RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. maí 2021 22:32 Royal Never Give Up unnu alla átta leiki sína í riðlinum. Colin Youngwolff/Riot Games/Riot Games Inc. via Getty Images Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. Í gær var spilað í öllum riðlum. RNG byrjaði daginn á sannfærandi sigri gegn Unicorns of Love áður en þeir síðarnefndu mættu Pentanet.GG frá Ástralíu, sem hafði ekki enn unnið leik. Pentanet.GG gerði sér lítið fyrir og náði sér í sinn fyrsta sigur, og galopnaði þar með baráttuna um annað sæti riðilsins sem gefur sæti í næstu umferð. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA lentu í smávægilegum vandræðum þegar þeir mættu DetonatioN FocusMe í þriðja leik dagsins. DetonatioN FocusMe var með yfirhöndina mest allan leikinn, en heimsmeistararnir snéru taflinu sér í hag undir lokinn og unnu sinn þriðja leik. Þetta sýnir þó að DWG KIA geta misstigið sig, og þeir þurfa að hafa varann á ef þeir ætla sér að fara taplausir í gegnum riðilinn. Fulltrúar LCS frá Bandaríkjunum í Cloud9 náðu loksins í sinn fyrsta sigur þegar þeir mættu Gillette Infinity í gær. Þetta var mikilvægur sigur þar sem að nær ómögulegt væri fyrir þá að koma sér upp úr riðlinum eftir þrjá tapleiki í röð. Cloud9 þurfa þó að snúa hlutunum við í seinni umferð riðlakeppninnar ætli þeir sér eitthvað lengra í mótinu. PaiN Gaming frá Brasilíu voru ekki langt frá því að stela óvæntum sigri gegn evrópsku risunum í MAD Lions. Eftir rúmlega 38 mínútur af League of Legends voru brasilísku keppendurnir hársbreidd frá því að klára leikinn. MAD Lions björguðu sér á seinustu stundu og kláruðu leikinn. SO CLOSE! #MSI2021 pic.twitter.com/MJR2iuGGF2— LoL Esports (@lolesports) May 8, 2021 Seinasti leikur dagsins var svo á milli PSG Talon og Istanbul Wildcats. PSG Talon náði sér þar í sinn annan sigur og sitja nú einir í öðru sæti C-riðils, en Istanbul Wildcats eru enn án sigurs í neðsta sæti. A-riðill kláraður í dag Í dag fóru svo fram sjö leikir í A-riðli. Það var orðið nokkuð ljóst fyrir daginn að RNG væri á leið upp úr riðlinum, svo baráttan stóð á milli Pentanet.GG og Unicorns of Love. RNG vann fyrsta leik dagsins nokkuð örugglega áður en Unicorns of Love náðu í sinn annan sigur í riðlinum gegn Pentanet.GG. Næstu tveir leikir fóru svo í það að fylgjast með RNG ná í sigur númer sex og sjö gegn þessum tveim liðum. Fimmti leikur dagsins var svo sá mikilvægasti á mótinu hingað til. Þá mættust Pentanet.GG og Unicorns of Love í fjórða skipti á mótinu. Unicorns of Love gátu þar tryggt sér annað sæti riðilsins og sent Pentanet.GG heim. Pentanet.GG þurfti hinsvegar á sigri að halda til að halda sér á lífi í mótinu. Pentanet.GG gerði nákvæmlega það og draumurinn um að verða fyrsta ástralska liðið til að komast upp úr riðli á alþjóðlegu móti enn á lífi. Þeir mættu svo RNG í því sem átti að vera lokaleikur riðilsins. Pentanet.GG hefði með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins á kostnað Unicorns of Love. Allt fór þó eins og við var að búast og RNG fór með sigur af hólmi og tryggði sér þar með fullkomna, taplausa riðlakeppni. Tap Pentanet.GG þýddi það að þeir þurftu að spila hreinan úrslitaleik gegn Unicorns of Love til að skera um úr hvort liðið færi í næstu umferð. Pentanet.GG frá Ástralíu voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og gerðu sér lítið fyrir og urðu fyrsta ástralska liðið til að komast upp úr riðlakeppni á alþjóðlegu móti. You can take away our region, our best players, our hope in making a living by playing this game but you cannot take away our pride and our values. FOR THE FIRST TIME IN OCE HISTORY, WE MAKE IT PAST THE GROUPS STAGE! OCE WILL NOT BE SILENCED. #OCELAND | #SENDIT. pic.twitter.com/z0r4WY8euf— Pentanet.GG | #MSI2021 | #OCELAND (@PentanetGG) May 9, 2021 Á morgun klárast svo keppni í B-riðli þar sem MAD Lions og PSG Talon eru í góðri stöðu. Sýnt er frá mótinu á Stöð 2 eSport og hefst útsending klukkan 12:30. Úrslit helgarinnar Royal Never Give Up - Unicorns of Love Unicorns of Love - Pentanet.GG DWG KIA - DetonatioN FocusMe Cloud9 - Gillette Infinity MAD Lions - PaiN Gaming PSG Talon - Istanbul Wildcats Unicorns of Love - Royal Never Give Up Unicorns of Love - Pentanet.GG Royal Never Give Up - Pentanet.GG Royal Never Give Up - Unicorns of Love Pentanet.GG - Unicorns of Love Pentanet.GG - Royal Never Give Up Unicorns of Love - Pentanet.GG League of Legends Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti
Í gær var spilað í öllum riðlum. RNG byrjaði daginn á sannfærandi sigri gegn Unicorns of Love áður en þeir síðarnefndu mættu Pentanet.GG frá Ástralíu, sem hafði ekki enn unnið leik. Pentanet.GG gerði sér lítið fyrir og náði sér í sinn fyrsta sigur, og galopnaði þar með baráttuna um annað sæti riðilsins sem gefur sæti í næstu umferð. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA lentu í smávægilegum vandræðum þegar þeir mættu DetonatioN FocusMe í þriðja leik dagsins. DetonatioN FocusMe var með yfirhöndina mest allan leikinn, en heimsmeistararnir snéru taflinu sér í hag undir lokinn og unnu sinn þriðja leik. Þetta sýnir þó að DWG KIA geta misstigið sig, og þeir þurfa að hafa varann á ef þeir ætla sér að fara taplausir í gegnum riðilinn. Fulltrúar LCS frá Bandaríkjunum í Cloud9 náðu loksins í sinn fyrsta sigur þegar þeir mættu Gillette Infinity í gær. Þetta var mikilvægur sigur þar sem að nær ómögulegt væri fyrir þá að koma sér upp úr riðlinum eftir þrjá tapleiki í röð. Cloud9 þurfa þó að snúa hlutunum við í seinni umferð riðlakeppninnar ætli þeir sér eitthvað lengra í mótinu. PaiN Gaming frá Brasilíu voru ekki langt frá því að stela óvæntum sigri gegn evrópsku risunum í MAD Lions. Eftir rúmlega 38 mínútur af League of Legends voru brasilísku keppendurnir hársbreidd frá því að klára leikinn. MAD Lions björguðu sér á seinustu stundu og kláruðu leikinn. SO CLOSE! #MSI2021 pic.twitter.com/MJR2iuGGF2— LoL Esports (@lolesports) May 8, 2021 Seinasti leikur dagsins var svo á milli PSG Talon og Istanbul Wildcats. PSG Talon náði sér þar í sinn annan sigur og sitja nú einir í öðru sæti C-riðils, en Istanbul Wildcats eru enn án sigurs í neðsta sæti. A-riðill kláraður í dag Í dag fóru svo fram sjö leikir í A-riðli. Það var orðið nokkuð ljóst fyrir daginn að RNG væri á leið upp úr riðlinum, svo baráttan stóð á milli Pentanet.GG og Unicorns of Love. RNG vann fyrsta leik dagsins nokkuð örugglega áður en Unicorns of Love náðu í sinn annan sigur í riðlinum gegn Pentanet.GG. Næstu tveir leikir fóru svo í það að fylgjast með RNG ná í sigur númer sex og sjö gegn þessum tveim liðum. Fimmti leikur dagsins var svo sá mikilvægasti á mótinu hingað til. Þá mættust Pentanet.GG og Unicorns of Love í fjórða skipti á mótinu. Unicorns of Love gátu þar tryggt sér annað sæti riðilsins og sent Pentanet.GG heim. Pentanet.GG þurfti hinsvegar á sigri að halda til að halda sér á lífi í mótinu. Pentanet.GG gerði nákvæmlega það og draumurinn um að verða fyrsta ástralska liðið til að komast upp úr riðli á alþjóðlegu móti enn á lífi. Þeir mættu svo RNG í því sem átti að vera lokaleikur riðilsins. Pentanet.GG hefði með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins á kostnað Unicorns of Love. Allt fór þó eins og við var að búast og RNG fór með sigur af hólmi og tryggði sér þar með fullkomna, taplausa riðlakeppni. Tap Pentanet.GG þýddi það að þeir þurftu að spila hreinan úrslitaleik gegn Unicorns of Love til að skera um úr hvort liðið færi í næstu umferð. Pentanet.GG frá Ástralíu voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og gerðu sér lítið fyrir og urðu fyrsta ástralska liðið til að komast upp úr riðlakeppni á alþjóðlegu móti. You can take away our region, our best players, our hope in making a living by playing this game but you cannot take away our pride and our values. FOR THE FIRST TIME IN OCE HISTORY, WE MAKE IT PAST THE GROUPS STAGE! OCE WILL NOT BE SILENCED. #OCELAND | #SENDIT. pic.twitter.com/z0r4WY8euf— Pentanet.GG | #MSI2021 | #OCELAND (@PentanetGG) May 9, 2021 Á morgun klárast svo keppni í B-riðli þar sem MAD Lions og PSG Talon eru í góðri stöðu. Sýnt er frá mótinu á Stöð 2 eSport og hefst útsending klukkan 12:30. Úrslit helgarinnar Royal Never Give Up - Unicorns of Love Unicorns of Love - Pentanet.GG DWG KIA - DetonatioN FocusMe Cloud9 - Gillette Infinity MAD Lions - PaiN Gaming PSG Talon - Istanbul Wildcats Unicorns of Love - Royal Never Give Up Unicorns of Love - Pentanet.GG Royal Never Give Up - Pentanet.GG Royal Never Give Up - Unicorns of Love Pentanet.GG - Unicorns of Love Pentanet.GG - Royal Never Give Up Unicorns of Love - Pentanet.GG
Royal Never Give Up - Unicorns of Love Unicorns of Love - Pentanet.GG DWG KIA - DetonatioN FocusMe Cloud9 - Gillette Infinity MAD Lions - PaiN Gaming PSG Talon - Istanbul Wildcats Unicorns of Love - Royal Never Give Up Unicorns of Love - Pentanet.GG Royal Never Give Up - Pentanet.GG Royal Never Give Up - Unicorns of Love Pentanet.GG - Unicorns of Love Pentanet.GG - Royal Never Give Up Unicorns of Love - Pentanet.GG
League of Legends Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti