Lífið

Náði aldrei að venjast kláminu um borð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Seljan hefur reglulega farið út á sjó.
Helgi Seljan hefur reglulega farið út á sjó.

Í síðasta þætti af Skítamix fór Halldór Halldórsson heim fréttamannsins Helga Seljan og aðstoðaði hann við að koma fyrir gólflista utan um lagnir.

Þættirnir Skítamix eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og í þeim fer Halldór Halldórsson, Dóri DNA, heim til þekktra Íslendinga sem þurfa að ráðast í framkvæmdir á heimilinu.

Dóri ræddi við Helga um sjómennskuna og var sú saga nokkuð góð.

„Ég fór síðast á sjó haustið 2018 og var þá í fjórar vikur. Mig langaði að gera það og hélt líka að ég myndi ná mér í fullt af peningum en það er svona svolítið búið,“ segir Helgi Seljan og heldur áfram.

„Þetta er svolítið eins og að fara á leikskóla. Þú ferð, ferð í pollagalla, ferð út að vinna og svo kemur einhver og segir við þig, vaktin er búinn. Þá kemur þú inn og það er búið að leggja á borð fyrir þig og svo bara borðar þú. Þú veist síðan að þegar þú ert búinn að borða máttu fara að sofa. Svo ert þú vakinn og þá ferðu aftur að borða og svo ferðu aftur að vinna.“

Helgi segir að áður fyrir hafi menn mikið verið að horfa á kvikmyndir um borð.

„Svo var alltaf kista á gólfinu og þar voru nokkrar bláar myndir. Það er eitthvað sem ég vandist ekki vel. Að vera um borð með mönnum sem eru á aldrei við pabba minn. Menn nýbúnir að borða, liggja á meltunni og þá kemur einhver og skellir klámmynd í tækið. Svo áttu menn bara að sitja og horfa.“

Hér að neðan má sjá atriðið í heild sinni.

Klippa: Náði aldrei að venjast kláminu um borð





Fleiri fréttir

Sjá meira


×