotna svolítið vel núna. Ég pæli mikið í orku og mér finnst að kvenorkan sé að springa út. Það getur verið ógnvekjandi fyrir mjög marga. Þessi kvenorka getur verið helvíti sterk og öflug. Ég held að það sé eitthvað að breytast núna. Það er komið gott af því að konur lendi í því að það sé brotið á þeim og líkamar þeirra svívirtir.“ Eva segir nauðsynlegt að geta rætt þessa hluti og að hlustað sé á þolendur. „Ég held að það sé kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina. Ég allavega vona að fólk sé nú að þjálfast í að tala um þessa óþægilegu hluti. Þetta er það sem ég upplifði eftir að ég lenti í kynferðislegri misnotkun, að það fannst öllum óþægilegt að ræða það við mig. Ég upplifði þetta þannig að það kunni enginn að taka á móti þessu. Ég lamaðist af ótta og áfalli og allir í kringum mig einhvern veginn: Ég veit ekki hvað við eigum að gera.“ Eva segir mikilvægt að þolendur finni að þeim sé trúað og að á þá sé hlustað.Vísir/Vilhelm Týndir í þögninni Fólk þurfi einfaldlega að þjálfa hugrekkið til að eiga þessi samtöl. „Það eru svo margir sem eru týndir í þögninni og geta ekki leitað neitt. Maður vill bara eiginlega hverfa þegar maður lendir í ofbeldi. Maður vill ekki að neinn sjái það. Þetta brýtur sjálfsmyndina manns niður.“ Hún segir að það hafi verið það sem hún gerði sjálf eftir að hún varð fyrir ofbeldi. „Ég hvarf til Ekvador í sex mánuði. Ég fór til Los Angeles í tæp tvö ár, en hausinn á mér fór með og áfallið fór með. Einhvern veginn lærði taugakerfið mitt þarna að ég á ekki virðingu skilið.“ Eva segir að þarna hafi hún litið á þetta sem einhverja staðfestingu um að hún ætti ekki virðingu skilið, einhver tilfinning sem hún hafði frá því í æsku. „Ég fór með það í hausnum og taugakerfinu til útlanda tvisvar, af því að ég gat ekki hugsað mér að hitta viðkomandi á Íslandi, af því að ég var alltaf hrædd. Svo hélt ég áfram að halda sjálfsvirðingunni í lágmarki þó ég byggi í útlöndum, ég tók bara yfir. Ég hélt bara áfram að lítillækka sjálfa mig því ég væri bara þannig manneskja og það væri bara staðreynd málsins. Ég væri bara ekki þess virði að bera virðingu fyrir.“ Ætlaði að slútta þessu Það var þó að minnsta kosti einn karlmaður sem stóð þétt við bak Evu. Faðir hennar sagði henni alltaf að hún væri allrar virðingarinnar virði, hún sjálf bara trúði því ekki um tíma. „Hann hefur alltaf sýnt mér hvað hann elskaði mig mikið og sýnt mér það, haldið utan um mig. Hann og mamma héldu bara í mér lífinu því að ég eiginlega ætlaði að slútta þessu.“ Eva segir að hún hafi á tímabili verið hrædd um að hún væri eitthvað að misskilja hvað gerðist þetta kvöld. „Mér var byrlað. Ég fór út og var á Glaumbar með vinkonu minni. Þetta var eitt af þessum kvöldum sem að við ætluðum bara aðeins að kíkja. Ég var í síðari kjól en venjulega og var með lesgleraugun mín. Ég ætlaði bara að fá mér bjór og skot en svo fer ég í „blackout“ og hún líka. Það er búið að staðfesta það að okkur hafi verið byrlað þarna.“ Vinkona Evu komst óhult heim til sín en Eva var ekki svo heppin þetta kvöld. „Vinir okkar finna hana og fara með hana heim og segja að hún hafi verið gjörsamlega út úr kortinu. Það eina sem ég man er að ég sé gæjann sem brýtur á mér seinna um kvöldið, ég sé hann á Glaumbar. Hann stendur við hliðina á mér þegar ég er að drekka á barnum, þennan eina bjór og þetta eina skot. Svo man ég að ég dett niður stigann á Glaumbar. Svo man ég að ég sé einhverja innréttingu og man eftir að ég lá í baksætinu á einhverjum bíl og þá sé ég þennan gæja.“ Nærbuxurnar vantaði Hann var tveimur árum eldri en Eva og þau voru saman í skóla. Meira mundi Eva ekki frá þessari nótt. „Svo vakna ég daginn eftir heima hjá vinkonu minni. Þá var ég í kjólnum mínum og leggings en það vantaði nærbuxurnar.“ Eva skildi ekkert hvað hafði gerst eða hvað hafði orðið um nærfötin hennar. Hún mundi eftir að hafa verið í bíl með þessum manni og sendi honum skilaboð og spurði hvort hann hafi skutlað henni heim. „Hann segir já og þú varst bara frekar ógeðsleg.“ Þegar Eva varð hissa og spurði hann nánar út í það var hann snöggur að svara: „Við fórum heim til mín og gerðum bara það sem fólk gerir þegar það fer heim saman úr bænum.“ Sjálfsmyndin farin Á þessum tímapunkti var hjartað að fara út úr bringunni á Evu en hún vildi samt vita hvað gerðist. „Ég hefði aldrei valið að fara heim með þessum manni. Svo sagði hann að ég hefði staðið upp og pissað og ælt á gólfið hjá honum. Ég veit ekkert hvort ég gerði það, mögulega, ég var náttúrulega bara lyfjuð. Hann dreifir svo þessari sögu um mig.“ Eva segir að vinir þessa manns hafi hlegið að henni og hún hafi verið kölluð ógeðsleg, gellan sem pissaði á gólfið. „Mér finnst mikilvægt að hafa þessi atriði með því ég veit að margir þolendur vilja ekki að fólk viti svona um sig, en þetta er bara partur af atburðarásinni. Það er ekkert skrítið að líkamsvessar eigi þátt í þessu þegar það er verið að brjóta á líkama manns.“ View this post on Instagram A post shared by (@evamattadottir) Eftir samtalið vissi hún enn ekki nákvæmlega hvað hafi gerst en slúðursögur dreifðust hratt. „Maður einangrast alveg svakalega því að maður vill ekki segja neinum frá þessu. Maður missir sjálfsmyndina sína en vill á sama tíma vernda snefilinn af sjálfsmyndinni sem maður á eftir. Þannig að maður einangrast í einhvern mjög einmana heim og veit ekkert hvert maður á að leita.“ Orð á móti orði Eva leitaði til pabba síns, sem ákvað strax að fara og hitta þennan mann. Hann hringdi og kynnti sig sem föður Evu Maríu og bað hann að hitta sig á ákveðnum stað. „Pabbi minn var reiður en hann er mjög góður í samtölum og vinnur við það. Hann er bara kletturinn minn sem fer og talar við þennan dreng eða þennan mann. Ég held að hann hafi verið tvítugur og ég rétt að verða átján ára.“ Faðir Evu spurði: Af hverju ætti hún ekki að kæra þig? og fékk þá svarið: Þetta er bara orð á móti orði. Setning sem margir þolendur þekkja því miður allt of vel. „Pabbi spurði þá hvort að ég ætti að burðast með allar afleiðingarnar og hann engar.“ Valdi ekki ofbeldi Þeir ræddu saman og Eva segir að hún gæti nánast öskurgrátið úr þakklæti fyrir að pabbi sinn hafi vaðið í þetta á sínum tíma. „Hann lét hann alveg finna fyrir því að hann myndi ekki brjóta á konum aftur. Sem ég hef alveg heyrt að hann hafði gert áður, þessi maður.“ Eva segir að hún voni að hann sé góður við konuna sína í dag. Faðir hennar og viðbrögð hans ættu að mati Evu að vera öðrum innblástur. „Ég vildi að fleiri karlmenn væru svona, heilt yfir. Ég vildi bara að fleiri karlmenn væru þannig að þeir myndu bara taka utan um konurnar í lífi sínu og í alvörunni standa upp. Það sem pabbi gerði, hann valdi ekki ofbeldi. Hann valdi að setjast fyrir framan hann og horfa í augun á honum og spyrja hann Er ekki allt í lagi með þig? Hann stóð með mér á svo fallegan og heilbrigðan hátt. Svo hélt hann utan um mig og kom með svefnlyf þegar ég grét heilu dagana í taugaáfalli og gat ekki sofnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@evamattadottir) Kraftur í konum Hún segir að það sé mikilvægt að taka utan um fólkið sitt, hlusta og vera til staðar. Ef við förum nógu langt aftur í söguna, voru konur tilbeðnar, ótrúlega máttugar og allir samþykktu það. Eitthvað hafi þó breyst. „Ég væri til í að sjá mómentið í sögunni þar sem einhver, sennilega hræddur karlmaður en ég ætla ekki að staðhæfa neitt, ákveður að þetta gangi nú ekki. Ákveði að nú skuli lítillækka konuna þannig að hún taki ekki öll völdin. Því hún getur það. Hún býr til líf, það er kraftur í konunni og ég held að hræðsla í karlmönnum búi til ofbeldi.“ Eva segir að margir karlmenn eigi oft erfiðara með að tjá tilfinningar sínar og að konur séu tilfinningalega sterkari og þori að fara þangað. Þetta sé mörgum flókið og erfitt. „Það krefst mikils kjarks að þora að fara inn í tilfinninguna,“ segir Eva. Fyrirgefðu Hún veltir fyrir sér kjarnanum á þeim sem beita ofbeldi. „Ef við tökum bara einfalt dæmi, sem ég nota oft þegar ég er að tala við ungt fólk um einelti. Ímyndum okkur manneskju sem líður ótrúlega vel í sjálfri sér. Hún þorir að líða lífinu sínu, sátt í sjálfri sér, vantar ekkert og stendur sterk í sér og tekur á móti lífinu opnum örmum og er ekki hrædd við lífið. Myndi þessi manneskja leggja í einelti? Nei, af því að hún hefur ekki þörf fyrir það, þarf ekki að lítillækka aðra til að líða betur. Það er steypa sjálfstrausts inni í manneskjunni sem gerir það að verkum að hún þarf ekki að gera lítið úr öðrum. Þess vegna velti ég fyrir mér, gæti þetta verið hræðsla? Ef að manneskja eða karl sem stendur sterkur í sjálfum sér og efast ekki um karlmennskuna sína og kvenorkuna sína og treystir sér til að vera nákvæmlega eins og hann er og er ekki að hafa áhyggjur af því hvernig karlmaður hann á að vera. Þá hefur hann ekki þörf fyrir að lítillækka konur, það er bara mjög einfalt dæmi.“ Karlmenn eru í miklum minnihluta þeirra sem sent hafa skilaboð á Evu síðustu daga en hún segist vera þakklát fyrir þá sem gáfu sér tíma til þess að senda henni. „Ég er búin að fá skilaboð frá karlmönnum sem segja bara fyrirgefðu. Fyrirgefðu að konur þurfa að upplifa einhvern veginn að þær séu minni, þið eruð það ekki. Ég er búin að fá ofboðslega falleg skilaboð frá karlmönnum, en reyndar í miklum minnihluta. Ég hugsa bara, til hamingju með að vera með þann þroska og þannig sjálfsöryggi að þú getur sagt þetta. Ég er karlmaður, ég sé vandamálið, mig langar að bæta mig og ég þori að segja það upphátt.“ Eva stjórnar hlaðvarpinu Normið ásamt Sylvíu Friðjónsdóttur.Normið.is Geta ekki talað Margar kvennanna sem hafa sent Evu skilaboð hafa þakkað henni fyrir að tala um þetta, því þær sjálfar geti það ekki. Þó að #metoosögur hafi tekið yfir umræðuna á Facebook, Instagram og Twitter hér á landi síðustu vikuna þá eru enn margar sögur ósagðar og einhverjar þeirra munu aldrei heyrast. „Ég er búin að fá skilaboð frá ótrúlega flottum og sterkum og frægum konum, alls konar konur sem bara geta ekki talað um þessi mál því þær lamast bara úr ótta. Nú skulum við bara ræða þessa hluti. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að vera búin að vera með Normið í tvö ár og vera búin að þjálfa mig í að tala mjög hrátt en skoða allar hliðar málsins. Fólk sem hlustar á Normið talar allavega um þetta, já við skulum bara kafa aðeins í skítinn og skoða hvað við eigum og hvað má fara betur. Tökum ábyrgðina á sjálfum okkur.“ Eva nýtir eigin reynslu í að hjálpa öðrum og gerir það í gegnum hlaðvarpið Normið, námskeið, samfélagsmiðla, Dale Carnegie þjálfun, markþjálfun og fleira. „Nýjasti þátturinn okkar styrkir hausinn. Og konur sem ganga í gegnum ofbeldi þurfa að gera það. Ég elska að vinna við það, ég elska að vinna við að herða toppstykkið. Það er svo ofboðslega sárt og vont að fara í gegnum lífið og njóta þess ekki, með óhert toppstykki. Ef maður er beittur ofbeldi þá bara losna skrúfur. Ef maður beitir ofbeldi þá eru bara margar skrúfur lausar. Maður þarf bara að eiga við sjálfan sig.“ Þáttinn má finna á Spotify og áskrifendur geta hlustað á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði honum að fara í rassgat Eva segir að það hafi orðið mikil vitundarvakning og sífellt fleiri finni mikilvægi þess að vinna í sjálfum sér. Það geti líka stundum verið skemmtilegt að vinna þá vinnu. „Ég er samt ekki að segja að það sé skemmtilegt að vinna úr kynferðislegu ofbeldi, það er bara ógeðslega vont. En það er svo mikið frelsi sem er eitthvað sem ég hélt að væri ekki einu sinni til. Frelsi í hausnum og þögn í hausnum. En það þarf vinnu.“ Sjálf skrifaði hún geranda sínum bréf, þar sem hún sagði allt sem hún vildi segja við hann. „Ég kom öllu út í bréfi og ég þurfti svo ekki að senda það. Það er eitt fyrir þolendur. Ef maður á alla vinnuna eftir þá mæli ég með því að gera það með einhverjum, ekki gera það í einrúmi án þess að láta neinn vita. Það að skrifa honum bréf og gjörsamlega úthúða honum og lýsa því hvernig hann muldi lífið mitt niður ímylsnu, var mjög frelsandi. Það er erfið vinna en ég náði einhvern veginn völdunum aftur þegar ég sagði honum að fara í rassgat.“ Ör hjartsláttur og grunn öndun Umræðan í samfélaginu og á netinu síðustu daga hefur reynst mörgum þolendum mjög erfið. Viðbrögð margra einstaklinga, umræða um gerendameðvirkni og erfiðir „triggerar“ hafa rifið upp mörg gömul sár. Þó að Eva hafi unnið mjög vel úr sínum áföllum þá hafði þetta samt áhrif á hennar líðan. „Ég varð aftur átján ára Eva, það er bara þannig. Ég bjóst ekki við því að það myndi gerast og ég var svolítinn tíma að átta mig á þessu, hvað mér leið óþægilega í þessari umræðu. Hjartslátturinn varð örari og ég byrjaði að anda grynnra þegar ég sá allar þessar athugasemdir. Skammastu þín aumingi fyrir að sverta mannorð. Mér leið ofboðslega illa og varð sár yfir því að þetta sé svona.“ Vinsæli gæinn í skólanum Eva segir að það sé hægt að líkja þessu við að allir hafi mætt í eitthvað annað afmæli þegar þú varst að halda upp á afmælið þitt og enginn mætti til þín. „Hvar var allur þessi stuðningur þegar ég sem þolandi var að segja frá? Það var bara ekkert svoleiðis. Það voru bara allir hræddir við að ræða þetta. Þetta er vinsæll gæi, við skulum bara ekkert vera að ræða þetta, þú gætir bara verið að ljúga, abbabbababb. Þetta er svo ógeðslega sturlað.“ View this post on Instagram A post shared by (@evamattadottir) Eva fékk afsökunarbeiðni á dögunum frá stúlku sem var vinkona hennar á þessum tíma. „Hún sagði fyrirgefðu að ég stóð ekki meira með þér. Ég hugsa reglulega um það hvað ég sé eftir því. Ég elska þig, fyrirgefðu. Það var frekar magnað að fá þessi skilaboð,“ segir Eva. Hún segist hafa svarað þessum skilaboðum. „Allt of margir þora ekki að storka neinu og þora ekki að rugga bátnum, með því að virkilega hlusta og trúa þegar þolandi stígur fram. Fólk sé jafnvel í það mikilli sjálfhverfu að hugsa, hvaða áhrif hefur það fyrir mig ef ég trúi þér? Hvað ef þú ert svo bara að ljúga? Þetta er svo sorglegt því að þá gleymast þolendurnir. Þá eru þeir bara skildir eftir og gerandinn fær að valhoppa í burtu, af því að hitt er svo óþægilegt.“ Ekki þér að kenna Eva segir mikilvægt fyrir þolendur að hugsa vel um sig, sérstaklega á meðan þessi umræða er svona hávær. Það sé nauðsynlegt að leyfa sér að finna allar tilfinningarnar. „Ég er búin að öskurgráta mikið. Ég er búin að hlæja mikið og búin að sækja mikið í það sem lætur mig hlæja. Ég hef hlustað á tónlist. Það sem ómar í hausnum á mér er að ég væri til í að horfa í augun á öllum þolendum og segja: Þetta var ekki þér að kenna. Þetta var ekki þér að kenna. Segja það svo oft að viðkomandi nær því. Af því að þegar maður fattar það, þegar það er svart á hvítu að þetta var ekki þér að kenna, þessi manneskja svívirti þig og þú baðst ekki um það. Ég held að það sé það sem ég vildi að ég gæti komið með töfrasprota í hausinn á þolendum. Því þaðan kemur skömmin, þegar þolandi heldur að hann hafi átt einhvern þátt í því að einhver beitti hann ofbeldi. Manneskjan sem beitti ofbeldi, beitti ofbeldi. Auðvitað eru mörg grá svæði í þessu en ofbeldi er bara ofbeldi. Það þarf ekkert að ræða það neitt frekar.“ Mikilvægt að aðskilja kynlíf og ofbeldi Eva segir að margir séu að veltast um með hugsanir um það hvort að ef að þeir sögðu ekki neitt í aðstæðunum, hvort það hafi verið samþykki. Hún ítrekar að það er alls ekki samþykki. „Ég er í sambandi með heilbrigðum manni í dag og það er allt mjög skýrt hvað er kynlíf, okkar á milli. Þegar ég var að vinna í mínum málum þá þurfti ég stundum að stoppa, þá komu upp myndir í hausnum á mér í miðju kynlífi hjá okkur. Það var svo viðbjóðslegt að vinna úr þessu. Þá sagði ég bara strax stopp.“ Þá fékk hún viðbrögðin að auðvitað væri það í lagi. „Hann hélt utan um mig, spurði hvort hann gæti fært mér eitthvað. Það er heilbrigt.“ Hún bendir á að það að segja Æ má ég bara klára? sé það ekki. „Getum við aðeins rætt hvað sé heilbrigt kynlíf og hvað er það ekki og aðskilið þetta. Þetta er svo langt frá því að vera það sama. Kynlíf er fallegt og skemmtilegt og nærandi. Ofbeldi er það ekki.“ Hræddar í aðstæðunum Eva segir að hún hafi heyrt allt of margar sögur um það að ef stelpur segi já við því að fara heim með einhverjum, sé ekki á þær hlustað ef þær vilji ekki kynlíf eða skipti um skoðun á einhverjum tímapunkti og hætti við að vilja stunda kynlíf. Sumar þora jafnvel ekki að segja nei og standa með sér eða ganga út. „Það er einhver hræðsla. Hvað gerist ef ég segi nei?“ Eva segir að eftir að hún varð fyrir ofbeldi hafi hún viljað hverfa. Hún endaði á að fara úr landi, en áfallið elti hana.Vísir/Vilhelm Menningin þurfi því að breytast. Karlmenn þurfi að taka ábyrgð og segja á þessum tímapunkti að þeir séu að hlusta, að það sé allt í lagi að segja nei. Spyrja konur hvað þær vilja. Þrúgandi þögn segir nefnilega oft mikið í svona aðstæðum. Eva segir að hún hafi líka fengið skilaboð frá fólki um það af hverju hún sé að ræða þessi mál á samfélagsmiðlum í stað þess að vinna bara í þessu sjálf. „Ég er búin að vinna vel í sjálfri mér. Er búin að verja mörgum klukkutímum og hundruðum þúsunda í að styrkja mig aftur eftir þetta.“ Maðurinn heilagur og konan skítug Hún er vongóð að umræðan síðustu daga muni hafa varanlega áhrif á okkar samfélag. „Ég vona að við séum að brjóta blað í sögunni, að það sé eitthvað að breytast,“ segir Eva vongóð. „Ég held að það væri bara hollt og gott ef mannkynið myndi skoða hvaðan þessi skekkja kemur og hvernig við eigum þátt í því, hverju við getum sjálf breytt í okkar viðhorfi. Af hverju er maðurinn svona heilagur og konan svona skítug?“ Hún hvetur fólk til að passa upp á þá sem eru í sárum núna. Það þarf ekki alltaf að segja mikið. Stundum er nóg að hlusta. „Ég heyri í þér. Ég trúi þér. Ég sé þig. Staðfestum tilveru fólks og gefum fólki rými til að berskjalda sig. Æfum okkur í að grípa fólkið okkar. Höfum bara hugrekkið til að grípa fólk sem hefur lent í ofbeldi og verum jafnvel manneskjan sem bjargar lífi viðkomandi og heyrir loksins hvað viðkomandi er að segja.“
MeToo Kynferðisofbeldi Normið Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. 11. maí 2021 22:00 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20
Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35
Átta sig á andlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi Heimilisfriður, úrræði fyrir gerendur ofbeldis, sinnir nú næstum þrefalt fleiri viðtölum í hverjum mánuði en árið 2019. Allt að níutíu prósent gerenda eru sjálfir þolendur ofbeldis, að sögn sálfræðings Heimilisfriðar. 11. maí 2021 22:00
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15